31 greindist smitaður í gær Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. október 2021 10:50 Covid sýnataka á Suðurlandsbraut hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Alls greindist 31 einstaklingur með kórónaveiruna innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 20 óbólusettir. Fimmtán einstaklingar voru utan sóttkvíar við greiningu. Einstaklingum í einangrun með virkt smit fækkar lítilega milli daga en nú eru 369 í einangrun. Í sóttkví fjölgar aftur á móti um rúmlega 150 manns og eru nú 1.969 í sóttkví. Hátt í 1.600 sýni voru tekin innanlands í gær. Í fyrradag greindust 25 einstaklingar innanlands en af þeim voru sjö utan sóttkvíar við greiningu. Meirihluti var þá óbólusettur en alls voru átta fullbólusettir. Einn greindist með virkt smit á landamærunum í gær en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í tveim sýnum til viðbótar. Í heildina voru rúmlega 1.200 sýni tekin á landamærunum í gær og eru nú 475 í skimunarsóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra í gærmorgun með tillögur að áframhaldandi aðgerðum innanlands vegna kórónuveirunnar. Í samtali við Vísi í gær ítrekaði Þórólfur að það þyrfti að fara hægt í sakirnar en vildi ekki gefa upp hvað fælist í hans tillögum. Núverandi aðgerðir renna út á miðnætti á morgun, miðvikudaginn 6. október. Nú er í gildi 500 manna samkomubann á landinu öllu en þó er heimilt að halda 1500 manna viðburði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá er í gildi eins metra nálægðarregla og grímuskylda innandyra þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07 Þórólfur skilaði minnisblaði í morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands í morgun. Hann vill ekkert upplýsa um tillögur sínar en ítrekar það sem komið hefur fram í máli hans síðustu daga; að honum þyki skynsamlegt að fara hægt í afléttingar. 4. október 2021 11:19 25 greindust með veiruna í gær Í gær greindust 25 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands. Af þeim sem greindust voru 22 með einkenni en þrír greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. 4. október 2021 10:54 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Sjá meira
Einstaklingum í einangrun með virkt smit fækkar lítilega milli daga en nú eru 369 í einangrun. Í sóttkví fjölgar aftur á móti um rúmlega 150 manns og eru nú 1.969 í sóttkví. Hátt í 1.600 sýni voru tekin innanlands í gær. Í fyrradag greindust 25 einstaklingar innanlands en af þeim voru sjö utan sóttkvíar við greiningu. Meirihluti var þá óbólusettur en alls voru átta fullbólusettir. Einn greindist með virkt smit á landamærunum í gær en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í tveim sýnum til viðbótar. Í heildina voru rúmlega 1.200 sýni tekin á landamærunum í gær og eru nú 475 í skimunarsóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra í gærmorgun með tillögur að áframhaldandi aðgerðum innanlands vegna kórónuveirunnar. Í samtali við Vísi í gær ítrekaði Þórólfur að það þyrfti að fara hægt í sakirnar en vildi ekki gefa upp hvað fælist í hans tillögum. Núverandi aðgerðir renna út á miðnætti á morgun, miðvikudaginn 6. október. Nú er í gildi 500 manna samkomubann á landinu öllu en þó er heimilt að halda 1500 manna viðburði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá er í gildi eins metra nálægðarregla og grímuskylda innandyra þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07 Þórólfur skilaði minnisblaði í morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands í morgun. Hann vill ekkert upplýsa um tillögur sínar en ítrekar það sem komið hefur fram í máli hans síðustu daga; að honum þyki skynsamlegt að fara hægt í afléttingar. 4. október 2021 11:19 25 greindust með veiruna í gær Í gær greindust 25 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands. Af þeim sem greindust voru 22 með einkenni en þrír greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. 4. október 2021 10:54 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Sjá meira
Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 4. október 2021 13:07
Þórólfur skilaði minnisblaði í morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands í morgun. Hann vill ekkert upplýsa um tillögur sínar en ítrekar það sem komið hefur fram í máli hans síðustu daga; að honum þyki skynsamlegt að fara hægt í afléttingar. 4. október 2021 11:19
25 greindust með veiruna í gær Í gær greindust 25 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands. Af þeim sem greindust voru 22 með einkenni en þrír greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. 4. október 2021 10:54