Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2021 11:56 Stjórnarflokkarnir bættu í meirihluta sinn á Alþingi í kosningunum hinn 25. september. Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í morgun til að ræða grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru þau að fara yfir helstu áherslur flokkanna í kosnningabaráttunni og leggja línurnar í öllum helstu málaflokkum og meta hvar gæti steitt á steini á milli flokkanna. Það mun að öllum líkindum taka tvær til þrjár vikur að koma saman stjórnarsáttmála jafnvel þótt allt gangi upp. En kærumál vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum hinn 25. september eru ekki til að einfalda málin. Samkvæmt lögum er kærufrestur vegna kosninga fjórar vikur frá því að landskjörstjórn hefur birt auglýsingu í Stjórnartíðindum um niðurstöður kosninganna og gefið út kjörbréf til þingmanna. Kærufresturinn er hins vegar styttri hafi þing komið saman fyrir lok kærufrestsins. Það er aftur á móti ekki líklegt að stjórnarflokkarnir vilji ljúka stjórnarmyndunarviðræðum áður en afstaða kjörbréfanefndar og síðan Allþingis í atkvæðagreiðslu til kæranna liggur fyrir þar sem uppkosning gæti breytt samsetningu þingflokka verði það niðurstaðan að boða til þeirra. Samkvæmt lögum á líka að leggja fjárlagafrumvarp fram á fyrsta fundi Alþingis. Sá möguleiki hefur þó verið nefndur að boða megi til fyrsta þinfundar til að taka fyrir kjörbréfamálin og fresta síðan fundi eftir afgreiðslu þeirra. Þannig þyrfti ekki að ræða fjárlagafrumvarp á sama tíma og kjörgengi þingmanna væri afgreitt. Undirbúningskjörnefnd sem hóf störf á mánudag fundar aftur á morgun. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar sagði í fréttum okkar í gær að til greina kæmi að fundir nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum, nema þegar verið væri að ræða trúnaðarmál. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í morgun til að ræða grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru þau að fara yfir helstu áherslur flokkanna í kosnningabaráttunni og leggja línurnar í öllum helstu málaflokkum og meta hvar gæti steitt á steini á milli flokkanna. Það mun að öllum líkindum taka tvær til þrjár vikur að koma saman stjórnarsáttmála jafnvel þótt allt gangi upp. En kærumál vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum hinn 25. september eru ekki til að einfalda málin. Samkvæmt lögum er kærufrestur vegna kosninga fjórar vikur frá því að landskjörstjórn hefur birt auglýsingu í Stjórnartíðindum um niðurstöður kosninganna og gefið út kjörbréf til þingmanna. Kærufresturinn er hins vegar styttri hafi þing komið saman fyrir lok kærufrestsins. Það er aftur á móti ekki líklegt að stjórnarflokkarnir vilji ljúka stjórnarmyndunarviðræðum áður en afstaða kjörbréfanefndar og síðan Allþingis í atkvæðagreiðslu til kæranna liggur fyrir þar sem uppkosning gæti breytt samsetningu þingflokka verði það niðurstaðan að boða til þeirra. Samkvæmt lögum á líka að leggja fjárlagafrumvarp fram á fyrsta fundi Alþingis. Sá möguleiki hefur þó verið nefndur að boða megi til fyrsta þinfundar til að taka fyrir kjörbréfamálin og fresta síðan fundi eftir afgreiðslu þeirra. Þannig þyrfti ekki að ræða fjárlagafrumvarp á sama tíma og kjörgengi þingmanna væri afgreitt. Undirbúningskjörnefnd sem hóf störf á mánudag fundar aftur á morgun. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar sagði í fréttum okkar í gær að til greina kæmi að fundir nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum, nema þegar verið væri að ræða trúnaðarmál.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36
Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15