Google bannar auglýsingar með loftslagsafneitun Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 08:45 Þeir sem dreifa upplýsingafalsi um loftslagsmál á Youtube geta ekki lengur hagnast á auglýsingasölu á miðlinum. Þá verður ekki lengur hægt að kaupa auglýsingar með röngum fullyrðingum um loftslagsvísindi. Vísir/EPA Tæknirisinn Google hefur ákveðið að banna afneiturum loftslagsvísinda að kaupa auglýsingar í leitarvélinni og á samfélagsmiðlinum Youtube og að hagnast á auglýsingum. Ákvörðunin var tekin vegna óánægju auglýsenda með að auglýsingar þeirra birtust við slíkt efni. Með nýju reglunum geta auglýsendur á Google og efniframleiðendur á Youtube ekki lengur hagnast á auglýsingum með efni sem stangast á við viðtekin loftslagsvísindi um tilvist og orsakir loftslagsbreytinga, að sögn vefmiðilsins Axios. Þetta á við ef vísað er til loftslagsbreytingar sem „gabbs“ eða „svindls“, þrætt er fyrir að loftslag jarðar fari hlýnandi eða því er neitað að losun á gróðurhúsalofttegundum eða athafnir manna eigi þátt í loftslagsbreytingum. „Auglýsendur vilja einfaldlega ekki að auglýsingar þeirra birtist við hlið þessa efnis. Útgefendur og efnisframleiðendur vilja heldur ekki að auglýsingar þar sem þessum fullyrðingum er haldið á lofti birtist á síðum þeirra eða myndböndum,“ sagði Google í yfirlýsingu um breytingarnar. Tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlar hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að leyfa alls kyns upplýsingafalsi að vaða uppi, ekki aðeins um loftslagsbreytingar. Facebook bætti við upplýsingasíðu sem er ætlað að svara fölskum upplýsingum sem er dreift á miðlinum um um loftslagsbreytingar. Ákvörðun Google nú er þó róttækasta aðgerðin gegn rangfærslum um loftslagsmál til þessa. Fyrirtækið segist hafa átt samráðð við sérfræðinga þegar það samdi nýju reglurnar. Þeim verður framfylgt bæði með sjálfvirkum gervigreindartólum og yfirferð starfsmanna Google. Áfram verður hægt að selja auglýsingar með öðru efni um loftslagsmál og þá ætlar Google að gæta að samhenginu þar sem rangar upplýsingar koma fram. Þannig verða þeir sem fjalla um rangar fullyrðingar eða ræða þær ekki sviptir auglýsingatekjum. Nýju reglurnar taka gildi í næsta mánuði. Loftslagsmál Google Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Með nýju reglunum geta auglýsendur á Google og efniframleiðendur á Youtube ekki lengur hagnast á auglýsingum með efni sem stangast á við viðtekin loftslagsvísindi um tilvist og orsakir loftslagsbreytinga, að sögn vefmiðilsins Axios. Þetta á við ef vísað er til loftslagsbreytingar sem „gabbs“ eða „svindls“, þrætt er fyrir að loftslag jarðar fari hlýnandi eða því er neitað að losun á gróðurhúsalofttegundum eða athafnir manna eigi þátt í loftslagsbreytingum. „Auglýsendur vilja einfaldlega ekki að auglýsingar þeirra birtist við hlið þessa efnis. Útgefendur og efnisframleiðendur vilja heldur ekki að auglýsingar þar sem þessum fullyrðingum er haldið á lofti birtist á síðum þeirra eða myndböndum,“ sagði Google í yfirlýsingu um breytingarnar. Tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlar hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að leyfa alls kyns upplýsingafalsi að vaða uppi, ekki aðeins um loftslagsbreytingar. Facebook bætti við upplýsingasíðu sem er ætlað að svara fölskum upplýsingum sem er dreift á miðlinum um um loftslagsbreytingar. Ákvörðun Google nú er þó róttækasta aðgerðin gegn rangfærslum um loftslagsmál til þessa. Fyrirtækið segist hafa átt samráðð við sérfræðinga þegar það samdi nýju reglurnar. Þeim verður framfylgt bæði með sjálfvirkum gervigreindartólum og yfirferð starfsmanna Google. Áfram verður hægt að selja auglýsingar með öðru efni um loftslagsmál og þá ætlar Google að gæta að samhenginu þar sem rangar upplýsingar koma fram. Þannig verða þeir sem fjalla um rangar fullyrðingar eða ræða þær ekki sviptir auglýsingatekjum. Nýju reglurnar taka gildi í næsta mánuði.
Loftslagsmál Google Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira