Mæta til leiks í úrslit Þjóðadeildarinnar ósigraðir í 37 leikjum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 13:30 Roberto Mancini mætir til Ítalíu með Evrópumeistarabikarinn sem ítalska landsliðið vann á Wembley í sumar. Ítalar geta núna unnið annan bikar í þessari viku þegar spilað er til úrslita í Þjóðadeildinni. EPA-EFE/TELENEWS Ítalir gætu unnið sinn annan titil á þessu ári þegar úrslitaleikir Þjóðadeildarinnar fara fram í vikunni. Ítalska liðið er á heimavelli og hefur ekki tapað leik í þrjú ár. Ítalir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar eftir 3-2 sigur á Englendingum í vítakeppni í úrslitaleik EM á Wembley. Í kvöld mæta þeir Spánverjum á San Siro í Mílanó í fyrri undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar en sigurvegarinn mætir annaðhvort Belgíu og Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Hinn undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Portúgalar urðu fyrstir til að vinna Þjóðadeildartitilinn þegar keppt var um hann í fyrsta sinn sumarið 2019. Þeir komust aftur á móti ekki í úrslitakeppnina nú. EURO 2020 winners World record 37 games unbeaten 2021 Nations League finals hosts Sum up Italy under Roberto Mancini in one word!#NationsLeague pic.twitter.com/C4HeTGI0fL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 5, 2021 Ítalska landsliðið tapaði ekki leik á EM og hefur alls leikið 37 leiki í röð án þess að tapa. Síðasti tapleikurinn kom á móti Portúgal í september 2018. Ítalir og Spánverjar mættust líka í undanúrslitum á EM í sumar og þar vann ítalska liðið í vítakeppni. „Spánn var það lið sem við áttum í mestum erfiðleikum með á EM í sumar. Það yrði stórkostlegt ef við gætum fylgt eftir sigra á Evrópumótinu með því að vinna Þjóðadeildina og tryggja okkur síðan inn á HM snemma. Það verður ekki auðvelt því allir leikir koma með sína erfiðleika,“ sagði Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins en hann hefur gert ótrúlega hluti með þetta lið. We need to go even faster : Mancini fires up Italy before Spain rematch | Nicky Bandini https://t.co/GwxZEmlwTx— The Guardian (@guardian) October 6, 2021 „Það var þegar mjög spennandi verkefni fyrir okkur fyrir EM að mæta Ítalíu á Ítalíu í undanúrslitum,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Spánverja, en svo bættist við sárgrætilegt tap í vítakeppni á móti Ítölum á EM í sumar. „Ég myndi elska það að vinna þessa keppni. Þetta verður mjög áhugaverður leikur. Að sjá hvernig frammistöðu við getum boðið upp á fyrir framan meirihluta ítalska stuðningsmanna og á móti ríkjandi Evrópumeisturum,“ sagði Enrique. Leikur Ítalíu og Spánar hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Ítalir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar eftir 3-2 sigur á Englendingum í vítakeppni í úrslitaleik EM á Wembley. Í kvöld mæta þeir Spánverjum á San Siro í Mílanó í fyrri undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar en sigurvegarinn mætir annaðhvort Belgíu og Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Hinn undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Portúgalar urðu fyrstir til að vinna Þjóðadeildartitilinn þegar keppt var um hann í fyrsta sinn sumarið 2019. Þeir komust aftur á móti ekki í úrslitakeppnina nú. EURO 2020 winners World record 37 games unbeaten 2021 Nations League finals hosts Sum up Italy under Roberto Mancini in one word!#NationsLeague pic.twitter.com/C4HeTGI0fL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 5, 2021 Ítalska landsliðið tapaði ekki leik á EM og hefur alls leikið 37 leiki í röð án þess að tapa. Síðasti tapleikurinn kom á móti Portúgal í september 2018. Ítalir og Spánverjar mættust líka í undanúrslitum á EM í sumar og þar vann ítalska liðið í vítakeppni. „Spánn var það lið sem við áttum í mestum erfiðleikum með á EM í sumar. Það yrði stórkostlegt ef við gætum fylgt eftir sigra á Evrópumótinu með því að vinna Þjóðadeildina og tryggja okkur síðan inn á HM snemma. Það verður ekki auðvelt því allir leikir koma með sína erfiðleika,“ sagði Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins en hann hefur gert ótrúlega hluti með þetta lið. We need to go even faster : Mancini fires up Italy before Spain rematch | Nicky Bandini https://t.co/GwxZEmlwTx— The Guardian (@guardian) October 6, 2021 „Það var þegar mjög spennandi verkefni fyrir okkur fyrir EM að mæta Ítalíu á Ítalíu í undanúrslitum,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Spánverja, en svo bættist við sárgrætilegt tap í vítakeppni á móti Ítölum á EM í sumar. „Ég myndi elska það að vinna þessa keppni. Þetta verður mjög áhugaverður leikur. Að sjá hvernig frammistöðu við getum boðið upp á fyrir framan meirihluta ítalska stuðningsmanna og á móti ríkjandi Evrópumeisturum,“ sagði Enrique. Leikur Ítalíu og Spánar hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Ítalski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira