Pólverji í átján ára útlegð frá Íslandi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 12:19 Hvalfjarðargangamálið vakti mikla athygli á síðasta ári. Sex voru dæmd í fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Vísir/Jóhann K. Pólskum manni hefur verið meinuð endurkoma til Íslands næstu átján ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis nýverið. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu. Umræddur dómur Landsréttar féll fyrr á þessu ári í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Þar var maðurinn ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir umfangsmikla amfetamínframleiðslu. Við handtöku var hann einnig með kannabis í vörslum sínum ásamt töluverðu magni af amfetamíni. Við húsleit á dvalarstað mannsins fundust jafnframt úðavopn og rafbyssur. Eftir dóm Landsréttar barst manninum bréf frá Útlendingastofnun að það stæði mögulega til að vísa honum úr landi. Þá væri einnig til skoðunar mögulegt endurkomubann vegna brotaferils mannsins. Eftir umfjöllun Útlendingastofnunar var tekin ákvörðun um að brottvísa manninum og var endurkomubann ákvarðað í 18 ár. Þetta kemur fram í úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Hefur áður verið vísað úr landi Maðurinn hefur fjórum sinnum hlotið dóm fyrir brot á lögum hér á landi . Þá hefur hann einnig verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Póllandi fyrir skipulagða brotastarfsemi. Manninum hefur áður verið vísað úr landi en honum var gert að sæta þriggja ára endurkomubanni árið 2010. Í umsögn lögreglu er vísað til fyrri brota mannsins á Íslandi. Mat lögreglu er það að hann teljist líklegur til að halda áfram afbrotahegðun eftir afplánun dómsins. Af þessu steðji ógn við allsherjarreglu samfélagsins og telur lögregla að nauðsynlegt sé að vísa manninum úr landi til að koma í veg fyrir áframhaldandi afbrotahegðun. Íslensk dóttir búsett í Noregi Maðurinn á íslenska dóttur sem búsett er í Noregi en móðir barnsins er íslenskur ríkisborgari. Í úrskurðinum kemur einnig fram að maðurinn hafi fengið vinnu hjá málningarþjónustu og hann eigi marga vini hér á landi. Maðurinn telur því að brottvísun yrði ósanngjörn; bæði gagnvart honum og nánustu aðstandenum. Kærunefnd útlendingamála bendir á að endurkomubannið vari aðeins á Íslandi. Honum sé því ekkert til fyrirstöðu að heimsækja dóttur sína í Noregi. Þá segir í niðurstöðum kærunefndarinnar að heimilt sé að fella endurkomubannið úr gildi ef sérstakar ástæður mæla með því. Maðurinn geti þá einnig sótt um heimild til stuttrar heimsóknar til Íslands ef sérstaklega stendur á. Lögreglumál Dómsmál Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12 Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Umræddur dómur Landsréttar féll fyrr á þessu ári í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Þar var maðurinn ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir umfangsmikla amfetamínframleiðslu. Við handtöku var hann einnig með kannabis í vörslum sínum ásamt töluverðu magni af amfetamíni. Við húsleit á dvalarstað mannsins fundust jafnframt úðavopn og rafbyssur. Eftir dóm Landsréttar barst manninum bréf frá Útlendingastofnun að það stæði mögulega til að vísa honum úr landi. Þá væri einnig til skoðunar mögulegt endurkomubann vegna brotaferils mannsins. Eftir umfjöllun Útlendingastofnunar var tekin ákvörðun um að brottvísa manninum og var endurkomubann ákvarðað í 18 ár. Þetta kemur fram í úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Hefur áður verið vísað úr landi Maðurinn hefur fjórum sinnum hlotið dóm fyrir brot á lögum hér á landi . Þá hefur hann einnig verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Póllandi fyrir skipulagða brotastarfsemi. Manninum hefur áður verið vísað úr landi en honum var gert að sæta þriggja ára endurkomubanni árið 2010. Í umsögn lögreglu er vísað til fyrri brota mannsins á Íslandi. Mat lögreglu er það að hann teljist líklegur til að halda áfram afbrotahegðun eftir afplánun dómsins. Af þessu steðji ógn við allsherjarreglu samfélagsins og telur lögregla að nauðsynlegt sé að vísa manninum úr landi til að koma í veg fyrir áframhaldandi afbrotahegðun. Íslensk dóttir búsett í Noregi Maðurinn á íslenska dóttur sem búsett er í Noregi en móðir barnsins er íslenskur ríkisborgari. Í úrskurðinum kemur einnig fram að maðurinn hafi fengið vinnu hjá málningarþjónustu og hann eigi marga vini hér á landi. Maðurinn telur því að brottvísun yrði ósanngjörn; bæði gagnvart honum og nánustu aðstandenum. Kærunefnd útlendingamála bendir á að endurkomubannið vari aðeins á Íslandi. Honum sé því ekkert til fyrirstöðu að heimsækja dóttur sína í Noregi. Þá segir í niðurstöðum kærunefndarinnar að heimilt sé að fella endurkomubannið úr gildi ef sérstakar ástæður mæla með því. Maðurinn geti þá einnig sótt um heimild til stuttrar heimsóknar til Íslands ef sérstaklega stendur á.
Lögreglumál Dómsmál Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12 Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12
Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47