Viðbúið að margir þurfi að finna bílrúðusköfurnar Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2021 07:05 Þótt ekki mælist frost getur samt myndast héla á rúðum, enda er hiti mældur í tveggja metra hæð yfir jörð og getur hiti fallið um allnokkrar gráður niður að jörð. Getty Víða er fremur kalt núna í morgunsárið og því viðbúið að margir þurfi að finna sköfurnar til að hreinsa ísingu á bílrúðum. Annars má reikna með hæglætisveðri í dag. Á vef Veðurstofunnar segir að það verði hæg suðlæg átt og bjart veður í dag, en skýjað með köflum sunnanlands og þurrt að mestu. Hiti verður á bilinu núll til sjö stig, en allvíða næturfrost. Í fyrramálið má reikna með suðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu og mun rigna, fyrst suðvestantil, en hægari og þurrt norðaustanlands fram á kvöld. Hiti tvö til tíu stig á morgun, hlýjast á Suðurlandi. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að þótt ekki mælist frost geti samt myndast héla á rúðum, enda sé hiti mældur í tveggja metra hæð yfir jörð og geti hiti fallið um allnokkrar gráður niður að jörð. „Og að sama skapi hélar slétt yfirborð eins og bílrúður og lakk auðveldlega.“ Spákort fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Suðaustan 3-10 og fer að rigna, fyrst SV-lands, en þurrt á NA- og A-landi fram undir kvöld. Hiti 2 til 8 stig. Á miðvikudag: Breytileg átt og síðan norðan 5-13 með rigningu eða slyddu, en styttir upp SV- og V-lands. Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst. Á fimmtudag: Breytileg átt 3-8 og víða léttskýjað, en suðvestan 8-13 norðvestantil um kvöldið. Hiti 0 til 6 stig, en um eða undir frostmarki á NA- og A-landi. Á föstudag: Suðvestanátt og dálítil væta S- og V-lands, en bjart með köflum á A-landi. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Norðaustlæg átt og víða þurrt, en lítilsháttar rigning sunnantil og með N-ströndinni. Hiti 2 til 6 stig, en í kringum frostmark norðaustantil. Á sunnudag: Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu og mildu veðri. Veður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að það verði hæg suðlæg átt og bjart veður í dag, en skýjað með köflum sunnanlands og þurrt að mestu. Hiti verður á bilinu núll til sjö stig, en allvíða næturfrost. Í fyrramálið má reikna með suðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu og mun rigna, fyrst suðvestantil, en hægari og þurrt norðaustanlands fram á kvöld. Hiti tvö til tíu stig á morgun, hlýjast á Suðurlandi. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að þótt ekki mælist frost geti samt myndast héla á rúðum, enda sé hiti mældur í tveggja metra hæð yfir jörð og geti hiti fallið um allnokkrar gráður niður að jörð. „Og að sama skapi hélar slétt yfirborð eins og bílrúður og lakk auðveldlega.“ Spákort fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Suðaustan 3-10 og fer að rigna, fyrst SV-lands, en þurrt á NA- og A-landi fram undir kvöld. Hiti 2 til 8 stig. Á miðvikudag: Breytileg átt og síðan norðan 5-13 með rigningu eða slyddu, en styttir upp SV- og V-lands. Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst. Á fimmtudag: Breytileg átt 3-8 og víða léttskýjað, en suðvestan 8-13 norðvestantil um kvöldið. Hiti 0 til 6 stig, en um eða undir frostmarki á NA- og A-landi. Á föstudag: Suðvestanátt og dálítil væta S- og V-lands, en bjart með köflum á A-landi. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Norðaustlæg átt og víða þurrt, en lítilsháttar rigning sunnantil og með N-ströndinni. Hiti 2 til 6 stig, en í kringum frostmark norðaustantil. Á sunnudag: Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu og mildu veðri.
Veður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Sjá meira