Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Árni Sæberg og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. október 2021 19:03 Breki Karlsson er einn þeirra sem efast um lögmæti auglýsingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Neytendasamtakanna segir auglýsingu um „krísu-útrýmingarsölu“ á persneskum teppum, sem birtist í aukablaði með Morgunblaðinu í morgun, ólöglega. Morgunblaðið barst áskrifendum sínum í morgun klætt kápu með heilsíðuauglýsingum um handofin persnesk teppi. Krísu-útrýmingarsala er boðuð og meðal annars fullyrt að teppi sem kosti allajafna 1,1 milljón króna sé fáanlegt á 430 þúsund krónur. Ítarlegt viðtal er við Alan Talib, íranskan teppasölumann, í Morgunblaðinu. Þar segir hann teppaiðnaðinn vera að hrynja vegna viðskiptahafta á Íran. Hann sé komin hingað til lands til að selja teppin verulega ódýrt því hann þurfi að losa sig við þau. Hann sé kominn með 4200 teppi til landsins. „Miðað við þessar lýsingar er þetta ansi bíræfið“ Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segist í samtali við Vísi ekki hafa séð umrædda auglýsingu en að lögin séu skýr um það að slík auglýsing standist ekki lög. Þá sé auglýsingin bíræfin miðað við lýsingar blaðamanns. „Hann verður að sýna fram á það að hafa selt það á upprunalega verðinu áður en afsláttur er auglýstur,“ segir Breki. Hann segir að eftirlit með slíkum auglýsingum sé á borði Neytendastofu. Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu gilda um auglýsinguna. Reglurnar séu skýrar Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, hafði ekki heldur séð umrædda auglýsingu þegar fréttastofa sló á þráðinn til hennar. Hún segist eðli málsins ekki geta tjáð sig efnislega um málið fyrr en það hefur verið rannsakað. „Þetta er nú alveg, myndi maður halda, eitthvað sem þyrfti að skoða,“ segir hún. Þá segir hún að lög og reglur séu nokkuð skýr þegar kemur að auglýsingum af þessu tagi. Þegar auglýst er lækkað verð á vöru eða þjónustu skal fyrra verð vera það verð sem varan var seld á áður en til lækkunar kom. Seljandi skal geta sannað að vara eða þjónusta hafi verið seld á því verði sem tilgreint er sem fyrra verð. Þetta segir í reglugerð um útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði. Þá segir í sömu reglugerð að rýmingarsölu megi einungis auglýsa þegar verslun hættir starfsemi eða sölu tiltekins vöruflokks. Um verðmerkingar á rýmingarsölu gildi sömu reglur og um lækkað verð. Verðin séu úr lausu lofti gripin Egill Fannar Reynisson, framkvæmdastjóri Ger Innflutnings sem á og rekur Húsgagnahöllina, Betra Bak og Dorma-verslanirnar, er hneykslaður á krísu-útrýmingarsölunni sem hófst í Víkurhvarfi í Kópavogi í dag. Egill bendir á að öll auglýst verð séu úr lausu lofti gripin. Egill Fannar segist ekki muna eftir öðru eins hér á landi. Hann vekur athygli á málinu í Facebook-hópnum Markaðsnördum. Hann segist hafa fundið sig knúinn til að kynna sér betur þessa nýju teppaverslun. „Fyrirtækið sem hér auglýsir er nýstofnað og ýjað að því að það sé með starfsemi hér í auglýsingu.“ Vísar hann til þess að í auglýsingunni er birt venjulegt verð og útsöluverð vörunnar. Þannig mætti skilja að teppið hafi verið til sölu á fyrra verðinu. Í smáum texta auglýsingarinnar stendur að upprunalegt verð sé löggilt vátryggingargildi vörunnar. Segir rýmingarsöluna vel skipulagða „Varan hefur ekki verið seld áður og því eru verðin algjörlega úr lausu lofti gripin. Þetta er allt vel skipulagt. Opnar á laugardegi og mun vara í stuttan tíma. Svo verða allir á bak og burt þegar Neytendastofa fer að aðhafast í málinu,“ segir Egill. Það sé sjálfsagt að hver sem er opni verslun á Íslandi til skamms tíma. Þó verði að virða lög og regluverk. „Undirritaður er sjálfur með rekstur félaga Húsgagnahallarinnar, Betra Baks og Dorma verslana. Við gerum okkar til að fylgja settum reglum sem og önnur íslensk fyrirtæki.“ Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Kópavogur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Morgunblaðið barst áskrifendum sínum í morgun klætt kápu með heilsíðuauglýsingum um handofin persnesk teppi. Krísu-útrýmingarsala er boðuð og meðal annars fullyrt að teppi sem kosti allajafna 1,1 milljón króna sé fáanlegt á 430 þúsund krónur. Ítarlegt viðtal er við Alan Talib, íranskan teppasölumann, í Morgunblaðinu. Þar segir hann teppaiðnaðinn vera að hrynja vegna viðskiptahafta á Íran. Hann sé komin hingað til lands til að selja teppin verulega ódýrt því hann þurfi að losa sig við þau. Hann sé kominn með 4200 teppi til landsins. „Miðað við þessar lýsingar er þetta ansi bíræfið“ Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segist í samtali við Vísi ekki hafa séð umrædda auglýsingu en að lögin séu skýr um það að slík auglýsing standist ekki lög. Þá sé auglýsingin bíræfin miðað við lýsingar blaðamanns. „Hann verður að sýna fram á það að hafa selt það á upprunalega verðinu áður en afsláttur er auglýstur,“ segir Breki. Hann segir að eftirlit með slíkum auglýsingum sé á borði Neytendastofu. Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu gilda um auglýsinguna. Reglurnar séu skýrar Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, hafði ekki heldur séð umrædda auglýsingu þegar fréttastofa sló á þráðinn til hennar. Hún segist eðli málsins ekki geta tjáð sig efnislega um málið fyrr en það hefur verið rannsakað. „Þetta er nú alveg, myndi maður halda, eitthvað sem þyrfti að skoða,“ segir hún. Þá segir hún að lög og reglur séu nokkuð skýr þegar kemur að auglýsingum af þessu tagi. Þegar auglýst er lækkað verð á vöru eða þjónustu skal fyrra verð vera það verð sem varan var seld á áður en til lækkunar kom. Seljandi skal geta sannað að vara eða þjónusta hafi verið seld á því verði sem tilgreint er sem fyrra verð. Þetta segir í reglugerð um útsölur eða aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði. Þá segir í sömu reglugerð að rýmingarsölu megi einungis auglýsa þegar verslun hættir starfsemi eða sölu tiltekins vöruflokks. Um verðmerkingar á rýmingarsölu gildi sömu reglur og um lækkað verð. Verðin séu úr lausu lofti gripin Egill Fannar Reynisson, framkvæmdastjóri Ger Innflutnings sem á og rekur Húsgagnahöllina, Betra Bak og Dorma-verslanirnar, er hneykslaður á krísu-útrýmingarsölunni sem hófst í Víkurhvarfi í Kópavogi í dag. Egill bendir á að öll auglýst verð séu úr lausu lofti gripin. Egill Fannar segist ekki muna eftir öðru eins hér á landi. Hann vekur athygli á málinu í Facebook-hópnum Markaðsnördum. Hann segist hafa fundið sig knúinn til að kynna sér betur þessa nýju teppaverslun. „Fyrirtækið sem hér auglýsir er nýstofnað og ýjað að því að það sé með starfsemi hér í auglýsingu.“ Vísar hann til þess að í auglýsingunni er birt venjulegt verð og útsöluverð vörunnar. Þannig mætti skilja að teppið hafi verið til sölu á fyrra verðinu. Í smáum texta auglýsingarinnar stendur að upprunalegt verð sé löggilt vátryggingargildi vörunnar. Segir rýmingarsöluna vel skipulagða „Varan hefur ekki verið seld áður og því eru verðin algjörlega úr lausu lofti gripin. Þetta er allt vel skipulagt. Opnar á laugardegi og mun vara í stuttan tíma. Svo verða allir á bak og burt þegar Neytendastofa fer að aðhafast í málinu,“ segir Egill. Það sé sjálfsagt að hver sem er opni verslun á Íslandi til skamms tíma. Þó verði að virða lög og regluverk. „Undirritaður er sjálfur með rekstur félaga Húsgagnahallarinnar, Betra Baks og Dorma verslana. Við gerum okkar til að fylgja settum reglum sem og önnur íslensk fyrirtæki.“
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Kópavogur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira