Leikurinn var eins og lokatölur gefa til kynna mjög jafn frá upphafi til enda en gestirnir í Valencia reyndust þó örlítið sterkari nær allan leikkinn.
Staðan í hálfleik var 35-31 Valencia í vil og þó Zaragoza hafi minnkað muninn í þriðja leikhluta þá dugði það ekki til, lokatölur 76-70.
Martin skoraði 10 stig í leiknum ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Tryggvi Snær skoraði 9 stig, tók 6 fráköst og gaf 1 stoðsendingu.
¡¡TENEMOS LA SEGUNDA!!
— Valencia Basket Club (@valenciabasket) October 2, 2021
Nos llevamos la victoria de Zaragoza.
Próxima parada Domingo 10 a las 18:30h... en la Fonteta vs Real Madrid y con los abonados. Soroll!
J4 #LigaEndesa@CasademontZGZ 70
@valenciabasket 76
@Maxcolchon#EActíVate pic.twitter.com/R8yeWRp62x
Valencia hefur unnið tvo leiki af fjórum til þessa í ACB-deildinni líkt og Zaragoza. Alls eru 10 lið með 4 stig að svo stöddu.