Gular veðurviðvaranir vegna vinds eru í gildi á sunnanverðu landinu og síðar einnig á Vestfjörðum og vindhviðum kringum 35 metrar á sekúndu mælast við fjöll.
Í hugleiðingum veðurstofunnar segir að ökumenn séu hvattir til að aka varlega, sér í lagi ef ökutækin eru viðkvæm fyrir vindum.
„Einnig þarf að huga að og tryggja lausa hluti utandyra, sem gætu fokið. Snýst í hægari suðlæga átt og rofar til í nótt, fremur hæg suðaustlæg átt og rigning með köflum á morgun, en allhvöss eða hvöss norðaustanátt á Vestfjörðum. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast syðst.“

Gular viðvaranir í gildi:
- Suðurland: Austan hvassviðri eða stormur undir Eyjafjöllum
-
- 6. okt. kl. 23:00 – 7. okt. kl. 17:00
- Vestfirðir: Norðaustan hvassviðri eða stormur undir Eyjafjöllum
-
- 7. okt. kl. 15:00 – 23:59
- Suðausturland: Austan hvassviðri eða stormur í Öræfum
-
- 7. okt. kl. 08:00 – 17:00
- Miðhálendið: Austan og norðaustan hvassvirði eða stormur (Gult ástand)
-
- 7. okt. kl. 07:00 – 21:00
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s, en norðaustan 13-18 á Vestfjörðum og rigning með köflum, en hægara og úrkomulítið NA-lands. Hiti 6 til 11 stig.
Á laugardag: Norðaustan 5-13 m/s og dálítil rigning, en hægari suðaustlæg átt og úrkomumeira sunnan heiða fram á kvöld. Hiti 4 til 9 stig.
Á sunnudag: Hæg norðvestlæg átt og skýjað með köflum, en hvassara og dálítil væta með A-ströndinni. Hiti 2 til 6 stig að deginum, en kringum frostmark fyrir norðan.
Á mánudag: Fremur hægir vindar, úrkomulítið og sums staðar bjartviðri. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir sunnanáttir með rigningu og hlýnandi veðri, en þurrt að mestu á N- og A-landi.