Sértrúarsöfnuður og skuggalegt mótorhjólagengi í nýrri stiklu fyrir Ófærð 3 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. október 2021 16:46 Í sýnishorni úr Ófærð 3 má sjá stórskotalið úr íslensku leikarastéttinni. RVK Studios Í stiklu fyrir þriðju þáttaröðina af Ófærð má sjá lögregluteymið Andra og Hinriku taka höndum saman að nýju við rannsókn á flóknu morðmáli í samstarfi við Trausta, yfirmann Andra. „Eftir átakamikla atburði, sem gengið hafa nærri honum, hefur Andri nú fært sig um set innan lögreglunnar og farinn að sinna rannsókn efnahagsbrota. Sestur við skrifborð og telur sig kominn í þægilega innivinnu. En þegar ungur maður finnst myrtur í hópi sértrúarsafnaðar norður í landi, finnur Andri sig knúinn til að leggja rannsókninni lið,“ segir um nýju þáttaröðina. Ólafur Darri Ólafsson og Ilmur Kristjánsdóttir fara sem fyrr með hlutverk Andra og Hinriku. Björn Hlynur Haraldsson leikur Trausta en einnig koma fram leikarar eins og Egill Ólafsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Íris Tanja Flygenring, Guðjón Pedersen og Þorsteinn Gunnarsson, sem á nú endurkomu, en Þorsteinn fór á kostum sem tengdafaðir Andra í fyrstu þáttaröðinni. Danski stórleikarinn Thomas Bo Larsen, leikur einnig stórt hlutverk í þáttunum, sem forsprakki dansks mótorhjólagengis, sem kemur til landsins með Norrænu og skapar ótta meðal bæjarbúa. Ófærð er sem fyrr framleidd af RVK Studios. Baltasar Kormákur er aðalframleiðandi þáttanna. Leikstjórar ásamt honum eru þau Börkur Sigþórsson og Katrín Björgvinsdóttir. Þættirnir eru framleiddir í samstarfi við RÚV, ZDF Entertainment og Netflix með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Eftir átakamikla atburði, sem gengið hafa nærri honum, hefur Andri nú fært sig um set innan lögreglunnar og farinn að sinna rannsókn efnahagsbrota. Sestur við skrifborð og telur sig kominn í þægilega innivinnu. En þegar ungur maður finnst myrtur í hópi sértrúarsafnaðar norður í landi, finnur Andri sig knúinn til að leggja rannsókninni lið,“ segir um nýju þáttaröðina. Ólafur Darri Ólafsson og Ilmur Kristjánsdóttir fara sem fyrr með hlutverk Andra og Hinriku. Björn Hlynur Haraldsson leikur Trausta en einnig koma fram leikarar eins og Egill Ólafsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Íris Tanja Flygenring, Guðjón Pedersen og Þorsteinn Gunnarsson, sem á nú endurkomu, en Þorsteinn fór á kostum sem tengdafaðir Andra í fyrstu þáttaröðinni. Danski stórleikarinn Thomas Bo Larsen, leikur einnig stórt hlutverk í þáttunum, sem forsprakki dansks mótorhjólagengis, sem kemur til landsins með Norrænu og skapar ótta meðal bæjarbúa. Ófærð er sem fyrr framleidd af RVK Studios. Baltasar Kormákur er aðalframleiðandi þáttanna. Leikstjórar ásamt honum eru þau Börkur Sigþórsson og Katrín Björgvinsdóttir. Þættirnir eru framleiddir í samstarfi við RÚV, ZDF Entertainment og Netflix með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira