Segir leikinn í kvöld hjálpa landsliðinu eftir tíu ár og rifjar upp sögu frá Hvolsvelli Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2021 13:01 Leikmenn Breiðabliks eru fyrirmyndir fyrir stelpur sem gætu tekið við af þeim sem landsliðskonur í framtíðinni. Hér eru Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Karitas Tómasdóttir, Taylor Ziemer og fleiri á æfingu í gær. VÍSIR/VILHELM Ætli verðandi fulltrúar Íslands á HM 2031 í fótbolta verði meðal áhorfenda á Kópavogsvelli í kvöld? Úlfar Hinriksson, yfirmaður afreksþjálfunar hjá Breiðabliki, er í það minnsta sannfærður um að leikir Breiðabliks við PSG, Real Madrid og Kharkiv hjálpi íslenska kvennalandsliðinu í framtíðinni. Breiðablik mætir franska stórliðinu PSG á Kópavogsvelli klukkan 19 í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að íslensku bikarmeistararnir munu fá góðan stuðning því nánast er orðið uppselt á leikinn á tix.is. Vefmiðillinn vinsæli Goal.com fjallar um Breiðablik í aðdraganda leiksins og á meðal viðmælenda er Úlfar sem er sannfærður um að það reynist dýrmætt að ungir krakkar fái að sjá stórleiki. „Þetta mun hjálpa landsliðinu eftir tíu ár því þá fáum við að sjá leikmenn sem hafa eignast fyrirmyndir í Meistaradeildinni. Svona lagað hefur gerst áður,“ sagði Úlfar og rifjaði því til stuðnings upp þegar fjórar stelpur úr Knattspyrnufélagi Rangæinga mættu á æfingu hjá honum í U17-landsliðinu. Boltasækjararnir komust í landsliðið „Árið 2012 valdi ég fjórar stelpur [í U17-landsliðið] úr þremur ólíkum félögum, en þegar ég fór að tala við þær kom í ljós að þær voru allar frá sama 800 manna bænum á suðurlandi,“ sagði Úlfur og átti þar við Hvolsvöll. „Það er ótrúlegt. Þær voru allar saman í bekk,“ bætti Úlfar við. Stelpurnar sem um ræðir eru þær Hrafnhildur Hauksdóttir, Katrín Rúnarsdóttir, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Sabrína Lind Adolfsdóttir, allar fæddar 1996. „Það sem hafði líklega mest áhrif fyrir þær var að það voru spilaðir U17-landsleikir í bænum þeirra á sínum tíma. Hverjar voru boltasækjarar á leikjunum? Þú áttir kollgátuna,“ sagði Úlfar við Goal.com. KFR átti fjóra fulltrúa í U17-landsliðinu árið 2012 sem allar voru saman í bekk í Hvolsskóla. Þær voru boltasækjarar á leikjum Þýskalands og Noregs, og Þýskalands og Íslands, á Opna Norðurlandamóti U17 árið 2008.hvolsvollur.is Opna Norðurlandamótið hjá U17-landsliðum kvenna fór nefnilega að hluta til fram á Hvolsvelli sumarið 2008 þar sem Þýskaland og Noregur mættust sem og Þýskaland og Ísland. Samtals spiluðu boltasækjararnir fjórir 51 leik fyrir yngri landslið Íslands. Hrafnhildur var sú eina af þeim sem endaði á að spila fyrir A-landsliðið en hún lék fjóra leiki fyrir það. Núverandi A-landsliðskonan Karitas Tómasdóttir, einnig úr KFR, er svo ári eldri en hinar fjórar fyrrnefndu. Karitas, sem spilar með Blikum gegn PSG í kvöld, varð fyrr á þessu ári fimmti uppaldi leikmaður KFR til að spila fyrir A-landslið Íslands. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Breiðablik mætir franska stórliðinu PSG á Kópavogsvelli klukkan 19 í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að íslensku bikarmeistararnir munu fá góðan stuðning því nánast er orðið uppselt á leikinn á tix.is. Vefmiðillinn vinsæli Goal.com fjallar um Breiðablik í aðdraganda leiksins og á meðal viðmælenda er Úlfar sem er sannfærður um að það reynist dýrmætt að ungir krakkar fái að sjá stórleiki. „Þetta mun hjálpa landsliðinu eftir tíu ár því þá fáum við að sjá leikmenn sem hafa eignast fyrirmyndir í Meistaradeildinni. Svona lagað hefur gerst áður,“ sagði Úlfar og rifjaði því til stuðnings upp þegar fjórar stelpur úr Knattspyrnufélagi Rangæinga mættu á æfingu hjá honum í U17-landsliðinu. Boltasækjararnir komust í landsliðið „Árið 2012 valdi ég fjórar stelpur [í U17-landsliðið] úr þremur ólíkum félögum, en þegar ég fór að tala við þær kom í ljós að þær voru allar frá sama 800 manna bænum á suðurlandi,“ sagði Úlfur og átti þar við Hvolsvöll. „Það er ótrúlegt. Þær voru allar saman í bekk,“ bætti Úlfar við. Stelpurnar sem um ræðir eru þær Hrafnhildur Hauksdóttir, Katrín Rúnarsdóttir, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Sabrína Lind Adolfsdóttir, allar fæddar 1996. „Það sem hafði líklega mest áhrif fyrir þær var að það voru spilaðir U17-landsleikir í bænum þeirra á sínum tíma. Hverjar voru boltasækjarar á leikjunum? Þú áttir kollgátuna,“ sagði Úlfar við Goal.com. KFR átti fjóra fulltrúa í U17-landsliðinu árið 2012 sem allar voru saman í bekk í Hvolsskóla. Þær voru boltasækjarar á leikjum Þýskalands og Noregs, og Þýskalands og Íslands, á Opna Norðurlandamóti U17 árið 2008.hvolsvollur.is Opna Norðurlandamótið hjá U17-landsliðum kvenna fór nefnilega að hluta til fram á Hvolsvelli sumarið 2008 þar sem Þýskaland og Noregur mættust sem og Þýskaland og Ísland. Samtals spiluðu boltasækjararnir fjórir 51 leik fyrir yngri landslið Íslands. Hrafnhildur var sú eina af þeim sem endaði á að spila fyrir A-landsliðið en hún lék fjóra leiki fyrir það. Núverandi A-landsliðskonan Karitas Tómasdóttir, einnig úr KFR, er svo ári eldri en hinar fjórar fyrrnefndu. Karitas, sem spilar með Blikum gegn PSG í kvöld, varð fyrr á þessu ári fimmti uppaldi leikmaður KFR til að spila fyrir A-landslið Íslands.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti