Hættu að spila og söfnuðust saman á miðjunni til að sýna þolendum stuðning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2021 07:30 Leikmenn Washington Spirit og Gotham FC safnast saman á miðjum vellinum. Það sama gerðu leikmenn í leikjum North Carolina Courage og Racing Louisville og Houston Dash og Portland Thorns. getty/Mitchell Leff Leikmenn sex liða í bandarísku kvennadeildinni sýndu leikmönnum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi samstöðu með táknrænum hætti í gær. Í öllum þremur leikjunum hættu leikmenn að spila á 6. mínútu og söfnuðust saman á miðjum vellinum. Sjötta mínútan varð fyrir valinu vegna þess að það tók sex ár fyrir ásakanirnar í garð þjálfarans Pauls Riley að koma fram í dagsljósið. pic.twitter.com/9ENxA18PR3— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 6, 2021 pic.twitter.com/fkG79FqJ5Q— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 6, 2021 pic.twitter.com/0h0lwySyih— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 7, 2021 North Carolina Courage rak Riley úr starfi í síðustu viku vegna ásakana um áratugalanga harðstjórn, kynferðislega áreitni og óviðeigandi ummæli. Hann hafnar sök. Fyrrverandi leikmenn Rileys, Mana Shim og Sinead Farrelly, stigu fram undir nafni og ræddu ofbeldið sem hann beitti þær og vanhæfni bandarísku deildarinnar til að taka á því. Meðal þeirra sem hafa kallað eftir því að deildin beiti sér markvisst í því að verja leikmenn fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi er ofurstjarnan Alex Morgan. Leikmenn deildarinnar hafa líka tekið málin í sínar hendur eins og sást í leikjunum þremur í gær. Þeir gerðu þetta til að styðja við bakið á þeim Shim og Farrelly og öllum öðrum leikmönnum sem hafa verið áreittir og á þá ekki hlustað. Fleiri þjálfarar hafa verið látnir taka pokann sinn að undanförnu vegna kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og að hafa misnotað valdastöðu sína. Þá sagði framkvæmdastjóri deildarinnar, Lisa Baird, af sér. Með því sagðist hún taka ábyrgð á því að hafa brugðist er ásakanirnar bárust á sínum tíma. FIFA hefur blandað sér í málið og dómstóll sambandsins hefur hafið rannsókn á því. NWSL Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Í öllum þremur leikjunum hættu leikmenn að spila á 6. mínútu og söfnuðust saman á miðjum vellinum. Sjötta mínútan varð fyrir valinu vegna þess að það tók sex ár fyrir ásakanirnar í garð þjálfarans Pauls Riley að koma fram í dagsljósið. pic.twitter.com/9ENxA18PR3— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 6, 2021 pic.twitter.com/fkG79FqJ5Q— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 6, 2021 pic.twitter.com/0h0lwySyih— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) October 7, 2021 North Carolina Courage rak Riley úr starfi í síðustu viku vegna ásakana um áratugalanga harðstjórn, kynferðislega áreitni og óviðeigandi ummæli. Hann hafnar sök. Fyrrverandi leikmenn Rileys, Mana Shim og Sinead Farrelly, stigu fram undir nafni og ræddu ofbeldið sem hann beitti þær og vanhæfni bandarísku deildarinnar til að taka á því. Meðal þeirra sem hafa kallað eftir því að deildin beiti sér markvisst í því að verja leikmenn fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi er ofurstjarnan Alex Morgan. Leikmenn deildarinnar hafa líka tekið málin í sínar hendur eins og sást í leikjunum þremur í gær. Þeir gerðu þetta til að styðja við bakið á þeim Shim og Farrelly og öllum öðrum leikmönnum sem hafa verið áreittir og á þá ekki hlustað. Fleiri þjálfarar hafa verið látnir taka pokann sinn að undanförnu vegna kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og að hafa misnotað valdastöðu sína. Þá sagði framkvæmdastjóri deildarinnar, Lisa Baird, af sér. Með því sagðist hún taka ábyrgð á því að hafa brugðist er ásakanirnar bárust á sínum tíma. FIFA hefur blandað sér í málið og dómstóll sambandsins hefur hafið rannsókn á því.
NWSL Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira