Með þeim í geimflauginni er geimfarinn Anton Shkaplerov.
Hópnum var skotið á loft frá Baikonur í Kasakstan og eru þau nú á braut um jörðu. Áætlað er að Soyus MS-19 geimflaug þeirra tengist geimstöðinni í hádeginu.
Myndin sem taka á upp í geimnum heitir The Challenge og fjallar um skurðlækni sem þarf að framkvæma skurðaðgerð á geimfara sem er of veikur til að verða sendur til jarðar.
The Soyuz MS-19 rocket with three Russian crewmates aboard launched at 4:55am ET today to the station under clear blues skies in Kazakhstan. More... https://t.co/2DQhh85Gjg pic.twitter.com/NCiF4pNHn6
— International Space Station (@Space_Station) October 5, 2021
Peresild og Shipenko munu svo snúa aftur til jarðar þann 17. október. Það gera þau á öðru Soyuz geimfari en notað verður til að flytja þau til geimstöðvarinnar og með geimfaranum Oleg Novitskiy. Hann er núna um borð í geimstöðinni og hefur verið frá því í apríl.
Fleiri borgarar eru á leið til geimstöðvarinnar á næstu vikum og mánuðum.
Sjá einnig: Hefja tökur í geimnum í næstu viku
The #SoyuzMS19 spacecraft successfully reaches orbit
— (@roscosmos) October 5, 2021
Cosmonaut @Anton_Astrey and spaceflight participants Yulia Peresild and Klim Shipenko are on their way to the International Space Station! The docking will take place in 3 hours - at 12:12 UTC. pic.twitter.com/viEeHHVovH

Hægt verður að fylgjast með geimferðinni á Youtube-rás Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna í dag. Eins og áður segir er áætlað að geimfarið nái til geimstöðvarinnar um hádegið í dag.