Stöð 2 Sport
Klukkan 17.00 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá. Þar verður farið yfir fyrstu umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta.
Klukkan 18.05 hefst beint útsending frá leik Njarðvíkur og Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í körfubolta.. Klukkan 20.05 færum við okkur í Garðabæinn þar sem Stjarnan mætir ÍR í sömu deild.
Klukkan 22.00 eru Tilþrifin á dagskrá en þar verður skimað yfir allt það helsta sem gerðist í Subway-deild karla í kvöld.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 18.35 hefst bein útsending frá leik Belgíu og Frakklands í undanúrslitum Þjóðadeildar Evrópu.
Stöð 2 Golf
Klukkan 12.00 hefst bein útsending frá ACCIONA Open De Espana-mótinu. Það er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 18.00 er bein útsending frá Founders Cup-mótinu. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni. Klukkan 21.00 er komið að Shrines Children´s Open-mótinu, það er hluti af PGA-mótaröðinni.
Stöð 2 E-Sports
Klukkan 11.00 hefst bein útsending Worlds 2021. Um er að ræða beina útsendingu frá Laugardalshöll þar sem eitt stærsta rafíþróttamót heims fer fram. Bestu lið heims í League of Legends etja kappi um heimsmeistaratitilinn. Viðburðurinn er í umsjá Riot Games.
Klukkan 21.00 er Rauðvín og klakar á dagskrá.