Óinnsigluð kjörgögn leiða ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. október 2021 14:19 Hafsteinn Þór Hauksson fór yfir stöðuna á fundinum í morgun. Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að það eitt að innsigla ekki kjörgögn leiði ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi rannsaki sjálft kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands kom fyrir fund undirbúningskjörbréfanefndar í morgun en fundinum var streymt á vef Alþingis. Þar fór Hafsteinn yfir þær stjórnskipulegu spurningar sem nefndin stendur nú frammi fyrir. Nú þegar hafa alls átta manns hafa kært framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörgagna. Hafsteinn sagði að í þessu máli sé fyrst og fremst horft til þriðju málsgreinar í 120. grein kosningalaga þar sem eftirfarandi kemur fram: ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Hafsteinn segir að það að kjörgögnin hafi verið óinnsigluð leiði ekki eitt og sér til ógildingar kosninganna. „Ég held að það þurfi að kanna málsatvik sérstaklega. Það eitt að innsiglun hafi ekki verið fullnægjandi leiðir ekki sjálfkrafa til þess að það þyrfti að ógilda kosningarnar,“ segir Hafsteinn. Þá hafi hann verið beðinn um að kanna hvaða áhrif það geti haft að það vantaði einhverja umboðsmenn við talningu atkvæða og að önnur niðurstaða var milli fyrstu og annarrar talningar yfirkjörstjórnar. Hafsteinn segir að það séu nokkrar leiðir færar til að ná fram niðurstöðu í málinu og ein þeirra sé að rannsaka kjörgögnin. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi álitaefni koma upp því það eru engin ákvæði sem mæla fyrir um þetta í lögunum. Einhverjir gætu talið það til marks um það að úrræðin séu þá tæmandi en ég tel sjálfur að það gangi eiginlega ekki upp,“ segir Hafsteinn. „Það er hlutverk þingsins að taka afstöðui til deilumála. Taka afstöðu til deilna um einstök atkvæði, skoða einstök atkvæði. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að þingið geti rannsakað kjörgögn í þessu máli,“ segir Hafsteinn. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörnefnd kemur saman á opnum fundi í dag Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 06:38 Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands kom fyrir fund undirbúningskjörbréfanefndar í morgun en fundinum var streymt á vef Alþingis. Þar fór Hafsteinn yfir þær stjórnskipulegu spurningar sem nefndin stendur nú frammi fyrir. Nú þegar hafa alls átta manns hafa kært framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörgagna. Hafsteinn sagði að í þessu máli sé fyrst og fremst horft til þriðju málsgreinar í 120. grein kosningalaga þar sem eftirfarandi kemur fram: ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Hafsteinn segir að það að kjörgögnin hafi verið óinnsigluð leiði ekki eitt og sér til ógildingar kosninganna. „Ég held að það þurfi að kanna málsatvik sérstaklega. Það eitt að innsiglun hafi ekki verið fullnægjandi leiðir ekki sjálfkrafa til þess að það þyrfti að ógilda kosningarnar,“ segir Hafsteinn. Þá hafi hann verið beðinn um að kanna hvaða áhrif það geti haft að það vantaði einhverja umboðsmenn við talningu atkvæða og að önnur niðurstaða var milli fyrstu og annarrar talningar yfirkjörstjórnar. Hafsteinn segir að það séu nokkrar leiðir færar til að ná fram niðurstöðu í málinu og ein þeirra sé að rannsaka kjörgögnin. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi álitaefni koma upp því það eru engin ákvæði sem mæla fyrir um þetta í lögunum. Einhverjir gætu talið það til marks um það að úrræðin séu þá tæmandi en ég tel sjálfur að það gangi eiginlega ekki upp,“ segir Hafsteinn. „Það er hlutverk þingsins að taka afstöðui til deilumála. Taka afstöðu til deilna um einstök atkvæði, skoða einstök atkvæði. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að þingið geti rannsakað kjörgögn í þessu máli,“ segir Hafsteinn.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörnefnd kemur saman á opnum fundi í dag Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 06:38 Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19
Undirbúningskjörnefnd kemur saman á opnum fundi í dag Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 06:38
Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31