Gæti orðið fyrsta undankeppnin í meira en fjörutíu ár án heimasigurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 12:31 Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu hafa uppskorið lítið á Laugardalsvellinum í þessari undankeppni. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld er síðasti möguleikinn fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu að vinna leik á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í Katar 2022. Íslenska liðið tekur á móti Liechtenstein sem jafnframt verður fimmti heimaleikur liðsins í röð í þessari undankeppni. Íslensku strákarnir hafa fagnað mörgum sigrum í Laugardalnum undanfarin ár en svo hefur ekki verið í þessari fyrstu undankeppni undir stjórn þeirra Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Í síðustu tveimur undankeppnum (HM 2018 og EM 2020) unnust níu af tíu heimaleikjum liðsins og tíundi heimasigurinn kom síðan í umpilsleik á móti Rúmeníu. Nú er staðan allt önnur og liðið bíður enn eftir fyrsta heimasigri sínum. Íslenska liðið hefur aðeins náð tveimur stigum samanlagt út úr fjórum fyrstu heimaleikjum sínum og er eins og er með fleiri stig á útivelli en á heimavelli í keppninni. Íslensku strákarnir náðu að jafna metin á móti Norður-Makedóníu og Armeníu en töpuðu heimaleikjum sínum á móti Þýskalandi og Rúmeníu. Takist liðinu ekki að vinna lið Liechtenstein í kvöld þá yrði þetta fyrsta undankeppnin í meira en fjörutíu ár þar sem liðið nær ekki að vinna heimaleik. Íslenska liðið tapaði öllum sínum heimaleikjum í undankeppni EM 1980 en íslenska liðið var þá í riðli með Hollandi, Póllandi, Austur-Þýskalandi og Sviss. Heimaleikirnir töpuðust með markatölunni 1-11. Þegar kemur að undankeppnum heimsmeistaramótsins þá hefur íslenska liðið unnið að minnsta kosti einn leik allar götur síðan í undankeppni HM 1974. Þá spilaði íslenska liðið reyndar aðeins einn heimaleik hér á landi en heimaleikirnir á móti Hollandi og Belgíu voru báðir spilaðir erlendis. Heimaleikir Íslands í undankeppnum HM 2018 og EM 2020: 9 sigrar í 10 leikjum 1 tapleikur Markatala: +16 (18-4) - Heimaleikir Íslands í undankeppni HM 2022: 0 sigrar í 4 leikjum 2 tapleikir Markatala: -6 (3-9) HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Íslenska liðið tekur á móti Liechtenstein sem jafnframt verður fimmti heimaleikur liðsins í röð í þessari undankeppni. Íslensku strákarnir hafa fagnað mörgum sigrum í Laugardalnum undanfarin ár en svo hefur ekki verið í þessari fyrstu undankeppni undir stjórn þeirra Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Í síðustu tveimur undankeppnum (HM 2018 og EM 2020) unnust níu af tíu heimaleikjum liðsins og tíundi heimasigurinn kom síðan í umpilsleik á móti Rúmeníu. Nú er staðan allt önnur og liðið bíður enn eftir fyrsta heimasigri sínum. Íslenska liðið hefur aðeins náð tveimur stigum samanlagt út úr fjórum fyrstu heimaleikjum sínum og er eins og er með fleiri stig á útivelli en á heimavelli í keppninni. Íslensku strákarnir náðu að jafna metin á móti Norður-Makedóníu og Armeníu en töpuðu heimaleikjum sínum á móti Þýskalandi og Rúmeníu. Takist liðinu ekki að vinna lið Liechtenstein í kvöld þá yrði þetta fyrsta undankeppnin í meira en fjörutíu ár þar sem liðið nær ekki að vinna heimaleik. Íslenska liðið tapaði öllum sínum heimaleikjum í undankeppni EM 1980 en íslenska liðið var þá í riðli með Hollandi, Póllandi, Austur-Þýskalandi og Sviss. Heimaleikirnir töpuðust með markatölunni 1-11. Þegar kemur að undankeppnum heimsmeistaramótsins þá hefur íslenska liðið unnið að minnsta kosti einn leik allar götur síðan í undankeppni HM 1974. Þá spilaði íslenska liðið reyndar aðeins einn heimaleik hér á landi en heimaleikirnir á móti Hollandi og Belgíu voru báðir spilaðir erlendis. Heimaleikir Íslands í undankeppnum HM 2018 og EM 2020: 9 sigrar í 10 leikjum 1 tapleikur Markatala: +16 (18-4) - Heimaleikir Íslands í undankeppni HM 2022: 0 sigrar í 4 leikjum 2 tapleikir Markatala: -6 (3-9)
Heimaleikir Íslands í undankeppnum HM 2018 og EM 2020: 9 sigrar í 10 leikjum 1 tapleikur Markatala: +16 (18-4) - Heimaleikir Íslands í undankeppni HM 2022: 0 sigrar í 4 leikjum 2 tapleikir Markatala: -6 (3-9)
HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira