Riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst í dag | Titilvörnin byrjar á stórleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. október 2021 07:00 Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hefja titilvörn sína í dag. Colin Young-Wolff/Riot Games Inc. via Getty Images Keppni í undanriðlum á heimsmeistaramótinu í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll lauk á laugardaginn og nú er komið að alvöru lífsins þegar að stærstu og sterkustu lið heims mæta á sviðið, en riðlakeppnin hefst seinna í dag. LNG og DetonatioN FocusMe tryggðu sér sigur í undanriðlunum og þar af leiðandi fengu þau sæti í riðlakeppninni. Sex lið fóru í umspil um tvö laus sæti í riðlakeppninni, og eftir virkilega jafnar og spennandi viðureignir í undanúrslitunum tryggðu Cloud9 og Hanwha Life sér lausu sætin tvö með yfirburðar sigrum í úrslitunum. Alls verða spilaðir átta leikir í dag, en öll 16 liðin sem unnu sér inn sæti í riðlakeppninni leika einn leik. Opnunarleikur riðlakeppninnar er ekki af verri endanum. Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hefja leik gegn kínverska stórliðinu FunPlus Phoenix, FPX, í dauðariðlinum. Annar leikur dagsins er viðureign Royal Never Give Up og PSG Talon, en þessi lið mættust í undanúrslitum MSI sem haldið var hér á Íslandi í vor. Þar fór Royal Never Give Up með 3-1 sigur og endaði svo á að vinna mótið. Liðsmenn PSG Talon vilja líklega hefna fyrir það tap. Hanwha Life mætir svo evrópska liðinu Fnatic í leik númer þrjú, áður en Gen.G og LNG eigast við í fjórðu viðureign dagsins. Gamla stórveldið T1 mætir DetonatioN FocusMe í fimmta leik dagsins, en það bíða eflaust margir í eftirvæntingu eftir þeirri viðureign. T1, sem var áður þekkt sem SKT eða SK Telecom, missti af sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra, en liðið hefur unnið heimsmeistaratitilinn þrisvar, oftar en nokkuð annað lið í sögunni. Á eftir þeirri viðureign er komið að kínversku meisturunum í EDward gaming, en þeir mæta bandaríska liðinu 100 Thieves. Seinustu tvær viðureignir dagsins bjóða svo upp á baráttu á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Næst síðasti leikur dagsins er viðuregin Team Liquid og MAD Lions, áður en Rogue og Cloud9 loka deginum. The #Worlds2021 Groups! pic.twitter.com/9Q1gMf9JB9— LoL Esports (@lolesports) October 9, 2021 Heimsmeistaramótið í League of Legends er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport, en fyrsti leikur dagsins hefst klukkan 11:00. Leikir dagsins 11:00: DWG KIA - FPX (A-riðill) 12:00: Royal Never Give Up - PSG Talon (C-riðill) 13:00: Hanwha Life Esports - Fnatic (Criðill) 14:00: LNG Esports - Gen.G (D-riðill) 15:00: DetonatioN FocusMe - T1 (B-riðill) 16:00: EDward Gaming - 100 Thieves (B-riðill) 17:00: Team Liquid - MAD Lions (D-riðill) 18:00: Rogue - Clod9 (A-riðill) Rafíþróttir League of Legends Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti
LNG og DetonatioN FocusMe tryggðu sér sigur í undanriðlunum og þar af leiðandi fengu þau sæti í riðlakeppninni. Sex lið fóru í umspil um tvö laus sæti í riðlakeppninni, og eftir virkilega jafnar og spennandi viðureignir í undanúrslitunum tryggðu Cloud9 og Hanwha Life sér lausu sætin tvö með yfirburðar sigrum í úrslitunum. Alls verða spilaðir átta leikir í dag, en öll 16 liðin sem unnu sér inn sæti í riðlakeppninni leika einn leik. Opnunarleikur riðlakeppninnar er ekki af verri endanum. Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hefja leik gegn kínverska stórliðinu FunPlus Phoenix, FPX, í dauðariðlinum. Annar leikur dagsins er viðureign Royal Never Give Up og PSG Talon, en þessi lið mættust í undanúrslitum MSI sem haldið var hér á Íslandi í vor. Þar fór Royal Never Give Up með 3-1 sigur og endaði svo á að vinna mótið. Liðsmenn PSG Talon vilja líklega hefna fyrir það tap. Hanwha Life mætir svo evrópska liðinu Fnatic í leik númer þrjú, áður en Gen.G og LNG eigast við í fjórðu viðureign dagsins. Gamla stórveldið T1 mætir DetonatioN FocusMe í fimmta leik dagsins, en það bíða eflaust margir í eftirvæntingu eftir þeirri viðureign. T1, sem var áður þekkt sem SKT eða SK Telecom, missti af sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra, en liðið hefur unnið heimsmeistaratitilinn þrisvar, oftar en nokkuð annað lið í sögunni. Á eftir þeirri viðureign er komið að kínversku meisturunum í EDward gaming, en þeir mæta bandaríska liðinu 100 Thieves. Seinustu tvær viðureignir dagsins bjóða svo upp á baráttu á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Næst síðasti leikur dagsins er viðuregin Team Liquid og MAD Lions, áður en Rogue og Cloud9 loka deginum. The #Worlds2021 Groups! pic.twitter.com/9Q1gMf9JB9— LoL Esports (@lolesports) October 9, 2021 Heimsmeistaramótið í League of Legends er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport, en fyrsti leikur dagsins hefst klukkan 11:00. Leikir dagsins 11:00: DWG KIA - FPX (A-riðill) 12:00: Royal Never Give Up - PSG Talon (C-riðill) 13:00: Hanwha Life Esports - Fnatic (Criðill) 14:00: LNG Esports - Gen.G (D-riðill) 15:00: DetonatioN FocusMe - T1 (B-riðill) 16:00: EDward Gaming - 100 Thieves (B-riðill) 17:00: Team Liquid - MAD Lions (D-riðill) 18:00: Rogue - Clod9 (A-riðill)
11:00: DWG KIA - FPX (A-riðill) 12:00: Royal Never Give Up - PSG Talon (C-riðill) 13:00: Hanwha Life Esports - Fnatic (Criðill) 14:00: LNG Esports - Gen.G (D-riðill) 15:00: DetonatioN FocusMe - T1 (B-riðill) 16:00: EDward Gaming - 100 Thieves (B-riðill) 17:00: Team Liquid - MAD Lions (D-riðill) 18:00: Rogue - Clod9 (A-riðill)
Rafíþróttir League of Legends Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti