Tvö af þeim bestu í heimi fá tækifæri til að bæta fyrir vonbrigðin á EM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 15:01 Samuel Umtiti fagnar sigurmarki Frakka á móti Belgíu í undanúrslitum HM 2018. Getty/Stefan Matzke Efsta lið heimslistans mætir heimsmeisturunum í seinni undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Spánverjum á sunnudaginn. Úrslitavika Þjóðadeildarinnar hófst í gær með því að hið unga lið Spánverja varð fyrsta landsliðið í þrjú ár til að vinna Evrópumeistara Ítala. Gestgjafarnir eru því úr leik í keppninni en spila um þriðja sætið á sunnudaginn. Belgía og Frakkland mætast í kvöld á heimavelli Juventus og ætla sér bæði að bæta fyrir vonbrigðin á EM í sumar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Nations League semi-final: Belgium v France Their first meeting since the World Cup in 2018 pic.twitter.com/4vJ9qbe5CO— Goal (@goal) October 7, 2021 Árið 2021 hefur ekki verið gott ár fyrir þessi frábæru knattspyrnulandslið og það sem ræður því er dapurt gengi, á þeirra mælikvarða, á Evrópumótinu í júní og júlí. Belgar duttu þar út á móti verðandi meisturum Ítala í átta liða úrslitunum en Frakkar komust ekki í gegnum Svisslendinga í sextán liða úrslitunum. Belgarnir eru því enn að bíða eftir fyrsta titli sínum en gullkynslóðin er að eldast og tíminn því að renna frá leikmönnum hennar. Frakkar mættu aftur á móti á Evrópumótið í sumar sem ríkjandi heimsmeistarar og því var tapið á móti Sviss ein allra óvæntustu úrslit mótsins. Liðin eru bæði meðal fjögurra efstu á heimslistanum og án efa tvö af bestu knattspyrnulandsliðum heims í langan tíma. Tonight at 20:45 CET in Turin... Who'll book their place in the final? #UNLFixtures | @bookingcom— UEFA Nations League (@EURO2024) October 7, 2021 Nú fá þau því tækifæri til að eyða út leiðinlegum minningum sumarsins 2021 með því að vinna Þjóðadeildina í fyrsta sinn. Frakkar hafa líka hikstað eftir Evrópumótið þrátt fyrir að þeir séu þó enn í efsta sæti riðilsins. Í síðasta glugga gerði liðið jafntefli á móti Bosníu og Úkraínu en náð að vinna Finnland á heimavelli. Belgar eru aftur á móti á toppi síns riðils í undankeppni EM með meira en tvöfalt fleiri stig en næsta þjóð í riðlinum. Belgar unnu alla þrjá leiki sína í septemberglugganum. Það sem meira er að þetta verður fyrsta viðureign Belga og Frakka síðan að Frakkland vann undanúrslitaleik þeirra á HM í Rússlandi 2018 á leið sinni að heimsmeistaratitlinum. Nú standa Frakkar aftur í vegi fyrir því að Belgarnir komist í úrslitaleik. Leikur Belgíu og Frakklands hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Sjá meira
Úrslitavika Þjóðadeildarinnar hófst í gær með því að hið unga lið Spánverja varð fyrsta landsliðið í þrjú ár til að vinna Evrópumeistara Ítala. Gestgjafarnir eru því úr leik í keppninni en spila um þriðja sætið á sunnudaginn. Belgía og Frakkland mætast í kvöld á heimavelli Juventus og ætla sér bæði að bæta fyrir vonbrigðin á EM í sumar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Nations League semi-final: Belgium v France Their first meeting since the World Cup in 2018 pic.twitter.com/4vJ9qbe5CO— Goal (@goal) October 7, 2021 Árið 2021 hefur ekki verið gott ár fyrir þessi frábæru knattspyrnulandslið og það sem ræður því er dapurt gengi, á þeirra mælikvarða, á Evrópumótinu í júní og júlí. Belgar duttu þar út á móti verðandi meisturum Ítala í átta liða úrslitunum en Frakkar komust ekki í gegnum Svisslendinga í sextán liða úrslitunum. Belgarnir eru því enn að bíða eftir fyrsta titli sínum en gullkynslóðin er að eldast og tíminn því að renna frá leikmönnum hennar. Frakkar mættu aftur á móti á Evrópumótið í sumar sem ríkjandi heimsmeistarar og því var tapið á móti Sviss ein allra óvæntustu úrslit mótsins. Liðin eru bæði meðal fjögurra efstu á heimslistanum og án efa tvö af bestu knattspyrnulandsliðum heims í langan tíma. Tonight at 20:45 CET in Turin... Who'll book their place in the final? #UNLFixtures | @bookingcom— UEFA Nations League (@EURO2024) October 7, 2021 Nú fá þau því tækifæri til að eyða út leiðinlegum minningum sumarsins 2021 með því að vinna Þjóðadeildina í fyrsta sinn. Frakkar hafa líka hikstað eftir Evrópumótið þrátt fyrir að þeir séu þó enn í efsta sæti riðilsins. Í síðasta glugga gerði liðið jafntefli á móti Bosníu og Úkraínu en náð að vinna Finnland á heimavelli. Belgar eru aftur á móti á toppi síns riðils í undankeppni EM með meira en tvöfalt fleiri stig en næsta þjóð í riðlinum. Belgar unnu alla þrjá leiki sína í septemberglugganum. Það sem meira er að þetta verður fyrsta viðureign Belga og Frakka síðan að Frakkland vann undanúrslitaleik þeirra á HM í Rússlandi 2018 á leið sinni að heimsmeistaratitlinum. Nú standa Frakkar aftur í vegi fyrir því að Belgarnir komist í úrslitaleik. Leikur Belgíu og Frakklands hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Sjá meira