Reikna með töluverðum áhrifum á ferðaþjónustuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2021 12:00 Bjarnheiður Hallsdóttir fagnar því að Ísland sé loks komið af rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna. Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, fagnar því að Ísland sé ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og reiknar með því að breytingarnar muni hafa töluverð áhrif í för með sér. Um sé að ræða stærsta og einn mikilvægasta hóp ferðamanna hér á landi. „Þetta hafa verið um fimmtíu prósent af þeim ferðamönnum sem koma til landsins núna á þessu ári. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægur hópur og því er þetta mjög jákvætt að þetta skuli hafa gerst núna,“ segir Bjarnheiður. Ísland var sett í fjórða og efsta áhættuflokk stofnunarinnar í ágúst, sem þýddi að Bandaríkjamönnum var ráðlagt frá því að ferðast til landsins. Ísland er nú í þriðja flokki, sem er appelsínugulur, sem þýðir að Bandaríkjamenn eru beðnir um að hugsa sig um áður en þeir ferðast hingað og ekki gera það nema þeir séu fullbólusettir, því hætta sé á að þeir smitist af kórónuveirunni.„Þeir sem best þekkja til reikna með að þetta hafi kostað okkur 20 til 30 prósent af nýjum bókunum. Og þetta hafði sömuleiðis slæm áhrif a hópferðir þannig að það dró verulega úr komum hópa á ákveðnum tíma út af þessu. En vissulega voru margir sem létu þetta sem vind um eyru þjóta og komu samt.“ Bjarnheiður segir að þrátt fyrir að Ísland sé enn í áhættuflokki, þá sé þarna verið að ryðja annarri hindrun úr vegi, sem sé mjög jákvætt. „Við reiknum með að þetta hafi töluverð áhrif þannig að það verði töluvert meiri eftirspurn frá Bandaríkjunum en við vorum að horfa fram á þannig að við gerum okkur vonir um að Bandaríkjamenn verði enn þá öflugri núna á næstu mánuðum. Og veitir ekki af, því að við erum ekki búin að ná fullum styrk enn þá og töluvert í það virðist vera.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
„Þetta hafa verið um fimmtíu prósent af þeim ferðamönnum sem koma til landsins núna á þessu ári. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægur hópur og því er þetta mjög jákvætt að þetta skuli hafa gerst núna,“ segir Bjarnheiður. Ísland var sett í fjórða og efsta áhættuflokk stofnunarinnar í ágúst, sem þýddi að Bandaríkjamönnum var ráðlagt frá því að ferðast til landsins. Ísland er nú í þriðja flokki, sem er appelsínugulur, sem þýðir að Bandaríkjamenn eru beðnir um að hugsa sig um áður en þeir ferðast hingað og ekki gera það nema þeir séu fullbólusettir, því hætta sé á að þeir smitist af kórónuveirunni.„Þeir sem best þekkja til reikna með að þetta hafi kostað okkur 20 til 30 prósent af nýjum bókunum. Og þetta hafði sömuleiðis slæm áhrif a hópferðir þannig að það dró verulega úr komum hópa á ákveðnum tíma út af þessu. En vissulega voru margir sem létu þetta sem vind um eyru þjóta og komu samt.“ Bjarnheiður segir að þrátt fyrir að Ísland sé enn í áhættuflokki, þá sé þarna verið að ryðja annarri hindrun úr vegi, sem sé mjög jákvætt. „Við reiknum með að þetta hafi töluverð áhrif þannig að það verði töluvert meiri eftirspurn frá Bandaríkjunum en við vorum að horfa fram á þannig að við gerum okkur vonir um að Bandaríkjamenn verði enn þá öflugri núna á næstu mánuðum. Og veitir ekki af, því að við erum ekki búin að ná fullum styrk enn þá og töluvert í það virðist vera.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira