Google bannar auglýsingar með loftslagsafneitun Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 08:45 Þeir sem dreifa upplýsingafalsi um loftslagsmál á Youtube geta ekki lengur hagnast á auglýsingasölu á miðlinum. Þá verður ekki lengur hægt að kaupa auglýsingar með röngum fullyrðingum um loftslagsvísindi. Vísir/EPA Tæknirisinn Google hefur ákveðið að banna afneiturum loftslagsvísinda að kaupa auglýsingar í leitarvélinni og á samfélagsmiðlinum Youtube og að hagnast á auglýsingum. Ákvörðunin var tekin vegna óánægju auglýsenda með að auglýsingar þeirra birtust við slíkt efni. Með nýju reglunum geta auglýsendur á Google og efniframleiðendur á Youtube ekki lengur hagnast á auglýsingum með efni sem stangast á við viðtekin loftslagsvísindi um tilvist og orsakir loftslagsbreytinga, að sögn vefmiðilsins Axios. Þetta á við ef vísað er til loftslagsbreytingar sem „gabbs“ eða „svindls“, þrætt er fyrir að loftslag jarðar fari hlýnandi eða því er neitað að losun á gróðurhúsalofttegundum eða athafnir manna eigi þátt í loftslagsbreytingum. „Auglýsendur vilja einfaldlega ekki að auglýsingar þeirra birtist við hlið þessa efnis. Útgefendur og efnisframleiðendur vilja heldur ekki að auglýsingar þar sem þessum fullyrðingum er haldið á lofti birtist á síðum þeirra eða myndböndum,“ sagði Google í yfirlýsingu um breytingarnar. Tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlar hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að leyfa alls kyns upplýsingafalsi að vaða uppi, ekki aðeins um loftslagsbreytingar. Facebook bætti við upplýsingasíðu sem er ætlað að svara fölskum upplýsingum sem er dreift á miðlinum um um loftslagsbreytingar. Ákvörðun Google nú er þó róttækasta aðgerðin gegn rangfærslum um loftslagsmál til þessa. Fyrirtækið segist hafa átt samráðð við sérfræðinga þegar það samdi nýju reglurnar. Þeim verður framfylgt bæði með sjálfvirkum gervigreindartólum og yfirferð starfsmanna Google. Áfram verður hægt að selja auglýsingar með öðru efni um loftslagsmál og þá ætlar Google að gæta að samhenginu þar sem rangar upplýsingar koma fram. Þannig verða þeir sem fjalla um rangar fullyrðingar eða ræða þær ekki sviptir auglýsingatekjum. Nýju reglurnar taka gildi í næsta mánuði. Loftslagsmál Google Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Með nýju reglunum geta auglýsendur á Google og efniframleiðendur á Youtube ekki lengur hagnast á auglýsingum með efni sem stangast á við viðtekin loftslagsvísindi um tilvist og orsakir loftslagsbreytinga, að sögn vefmiðilsins Axios. Þetta á við ef vísað er til loftslagsbreytingar sem „gabbs“ eða „svindls“, þrætt er fyrir að loftslag jarðar fari hlýnandi eða því er neitað að losun á gróðurhúsalofttegundum eða athafnir manna eigi þátt í loftslagsbreytingum. „Auglýsendur vilja einfaldlega ekki að auglýsingar þeirra birtist við hlið þessa efnis. Útgefendur og efnisframleiðendur vilja heldur ekki að auglýsingar þar sem þessum fullyrðingum er haldið á lofti birtist á síðum þeirra eða myndböndum,“ sagði Google í yfirlýsingu um breytingarnar. Tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlar hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að leyfa alls kyns upplýsingafalsi að vaða uppi, ekki aðeins um loftslagsbreytingar. Facebook bætti við upplýsingasíðu sem er ætlað að svara fölskum upplýsingum sem er dreift á miðlinum um um loftslagsbreytingar. Ákvörðun Google nú er þó róttækasta aðgerðin gegn rangfærslum um loftslagsmál til þessa. Fyrirtækið segist hafa átt samráðð við sérfræðinga þegar það samdi nýju reglurnar. Þeim verður framfylgt bæði með sjálfvirkum gervigreindartólum og yfirferð starfsmanna Google. Áfram verður hægt að selja auglýsingar með öðru efni um loftslagsmál og þá ætlar Google að gæta að samhenginu þar sem rangar upplýsingar koma fram. Þannig verða þeir sem fjalla um rangar fullyrðingar eða ræða þær ekki sviptir auglýsingatekjum. Nýju reglurnar taka gildi í næsta mánuði.
Loftslagsmál Google Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf