Arnar Davíð í öðru sæti í móti á evrópsku mótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2021 16:31 Arnar Davíð Jónsson. Mynd/Keilusamband Íslands Arnar Davíð Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur náði flottum árangri á evrópsku mótaröðinni í keilu um helgina. Arnar varð þá í öðru sæti á Brunswick Open 2021 mótinu í Wittelsheim í Frakklandi en mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Arnar Davíð hafði komið sér upp í fyrsta sætið fyrir lokaúrslitin en tapaði þar gegn Svíanum Carl Eklund í tveimur leikjum fyrst 245 gegn 244 og svo 213 gegn 258. Þetta er engu að síður góður árangur hjá Arnari Davíð sem er aftur farinn að minna á sig síðan að hann vann evrópsku mótaröðina 2019 fyrstur Íslendinga og varð í framhaldinu fimmti í kjöri Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Arnar Davíð endaði í 26. sæti forkeppni mótsins með 1.411 seríu eða 235,17 í meðaltal og tryggði sig þar með inn í úrslitakeppnina. Það er einmitt í úrslitakeppninni þar sem Arnar Davíð er alla jafna í essinu sínu og þar vann hann sig jafnt og þétt upp listann. Í úrslitastigi eitt af fimm vann Arnar Davíð sig upp í sautjánda sæti með 220,5 í meðaltal eftir fjóra leiki. Í úrslitastigi tvö vann hann sig enn ofar og endaði í sjöunda sæti með 247,75 í meðaltal eftir fjóra leiki. Arnar Davíð fór niður í áttunda sætið í úrslitastigi þrjú með meðaltal upp á 232,0 en það var síðasta sætið sem gaf rétt á loka úrslitastiginu. Arnar Davíð var aftur á móti í miklu stuði í fjórða og síðasta úrslitastiginu og kom sér í efsta sætið með frábærri spilamennsku með 242,0 í meðaltal í sjö leikjum. Efstu tveir léki svo til úrslita í mótinu og þar hafði eins og áður sagði Svíinn Carl Eklund betur. Arnar fékk fimm þúsund evrur fyrir silfrið eða 753 þúsund íslenskar krónur. Nú er skammt er á milli móta hjá Arnari nú þegar mótaröðin virðist vera að komast í eðlilegt horf. Næsta mót Opna norska mótið hefst um komandi helgi og mun Arnar Davíð keppa seinni helgina á því móti. Keila Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Sjá meira
Arnar varð þá í öðru sæti á Brunswick Open 2021 mótinu í Wittelsheim í Frakklandi en mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Arnar Davíð hafði komið sér upp í fyrsta sætið fyrir lokaúrslitin en tapaði þar gegn Svíanum Carl Eklund í tveimur leikjum fyrst 245 gegn 244 og svo 213 gegn 258. Þetta er engu að síður góður árangur hjá Arnari Davíð sem er aftur farinn að minna á sig síðan að hann vann evrópsku mótaröðina 2019 fyrstur Íslendinga og varð í framhaldinu fimmti í kjöri Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Arnar Davíð endaði í 26. sæti forkeppni mótsins með 1.411 seríu eða 235,17 í meðaltal og tryggði sig þar með inn í úrslitakeppnina. Það er einmitt í úrslitakeppninni þar sem Arnar Davíð er alla jafna í essinu sínu og þar vann hann sig jafnt og þétt upp listann. Í úrslitastigi eitt af fimm vann Arnar Davíð sig upp í sautjánda sæti með 220,5 í meðaltal eftir fjóra leiki. Í úrslitastigi tvö vann hann sig enn ofar og endaði í sjöunda sæti með 247,75 í meðaltal eftir fjóra leiki. Arnar Davíð fór niður í áttunda sætið í úrslitastigi þrjú með meðaltal upp á 232,0 en það var síðasta sætið sem gaf rétt á loka úrslitastiginu. Arnar Davíð var aftur á móti í miklu stuði í fjórða og síðasta úrslitastiginu og kom sér í efsta sætið með frábærri spilamennsku með 242,0 í meðaltal í sjö leikjum. Efstu tveir léki svo til úrslita í mótinu og þar hafði eins og áður sagði Svíinn Carl Eklund betur. Arnar fékk fimm þúsund evrur fyrir silfrið eða 753 þúsund íslenskar krónur. Nú er skammt er á milli móta hjá Arnari nú þegar mótaröðin virðist vera að komast í eðlilegt horf. Næsta mót Opna norska mótið hefst um komandi helgi og mun Arnar Davíð keppa seinni helgina á því móti.
Keila Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Sjá meira