Krafðist bóta eftir að hafa ekið á götusóp undir áhrifum áfengis og vímuefna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 20:00 Á myndinni má sjá götusópara að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Myndin er fengin af vef Reykjavíkurborgar Tryggingarfélagið Sjóvá lagði ökumann í dómsmáli þar sem einstaklingur krafðist skaðabóta fyrir líkamstjón sem hann varð fyrir eftir að hafa ekið aftan á götusóp í Reykjavík. Slysið átti sér stað snemma morguns í aprílmánuði árið 2017. Jeppabifreið mannsins hafnaði aftan á götusópnum á miklum hraða og fékk bílstjóri jeppans þungt höfuðhögg og höfuðáverka. Nef hans brotnaði, hann fékk skurði og áverka á líkama auk margvíslegra heilsufarsvandamála sem rekja má til slyssins. Ökumaður götusópsins virðist hafa sloppið vel en í skýrslu hjá lögreglu kvaðst hann hafa ekið götusópnum á þriggja kílómetra hraða þegar ekið var aftan á hann. Hann hafi þá séð í baksýnisspeglinum þar sem jeppabifreið kom akandi á vinstra afturhornið á götusópnum. Ökumaður götusópsins sagði jeppann hafa verið „alveg í köku“ og að ökumaðurinn hafi verið alblóðugur í framan. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum bótum fyrir líkamstjón. Ökumaður jeppans undi niðurstöðu héraðsdóms en tryggingarfélagið áfrýjaði til Landsréttar. Fyrir Landsrétti var ágreiningsmálið því aðeins hvort Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum skaðabótum fyrir líkamstjón ökumannsins. Landsréttur tekur undir sjónarmið Sjóvár og telur að slysið megi rekja til ástands ökumannsins en hann mældist með mikið magn áfengis, kókaíns og amfetamíns í blóði. Ekki hafi bent til annars en að slysið mætti rekja til en ölvunar- og vímuástands ökumanns jeppabifreiðarinnar. Hann var talinn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með háttseminni. Greiðsluskylda tryggingarfélagsins féll því niður og Sjóvá þurfti þar af leiðandi ekki að greiða manninum bætur úr lögboðinni slysatryggingu ökutækisins. Upphaflega kom fram að ökumaður jeppabifreiðarinnar hafi krafist fullra skaðabóta fyrir líkamstjón. Hið rétta er að hann hafi farið fram á fullar bætur fyrir héraðsdómi en krafist viðurkenningar á þriðjungi skaðabóta fyrir Landsrétti. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Slysið átti sér stað snemma morguns í aprílmánuði árið 2017. Jeppabifreið mannsins hafnaði aftan á götusópnum á miklum hraða og fékk bílstjóri jeppans þungt höfuðhögg og höfuðáverka. Nef hans brotnaði, hann fékk skurði og áverka á líkama auk margvíslegra heilsufarsvandamála sem rekja má til slyssins. Ökumaður götusópsins virðist hafa sloppið vel en í skýrslu hjá lögreglu kvaðst hann hafa ekið götusópnum á þriggja kílómetra hraða þegar ekið var aftan á hann. Hann hafi þá séð í baksýnisspeglinum þar sem jeppabifreið kom akandi á vinstra afturhornið á götusópnum. Ökumaður götusópsins sagði jeppann hafa verið „alveg í köku“ og að ökumaðurinn hafi verið alblóðugur í framan. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum bótum fyrir líkamstjón. Ökumaður jeppans undi niðurstöðu héraðsdóms en tryggingarfélagið áfrýjaði til Landsréttar. Fyrir Landsrétti var ágreiningsmálið því aðeins hvort Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum skaðabótum fyrir líkamstjón ökumannsins. Landsréttur tekur undir sjónarmið Sjóvár og telur að slysið megi rekja til ástands ökumannsins en hann mældist með mikið magn áfengis, kókaíns og amfetamíns í blóði. Ekki hafi bent til annars en að slysið mætti rekja til en ölvunar- og vímuástands ökumanns jeppabifreiðarinnar. Hann var talinn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með háttseminni. Greiðsluskylda tryggingarfélagsins féll því niður og Sjóvá þurfti þar af leiðandi ekki að greiða manninum bætur úr lögboðinni slysatryggingu ökutækisins. Upphaflega kom fram að ökumaður jeppabifreiðarinnar hafi krafist fullra skaðabóta fyrir líkamstjón. Hið rétta er að hann hafi farið fram á fullar bætur fyrir héraðsdómi en krafist viðurkenningar á þriðjungi skaðabóta fyrir Landsrétti. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira