Offita og skaðaminnkun Tara Margrét Vilhjálmsdóttur skrifar 6. október 2021 17:00 Í gærkvöldi fór af stað fimmta þáttaröð fréttaskýringaþáttarins Kveiks og fjallaði fyrsti þátturinn meðal annars um offitu barna, með sérstakri áherslu á landsbyggðina. Þessi umræða skýtur upp kollinum með reglulegu millibili og er inntak hennar jafnan hversu „sláandi” og jafnvel „lamandi” tíðni offitu meðal íslenskra barna sé. Rýnt er í umhverfi og heilsuvenjur barna svo sem mataræði, hreyfingu og skjánotkun í leit að rót vandans, í því skyni að snúa honum við. Ánægjulegt var að sjá að fitufordómum var gefinn meiri gaumur í þætti gærkvöldsins. Það sem eftir stendur er þó að umfjöllunin var einhliða og skoðaði holdafar út frá aðeins einu sjónarhorni þegar þau eru í raun og veru tvö. Þyngdarmiðuð nálgun að heilsufari (weight-normative approach) er sú nálgun sem við flest þekkjum og sú sem er ráðandi í íslensku samfélagi. Þyngdarmiðuð nálgun lítur svo á að holdafar einstaklinga sé megin¬vandinn og að leysa megi þann vanda með því að draga úr líkamsþyngd. Markmið þessarar nálgunar er því að sjúkdómsvæða holdafar og opna þar með gáttir til að fjármagna og þróa meðferðir m.a. áhættusamar aðgerðir og lyfjameðferðir til að sporna við vandanum. Áhyggjur eru af því að þessi nálgun leiði til ofgreiningar á vanda og að óþarfa inngrip leiði til heilsufarslegs skaða og því eru miklar deilur innan læknastéttarinnar um það hvort offita skuli flokkast sem sjúkdómur. Raunar hefur sérfræðinefnd á vegum Amerísku læknasamtakanna (AMA) tekið þetta málefni upp tvisvar sinnum, fyrst árið 2005 og aftur 2013. Í bæði skiptin var komist að þeirri niðurstöðu að sjúkdómastimpillinn gæti haft í för með sér meiri skaða en ella og því væri ekki hægt að mæla með honum. Ekki hefur dregið úr skoðanaskiptum vegna þessa síðan og því með öllu ótímabært að slá sjúkdómastimplinum á holdafar þó að umfjöllun gærkvöldsins hafi ekki borið það með sér. Þyngdarhlutlaus nálgun (weight-neutral approach) er hin nálgunin að holdafari og jafnframt sú nálgun sem er talin hafa minnstan skaða í för með sér til að ná fram lýðheilsumarkmiðum. Þau fræðilegu sjónarhorn sem stuðst er við í þeirri nálgun eru ekki eingöngu læknisfræðileg heldur er einnig byggt á sjónarhorni félagsfræði, kynjafræði og sálfræði. Nálgunin er þannig þverfagleg og horfir hún á heildarmyndina frekar en einn eða tvo anga hennar. Fyrir nánari fræðilega umfjöllun um þessa nálgun bendum við á opið ákall okkur til heilbrigðisráðherra frá Degi líkamsvirðingar 13. mars sl.. Mikilvægt er að árétta að með þyngdarhlutlausu nálguninni er ekki dregin sú ályktun að engin heilsufarsleg áhætta sé af völdum offitu. Áhættan er vissulega til staðar og er það óumdeilanlegt. En með þyngdarhlutlausu nálguninni er horft heildstætt á þá áhrifaþætti sem að baki liggja og tekið tillit til þeirra allra þegar leitast er eftir því að draga úr áhættunni, ólíkt þyngdarmiðuðu nálguninni. Til að mynda vitum við að umfjöllun þar sem offita er sett upp sem brýnn lýðheilsuvandi, eins og við sáum í umfjöllun Kveiks, eykur fitufordóma meðal áhorfenda. Þegar umfjöllunarefnið er síðan hópur sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér er sérstaklega mikilvægt að vanda til verka. Við vitum nefnilega líka að fitufordómar auka líkur á snemmbæra dauða um heil 60% meðal þeirra sem fyrir þeim verða og nái að útskýra 27% af þróun lífstílssjúkdóma meðal feits fólks, sem hafa hingað til verið alfarið útskýrðir með sjálfri líkamsfitunni. Þá eru ótalin áhrif jaðarsetningar og kerfisbundinnar mismununar, en ef við ætlum að bera saman vægi áhrifaþátta á heilsufar feits fólks blikna t.d. áhrif mataræðis og hreyfingar samanborið við áhrif af ójöfnuði. Þegar við tölum um þann heilsufarslega skaða sem hlýst af offitu bera fitufordómar þannig ábyrgð á stórum hluta hans. Við þetta bætast aðrir fylgifiskar þyngdarmiðaðrar nálgunar, á borð við endurteknar og skaðlegar þyngdartapstilraunir, átraskanir og neikvæða líkamsmynd. Allt þættir sem hafa afgerandi og neikvæð áhrif á lýðheilsu. Það sem meira er að þá virðumst við eiga erfitt með að sjá skóginn fyrir trjánum þegar við horfum á hann í gegnum þyngdarmiðuð gleraugu. Sem stendur er engin umræða né fyrirætlaðar aðgerðir til að grípa þau 40% reykvískra ungmenna í kjörþyngd sem teljast í áhættu fyrir þróun lífstílssjúkdóma en fá enga athygli né aðstoð frá heilbrigðiskerfinu af þeirri einföldu ástæðu að áhættan sést ekki utan á þeim. Þyngdarhlutlaus nálgun dregur úr áðurnefndum áhrifaþáttum á borð við fitufordóma, þyngdartapstilraunir og átraskanir á meðan þyngdarmiðuð nálgun eykur við þá. Þyngdarhlutlausa nálgunin einblínir á þætti sem hafa meiri áhrif á heilsufar fólks en þyngd og nær þannig utan um okkur öll óháð holdafari og eflir lýðheilsu allra án formerkja eða skilyrða. Í því samhengi er talað um skaðaminnkandi nálgun að heilsufari. Undanfarna áratugi hefur átt sér stað ákveðin vakning meðal fræðafólks, heilbrigðisstarfsfólks sem og feits fólks sem fræðir um, rannsakar og tileinka sér þyngdarhlutlausa nálgun að eigin heilsufari. Oft er um að ræða einstaklinga sem hafa orðið fyrir óafturkræfum skaða af hálfu þyngdarmiðuðu nálgunarinnar og taka þeir því upplýsta ákvörðun um að snúa af þeirri braut. Þeir gera þar með kröfu um að heilbrigðisþjónusta þeirra fari fram á þeirra eigin forsendum og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur, eins og lög kveða á um. Reynsla og gagnreynd þekking sýnir okkur hinsvegar að svo góð er staðan ekki. Heilbrigðiskerfinu í heild sinni hefur mistekist að standa vörð um heilsu og mannréttindi feits fólks, algjörlega óháð því hvort það kýs hina þyngdarmiðuðu eða hlutlausu nálgun. Þannig hafa rannsóknir ítrekað sýnt fram á að viðhorf um að feitt fólk sé latt, óheiðarlegt, heimskt og að það skorti sjálfsaga séu algeng meðal heilbrigðisstarfsfólks. Það ver minni tíma með feitum sjúklingum en grennri í læknisskoðunum og eftir því sem sjúklingarnir eru feitari upplifir starfsfólk meiri pirring gagnvart þeim. Kerfisbundin mismunun kemur einnig fram í aðgengi að viðeigandi aðbúnaði innan heilbrigðisstofnana. Ef sloppar, blóðþrýstingsmælar, legubekkir, ýmis tól, tæki og jafnvel stólar í biðstofum eru ekki nægilega stórir gefur auga leið að ekki er unnt að veita öllum sem leita til heilbrigðiskerfisins fullnægjandi þjónustu. Þessi neikvæðu viðhorf og framkoma heilbrigðisstarfsfólks fer ekki fram hjá feitu fólki. Það upplifir vanvirðingu í sinn garð þegar það leitar sér læknisaðstoðar, að það sé ekki tekið alvarlega vegna þyngdar sinnar og að rót allra heilsufarsvandamála þeirra sé skellt á þyngdina. Það upplifir einnig að þyngdarmiðuðum úrræðum á borð við þyngdarstjórnun, lyfjameðferðir og offituaðgerðir sé þröngvað upp á það, að það fái ekki réttar upplýsingar um áhættu þessara úrræða og að sjálfsákvörðunarréttur sé þannig ekki virtur. Afleiðingarnar af þessu er að feitt fólk er ólíklegra til að sækja sér aðstoð heilbrigðiskerfisins. Ef fyrirhugaður starfshópur um offitu á vegum heilbrigðisráðuneytisins ætlar að ná árangri við að bæta lýðheilsu og endurvekja traust feits fólks til heilbrigðiskerfisins er grundvallaratriði að raunverulegt og einlægt samtal eigi sér stað um hvernig við getum tryggt mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt feits fólks, hvort sem það kýs þyngdarmiðaðað eða þyngdarhlutlausa nálgun að líkama sínum. Ef það er ekki gert er hætta á að sú gjá sem þegar er til staðar milli feitra notenda heilbrigðisþjónustu og heilbrigðiskerfisins dýpki enn frekar. Sá samfélagslegi og efnahagslegi kostnaður sem af því hlýst verður seint metinn í krónum. Um forvarnir og aðgerðir sem beinast að feitu fólki gilda sömu lögmál og um aðgerðir sem beinast að öðrum jaðarsettum hópum; ekkert um okkur án okkar! Hlustið á okkur, vinnið með okkur, endurbyggjum traust og eflum lýðheilsu okkar allra, óháð holdafari. Höfundur er formaður Samtaka um líkamsvirðingu og félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tara Margrét Vilhjálmsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi fór af stað fimmta þáttaröð fréttaskýringaþáttarins Kveiks og fjallaði fyrsti þátturinn meðal annars um offitu barna, með sérstakri áherslu á landsbyggðina. Þessi umræða skýtur upp kollinum með reglulegu millibili og er inntak hennar jafnan hversu „sláandi” og jafnvel „lamandi” tíðni offitu meðal íslenskra barna sé. Rýnt er í umhverfi og heilsuvenjur barna svo sem mataræði, hreyfingu og skjánotkun í leit að rót vandans, í því skyni að snúa honum við. Ánægjulegt var að sjá að fitufordómum var gefinn meiri gaumur í þætti gærkvöldsins. Það sem eftir stendur er þó að umfjöllunin var einhliða og skoðaði holdafar út frá aðeins einu sjónarhorni þegar þau eru í raun og veru tvö. Þyngdarmiðuð nálgun að heilsufari (weight-normative approach) er sú nálgun sem við flest þekkjum og sú sem er ráðandi í íslensku samfélagi. Þyngdarmiðuð nálgun lítur svo á að holdafar einstaklinga sé megin¬vandinn og að leysa megi þann vanda með því að draga úr líkamsþyngd. Markmið þessarar nálgunar er því að sjúkdómsvæða holdafar og opna þar með gáttir til að fjármagna og þróa meðferðir m.a. áhættusamar aðgerðir og lyfjameðferðir til að sporna við vandanum. Áhyggjur eru af því að þessi nálgun leiði til ofgreiningar á vanda og að óþarfa inngrip leiði til heilsufarslegs skaða og því eru miklar deilur innan læknastéttarinnar um það hvort offita skuli flokkast sem sjúkdómur. Raunar hefur sérfræðinefnd á vegum Amerísku læknasamtakanna (AMA) tekið þetta málefni upp tvisvar sinnum, fyrst árið 2005 og aftur 2013. Í bæði skiptin var komist að þeirri niðurstöðu að sjúkdómastimpillinn gæti haft í för með sér meiri skaða en ella og því væri ekki hægt að mæla með honum. Ekki hefur dregið úr skoðanaskiptum vegna þessa síðan og því með öllu ótímabært að slá sjúkdómastimplinum á holdafar þó að umfjöllun gærkvöldsins hafi ekki borið það með sér. Þyngdarhlutlaus nálgun (weight-neutral approach) er hin nálgunin að holdafari og jafnframt sú nálgun sem er talin hafa minnstan skaða í för með sér til að ná fram lýðheilsumarkmiðum. Þau fræðilegu sjónarhorn sem stuðst er við í þeirri nálgun eru ekki eingöngu læknisfræðileg heldur er einnig byggt á sjónarhorni félagsfræði, kynjafræði og sálfræði. Nálgunin er þannig þverfagleg og horfir hún á heildarmyndina frekar en einn eða tvo anga hennar. Fyrir nánari fræðilega umfjöllun um þessa nálgun bendum við á opið ákall okkur til heilbrigðisráðherra frá Degi líkamsvirðingar 13. mars sl.. Mikilvægt er að árétta að með þyngdarhlutlausu nálguninni er ekki dregin sú ályktun að engin heilsufarsleg áhætta sé af völdum offitu. Áhættan er vissulega til staðar og er það óumdeilanlegt. En með þyngdarhlutlausu nálguninni er horft heildstætt á þá áhrifaþætti sem að baki liggja og tekið tillit til þeirra allra þegar leitast er eftir því að draga úr áhættunni, ólíkt þyngdarmiðuðu nálguninni. Til að mynda vitum við að umfjöllun þar sem offita er sett upp sem brýnn lýðheilsuvandi, eins og við sáum í umfjöllun Kveiks, eykur fitufordóma meðal áhorfenda. Þegar umfjöllunarefnið er síðan hópur sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér er sérstaklega mikilvægt að vanda til verka. Við vitum nefnilega líka að fitufordómar auka líkur á snemmbæra dauða um heil 60% meðal þeirra sem fyrir þeim verða og nái að útskýra 27% af þróun lífstílssjúkdóma meðal feits fólks, sem hafa hingað til verið alfarið útskýrðir með sjálfri líkamsfitunni. Þá eru ótalin áhrif jaðarsetningar og kerfisbundinnar mismununar, en ef við ætlum að bera saman vægi áhrifaþátta á heilsufar feits fólks blikna t.d. áhrif mataræðis og hreyfingar samanborið við áhrif af ójöfnuði. Þegar við tölum um þann heilsufarslega skaða sem hlýst af offitu bera fitufordómar þannig ábyrgð á stórum hluta hans. Við þetta bætast aðrir fylgifiskar þyngdarmiðaðrar nálgunar, á borð við endurteknar og skaðlegar þyngdartapstilraunir, átraskanir og neikvæða líkamsmynd. Allt þættir sem hafa afgerandi og neikvæð áhrif á lýðheilsu. Það sem meira er að þá virðumst við eiga erfitt með að sjá skóginn fyrir trjánum þegar við horfum á hann í gegnum þyngdarmiðuð gleraugu. Sem stendur er engin umræða né fyrirætlaðar aðgerðir til að grípa þau 40% reykvískra ungmenna í kjörþyngd sem teljast í áhættu fyrir þróun lífstílssjúkdóma en fá enga athygli né aðstoð frá heilbrigðiskerfinu af þeirri einföldu ástæðu að áhættan sést ekki utan á þeim. Þyngdarhlutlaus nálgun dregur úr áðurnefndum áhrifaþáttum á borð við fitufordóma, þyngdartapstilraunir og átraskanir á meðan þyngdarmiðuð nálgun eykur við þá. Þyngdarhlutlausa nálgunin einblínir á þætti sem hafa meiri áhrif á heilsufar fólks en þyngd og nær þannig utan um okkur öll óháð holdafari og eflir lýðheilsu allra án formerkja eða skilyrða. Í því samhengi er talað um skaðaminnkandi nálgun að heilsufari. Undanfarna áratugi hefur átt sér stað ákveðin vakning meðal fræðafólks, heilbrigðisstarfsfólks sem og feits fólks sem fræðir um, rannsakar og tileinka sér þyngdarhlutlausa nálgun að eigin heilsufari. Oft er um að ræða einstaklinga sem hafa orðið fyrir óafturkræfum skaða af hálfu þyngdarmiðuðu nálgunarinnar og taka þeir því upplýsta ákvörðun um að snúa af þeirri braut. Þeir gera þar með kröfu um að heilbrigðisþjónusta þeirra fari fram á þeirra eigin forsendum og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur, eins og lög kveða á um. Reynsla og gagnreynd þekking sýnir okkur hinsvegar að svo góð er staðan ekki. Heilbrigðiskerfinu í heild sinni hefur mistekist að standa vörð um heilsu og mannréttindi feits fólks, algjörlega óháð því hvort það kýs hina þyngdarmiðuðu eða hlutlausu nálgun. Þannig hafa rannsóknir ítrekað sýnt fram á að viðhorf um að feitt fólk sé latt, óheiðarlegt, heimskt og að það skorti sjálfsaga séu algeng meðal heilbrigðisstarfsfólks. Það ver minni tíma með feitum sjúklingum en grennri í læknisskoðunum og eftir því sem sjúklingarnir eru feitari upplifir starfsfólk meiri pirring gagnvart þeim. Kerfisbundin mismunun kemur einnig fram í aðgengi að viðeigandi aðbúnaði innan heilbrigðisstofnana. Ef sloppar, blóðþrýstingsmælar, legubekkir, ýmis tól, tæki og jafnvel stólar í biðstofum eru ekki nægilega stórir gefur auga leið að ekki er unnt að veita öllum sem leita til heilbrigðiskerfisins fullnægjandi þjónustu. Þessi neikvæðu viðhorf og framkoma heilbrigðisstarfsfólks fer ekki fram hjá feitu fólki. Það upplifir vanvirðingu í sinn garð þegar það leitar sér læknisaðstoðar, að það sé ekki tekið alvarlega vegna þyngdar sinnar og að rót allra heilsufarsvandamála þeirra sé skellt á þyngdina. Það upplifir einnig að þyngdarmiðuðum úrræðum á borð við þyngdarstjórnun, lyfjameðferðir og offituaðgerðir sé þröngvað upp á það, að það fái ekki réttar upplýsingar um áhættu þessara úrræða og að sjálfsákvörðunarréttur sé þannig ekki virtur. Afleiðingarnar af þessu er að feitt fólk er ólíklegra til að sækja sér aðstoð heilbrigðiskerfisins. Ef fyrirhugaður starfshópur um offitu á vegum heilbrigðisráðuneytisins ætlar að ná árangri við að bæta lýðheilsu og endurvekja traust feits fólks til heilbrigðiskerfisins er grundvallaratriði að raunverulegt og einlægt samtal eigi sér stað um hvernig við getum tryggt mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt feits fólks, hvort sem það kýs þyngdarmiðaðað eða þyngdarhlutlausa nálgun að líkama sínum. Ef það er ekki gert er hætta á að sú gjá sem þegar er til staðar milli feitra notenda heilbrigðisþjónustu og heilbrigðiskerfisins dýpki enn frekar. Sá samfélagslegi og efnahagslegi kostnaður sem af því hlýst verður seint metinn í krónum. Um forvarnir og aðgerðir sem beinast að feitu fólki gilda sömu lögmál og um aðgerðir sem beinast að öðrum jaðarsettum hópum; ekkert um okkur án okkar! Hlustið á okkur, vinnið með okkur, endurbyggjum traust og eflum lýðheilsu okkar allra, óháð holdafari. Höfundur er formaður Samtaka um líkamsvirðingu og félagsráðgjafi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun