Stórir draumar rætast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 4. október 2021 08:02 Þegar ég var formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á árunum 2013-2017 voru þrjú málefni sem brunnu á kvenleiðtogum íslensks atvinnulífs. Þau voru mikilvægi þess að fá fjölbreytileika í stjórnir fyrirtækja og stofnana, sýnileiki kvenna í fjölmiðlum og launamunur kynjanna á vinnumarkaði. Aukinn fjölbreytileiki í stjórnum Um haustið 2013 tóku gildi fyrir einkageirann lög, sem samþykkt höfðu verið árið 2010, um að hvort kyn skyldi að lágmarki vera 40% í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn. Frá aldamótum hefur hlutfall kvenna í stærri fyrirtækjum þrefaldast á meðan hlutfall kvenna í minni fyrirtækjum hefur nánast stað, sem sýnir mikilvægi þessarar lagabreytingar. Hún var gerð til að bregðast við einsleitni stjórna og æðstu stjórnunar í fyrirtækjum og vildu konur í atvinnulífinu vera tilbúnar fyrir þennan aukna fjölbreytileika og þá samfélagsbreytingu sem lagabreytingin kallaði á. Tengist það m.a. því mikilvæga verkefni að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum. Í það verkefni settum við mikla vinnu, í góðu samstarfi við tvö stærstu fjölmiðlafyrirtæki landsins, RUV og 365 miðla. Jöfn laun fjarlægur draumur? Jöfn laun kynjanna virtist hins vegar enn fjarlægur draumur. Hvort sem horft var til óleiðrétts eða leiðrétts launamunar var lítil breyting á þessum óréttláta mun á því hvernig starfskraftar voru metnir eftir kyni. Sérstaklega á almenna vinnumarkaðnum. Snemma árs 2017 eygðum við von í því að á þessu yrði breyting. Komin var ríkisstjórn sem setti jafnrétti á vinnumarkaði á dagskrá í stefnuyfirlýsingu. Fljótlega varð líka ljóst að þarna var komin ráðherra yfir jafnréttismálum sem lét verkin tala. Þorsteinn Víglundsson, þá félagsmálaráðherra fyrir Viðreisn, beið ekki boðanna og boðaði til funda um jafnlaunavottun. Í því samráði tók ég þátt, bæði sem formaður FKA og sem forstjóri hjá meðalstóru fyrirtæki. Frá fyrstu stundu sá ég hvað verkefnið var framsýnt og stórt. Ég vissi líka að nóg yrði af úrtölufólki. Launamunurinn minnkar Frá árinu 2016 hefur leiðréttur launamunur kynjanna dregist saman um tæpt prósentustig, úr 4,9% í 4,1%. Alls hafa 322 fyrirtæki, þar sem tæplega 95 þúsund starfsmenn starfa, hlotið jafnlaunavottun. Í lok þessa árs eiga svo öll fyrirtæki með 90-149 starfsmenn að hafa hlotið jafnlaunavottun og í lok næsta árs er komið að fyrirtækjum með starfsmenn 25-89 starfsmenn. Því miður hefur orðið dráttur á að aðilar, sem eiga að vera komnir með jafnlaunavottun, hafi klárað slíkt ferli, bæði á opinberum markaði og í einkageiranum. Það sáum við t.d. í erindi sem okkur barst í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá Jafnréttisstofu, um að 16 sveitarfélög hafi ekki enn fengið jafnlaunavottun, þrátt fyrir fresti. Þar á meðal eru stór sveitarfélög sem ættu vel að hafa til þess bolmagn. Stjórnin skorar á öll sveitarfélög, sem hafa skyldu til að afla sér jafnlaunavottunar, að ljúka því sem fyrst. Stuðningur við jafnlaunastefnu sveitarfélaga Borgarráð samþykkti í síðustu viku að setja á fót Jafnlaunastofu með Sambandi íslenska sveitarfélaga. Hennar hlutverk verður að að styðja stjórnendur sveitarfélaga við að uppfylla jafnlaunaákvæði jafnréttislaga með ráðgjöf og fræðslu á sviði jafnlaunamála. Reykjavíkurborg hefur um árabil rekið verkefnastofu starfsmats, sem mun flytjast til þessarar nýju Jafnlaunastofu. Því verður ekki um aukið fjármagn að ræða frá Reykjavíkurborg til verkefnisins. Þegar kemur að launajafnrétti hefur Reykjavíkurborg frá miklu að miðla. Leiðréttur launamunur árið 2020, samkvæmt launarannsókn Hagstofu Íslands var 5,6% á almennum vinnumarkaði, 3,3% hjá ríkinu og 2,7% hjá sveitarfélögum. Samkvæmt eigin mælingum Reykjavíkurborgar var leiðréttur launamunur kynjanna 1,8% á sama tíma. Eins og fram kemur í þessari nýju launarannsókn Hagstofunnar er erfitt að meta ávinning af jafnlaunavottun, þar sem svo stutt er síðan að slík vottun var tekin upp. Þó er bent á að verulega hafi dregið úr launamun hjá sveitarfélögunum í kjölfar endurskoðunar á starfsmatskerfi og að ætla megi að jafnlaunavottun geti ýtt undir svipaða þróun annars staðar á vinnumarkaðnum, m.a. með því að tryggja markvissara starfsmat. Rétt er að benda á að meiri leiðrétting hefur orðið hjá hinu opinbera en á almennum vinnumarkaði en það var sett í forgang að hið opinbera gengi fram með góðu fordæmi og tæki fyrr upp jafnlaunavottun. Með Jafnlaunastofu halda Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga áfram að skipa forystu í baráttu gegn launamun kynjanna. Jafnlaunastofa er yfirlýsing um að sveitarfélögin ætli að gera enn betur, þegar kemur að launajafnrétti á vettvangi þeirra Stórir draumar geta ræst, ef við vinnum ötullega að þeim Við höfum ekki enn náð kynjajafnrétti á Íslandi, sem sést á því að það er enn launamunur kynjanna. Hann reiknast þrátt fyrir leiðréttingar þar sem tekið er tillit til ýmissa breyta og ekki er tekið inn í reikninginn sá launamunur sem felst í því að hefðbundnum kvennastéttum séu greidd lægri laun en hefðbundnum karlastéttum. Það þykir ekki enn jafn sjálfsagt að konur sitji í stjórnum fyrirtækja og karlar. Konur voru á síðasta ári 35% viðmælenda í fréttum RÚV. En frá því að ég stóð í stafni FKA hafa jákvæðar breytingar orðið á öllum þessum sviðum. Dregið hefur úr launamun kynjanna, konum hefur fjölgað í stjórnum fyrirtækja og konum hefur fjölgað sem viðmælendum fjölmiðlanna. Stórir draumar um jafnrétti kynjanna geta ræst hér á Íslandi. Við þurfum bara að vinna enn öflugar að því markmiði. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinnumarkaður Kjaramál Viðreisn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á árunum 2013-2017 voru þrjú málefni sem brunnu á kvenleiðtogum íslensks atvinnulífs. Þau voru mikilvægi þess að fá fjölbreytileika í stjórnir fyrirtækja og stofnana, sýnileiki kvenna í fjölmiðlum og launamunur kynjanna á vinnumarkaði. Aukinn fjölbreytileiki í stjórnum Um haustið 2013 tóku gildi fyrir einkageirann lög, sem samþykkt höfðu verið árið 2010, um að hvort kyn skyldi að lágmarki vera 40% í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn. Frá aldamótum hefur hlutfall kvenna í stærri fyrirtækjum þrefaldast á meðan hlutfall kvenna í minni fyrirtækjum hefur nánast stað, sem sýnir mikilvægi þessarar lagabreytingar. Hún var gerð til að bregðast við einsleitni stjórna og æðstu stjórnunar í fyrirtækjum og vildu konur í atvinnulífinu vera tilbúnar fyrir þennan aukna fjölbreytileika og þá samfélagsbreytingu sem lagabreytingin kallaði á. Tengist það m.a. því mikilvæga verkefni að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum. Í það verkefni settum við mikla vinnu, í góðu samstarfi við tvö stærstu fjölmiðlafyrirtæki landsins, RUV og 365 miðla. Jöfn laun fjarlægur draumur? Jöfn laun kynjanna virtist hins vegar enn fjarlægur draumur. Hvort sem horft var til óleiðrétts eða leiðrétts launamunar var lítil breyting á þessum óréttláta mun á því hvernig starfskraftar voru metnir eftir kyni. Sérstaklega á almenna vinnumarkaðnum. Snemma árs 2017 eygðum við von í því að á þessu yrði breyting. Komin var ríkisstjórn sem setti jafnrétti á vinnumarkaði á dagskrá í stefnuyfirlýsingu. Fljótlega varð líka ljóst að þarna var komin ráðherra yfir jafnréttismálum sem lét verkin tala. Þorsteinn Víglundsson, þá félagsmálaráðherra fyrir Viðreisn, beið ekki boðanna og boðaði til funda um jafnlaunavottun. Í því samráði tók ég þátt, bæði sem formaður FKA og sem forstjóri hjá meðalstóru fyrirtæki. Frá fyrstu stundu sá ég hvað verkefnið var framsýnt og stórt. Ég vissi líka að nóg yrði af úrtölufólki. Launamunurinn minnkar Frá árinu 2016 hefur leiðréttur launamunur kynjanna dregist saman um tæpt prósentustig, úr 4,9% í 4,1%. Alls hafa 322 fyrirtæki, þar sem tæplega 95 þúsund starfsmenn starfa, hlotið jafnlaunavottun. Í lok þessa árs eiga svo öll fyrirtæki með 90-149 starfsmenn að hafa hlotið jafnlaunavottun og í lok næsta árs er komið að fyrirtækjum með starfsmenn 25-89 starfsmenn. Því miður hefur orðið dráttur á að aðilar, sem eiga að vera komnir með jafnlaunavottun, hafi klárað slíkt ferli, bæði á opinberum markaði og í einkageiranum. Það sáum við t.d. í erindi sem okkur barst í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá Jafnréttisstofu, um að 16 sveitarfélög hafi ekki enn fengið jafnlaunavottun, þrátt fyrir fresti. Þar á meðal eru stór sveitarfélög sem ættu vel að hafa til þess bolmagn. Stjórnin skorar á öll sveitarfélög, sem hafa skyldu til að afla sér jafnlaunavottunar, að ljúka því sem fyrst. Stuðningur við jafnlaunastefnu sveitarfélaga Borgarráð samþykkti í síðustu viku að setja á fót Jafnlaunastofu með Sambandi íslenska sveitarfélaga. Hennar hlutverk verður að að styðja stjórnendur sveitarfélaga við að uppfylla jafnlaunaákvæði jafnréttislaga með ráðgjöf og fræðslu á sviði jafnlaunamála. Reykjavíkurborg hefur um árabil rekið verkefnastofu starfsmats, sem mun flytjast til þessarar nýju Jafnlaunastofu. Því verður ekki um aukið fjármagn að ræða frá Reykjavíkurborg til verkefnisins. Þegar kemur að launajafnrétti hefur Reykjavíkurborg frá miklu að miðla. Leiðréttur launamunur árið 2020, samkvæmt launarannsókn Hagstofu Íslands var 5,6% á almennum vinnumarkaði, 3,3% hjá ríkinu og 2,7% hjá sveitarfélögum. Samkvæmt eigin mælingum Reykjavíkurborgar var leiðréttur launamunur kynjanna 1,8% á sama tíma. Eins og fram kemur í þessari nýju launarannsókn Hagstofunnar er erfitt að meta ávinning af jafnlaunavottun, þar sem svo stutt er síðan að slík vottun var tekin upp. Þó er bent á að verulega hafi dregið úr launamun hjá sveitarfélögunum í kjölfar endurskoðunar á starfsmatskerfi og að ætla megi að jafnlaunavottun geti ýtt undir svipaða þróun annars staðar á vinnumarkaðnum, m.a. með því að tryggja markvissara starfsmat. Rétt er að benda á að meiri leiðrétting hefur orðið hjá hinu opinbera en á almennum vinnumarkaði en það var sett í forgang að hið opinbera gengi fram með góðu fordæmi og tæki fyrr upp jafnlaunavottun. Með Jafnlaunastofu halda Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga áfram að skipa forystu í baráttu gegn launamun kynjanna. Jafnlaunastofa er yfirlýsing um að sveitarfélögin ætli að gera enn betur, þegar kemur að launajafnrétti á vettvangi þeirra Stórir draumar geta ræst, ef við vinnum ötullega að þeim Við höfum ekki enn náð kynjajafnrétti á Íslandi, sem sést á því að það er enn launamunur kynjanna. Hann reiknast þrátt fyrir leiðréttingar þar sem tekið er tillit til ýmissa breyta og ekki er tekið inn í reikninginn sá launamunur sem felst í því að hefðbundnum kvennastéttum séu greidd lægri laun en hefðbundnum karlastéttum. Það þykir ekki enn jafn sjálfsagt að konur sitji í stjórnum fyrirtækja og karlar. Konur voru á síðasta ári 35% viðmælenda í fréttum RÚV. En frá því að ég stóð í stafni FKA hafa jákvæðar breytingar orðið á öllum þessum sviðum. Dregið hefur úr launamun kynjanna, konum hefur fjölgað í stjórnum fyrirtækja og konum hefur fjölgað sem viðmælendum fjölmiðlanna. Stórir draumar um jafnrétti kynjanna geta ræst hér á Íslandi. Við þurfum bara að vinna enn öflugar að því markmiði. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun