„Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. október 2021 21:10 Vanda Sigurgeirsdóttir Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. Vanda Sigurgeirsdóttir var sjálfkjörin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram í dag. Hún er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embættinu auk þess sem hún er fyrst kvenna til þess að gegna slíku embætti í Evrópu. Vanda segist ekki hafa áttað sig á þeirri staðreynd fyrr en í dag. „Þá svona kannski áttaði ég mig á því að þetta er svona svolítið stórt. Þannig ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu þannig ég er bara mjög stolt,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. „Þessi hreyfing verður að standa sig betur“ Áherslur Vöndu verða á samtal og samstarf við hreyfinguna. Þá verður áhersla lögð á að koma þeim málum í lag sem farið hafa hátt í fjölmiðlum undanfarið. „Mér finnst það algjört lykilatriði. Þessi hreyfing verður að standa sig betur. Eins og ég sagði í ræðunni minni, við þurfum að hlusta á þolendur. Og við þurfum að búa til aðgerðaáætlanir sem grípa þessi mál miklu betur en verið hefur. Sú vinna er nú þegar farin í gang. Fyrrverandi stjórn setti þetta af stað.“ Líkt og fjallað hefur verið um á öllum okkar miðlum sætir Aron Einar Gunnarsson landsliðfyrirliði lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar hann og annan fyrrverandi landsliðsmann um brot gegn sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Vanda heyrði af málinu á Twitter í ágúst. Aron Einar er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi leiki. Beitti sér ekki fyrir því að Aron Einar yrði ekki í hópnum Beittir þú þér fyrir því að hann yrði ekki valinn í hópinn? „Sko landsliðsþjáfarinn valdi í hópinn. Þannig nei ég gerði það ekki.“ Heldur þú að það ríki sátt um þig innan hreyfingarinnar? „Það veit ég ekki. Það er erfiðara þegar maður er sjálfkjörin, þá veit maður ekkert. Ég vona það. Ég held að við þurfum að þjappa okkur saman í þessari flottu hreyfingu til þess að gera hana enn betri.“ Vanda starfar að hluta til í Háskóla Íslands. Aðspurð hvort hún ætli að vera í fullu starfi sem formaður KSÍ segir hún það líklegt. „Þetta er mjög mikið starf. Það er frekar stutt síðan ég ákvað að bjóða mig fram og ég átta mig á því eftir því sem nær dregur hvað þetta er mikið starf. Ég er byrjuð að undribúa mig. Samstarfsmenn mínir í háskólanum eru byrjaðir að stíga inn og aðstoða mig þannig ég býst við því að það sé að fara að gerast.“ „Göngum ósátt frá borði“ Gísli Gíslason fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd fyrrum stjórnar í dag. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann,“ sagði Gísli. Stjórnin hafi þó fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin. KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir var sjálfkjörin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram í dag. Hún er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embættinu auk þess sem hún er fyrst kvenna til þess að gegna slíku embætti í Evrópu. Vanda segist ekki hafa áttað sig á þeirri staðreynd fyrr en í dag. „Þá svona kannski áttaði ég mig á því að þetta er svona svolítið stórt. Þannig ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu þannig ég er bara mjög stolt,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. „Þessi hreyfing verður að standa sig betur“ Áherslur Vöndu verða á samtal og samstarf við hreyfinguna. Þá verður áhersla lögð á að koma þeim málum í lag sem farið hafa hátt í fjölmiðlum undanfarið. „Mér finnst það algjört lykilatriði. Þessi hreyfing verður að standa sig betur. Eins og ég sagði í ræðunni minni, við þurfum að hlusta á þolendur. Og við þurfum að búa til aðgerðaáætlanir sem grípa þessi mál miklu betur en verið hefur. Sú vinna er nú þegar farin í gang. Fyrrverandi stjórn setti þetta af stað.“ Líkt og fjallað hefur verið um á öllum okkar miðlum sætir Aron Einar Gunnarsson landsliðfyrirliði lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar hann og annan fyrrverandi landsliðsmann um brot gegn sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Vanda heyrði af málinu á Twitter í ágúst. Aron Einar er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi leiki. Beitti sér ekki fyrir því að Aron Einar yrði ekki í hópnum Beittir þú þér fyrir því að hann yrði ekki valinn í hópinn? „Sko landsliðsþjáfarinn valdi í hópinn. Þannig nei ég gerði það ekki.“ Heldur þú að það ríki sátt um þig innan hreyfingarinnar? „Það veit ég ekki. Það er erfiðara þegar maður er sjálfkjörin, þá veit maður ekkert. Ég vona það. Ég held að við þurfum að þjappa okkur saman í þessari flottu hreyfingu til þess að gera hana enn betri.“ Vanda starfar að hluta til í Háskóla Íslands. Aðspurð hvort hún ætli að vera í fullu starfi sem formaður KSÍ segir hún það líklegt. „Þetta er mjög mikið starf. Það er frekar stutt síðan ég ákvað að bjóða mig fram og ég átta mig á því eftir því sem nær dregur hvað þetta er mikið starf. Ég er byrjuð að undribúa mig. Samstarfsmenn mínir í háskólanum eru byrjaðir að stíga inn og aðstoða mig þannig ég býst við því að það sé að fara að gerast.“ „Göngum ósátt frá borði“ Gísli Gíslason fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd fyrrum stjórnar í dag. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann,“ sagði Gísli. Stjórnin hafi þó fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin.
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
„Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35