Frá þessu er greint á Facebook-síðu Fylkis, en Jón og Rakel taka við af Kjartani Stefánssyni sem lét af störfum eftir að liðið féll úr efstu deild í sumar. Þau fá því það verkefni að koma liðinu aftur upp í deild þeirra bestu.
Í tilkynningu félagsins kemur fram að Jón hafi þjálfað hjá Fylki í mörg ár og að mikil ánægja hafi verið með hans störf eftir að hann kom inn í þjálfarateymi liðsins á miðju sumri.
Þá kemur einnig fram að Rakel sé einn reynslumesti leikmaður Íslands með hátt í 300 leiki í meistaraflokki, ásamt því að hafa spilað 26 leiki fyrir íslenska A-landsliðið.