Kjörbréfanefnd fullskipuð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. október 2021 18:01 Allir flokkar hafa tilnefnt fulltrúa í kjörbréfanefnd Vísir/Ragnar Visage Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. Allir flokkar sem eiga fulltrúa í undirbúningskjörbréfanefnd hafa tilnefnt sína fulltrúa í nefndina. Viðreisn og Miðflokkur fá ekki sæti í nefndinni heldur aðeins áheyrnarfulltrúa en kjörbréfanefndin er skipuð út frá þingstyrk flokkanna. Fyrir Sjálfstæðisflokk eru tilnefnd þingmennirnir Birgir Ármannsson og Vilhjálmur Árnason auk Diljá Mist Einarsdóttur sem er nýr þingmaður flokksins. Píratar tilnefna þingmanninn Björn Leví Gunnarsson, Flokkur fólksins tilnefna formann flokksins, Ingu Sæland, Samfylking, Þórunni Sveinbjarnardóttur sem tekur sæti á þingi og VG Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þá tilnefnir Framsóknarflokkurinn Líneik Önnu Sævarsdóttur og Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur. Nefndinni býður nú það flókna verkefni að ákveða hvort talning og meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi sé lögmæt. Þrír hafa kært framkvæmdina, einn til lögreglu og tveir til kjörbréfanefndar Alþingis. Willum Þór Þórsson forseti Alþingis býst við að nefndin taki til starfa strax eftir helgi en hann tók við kæru eins frambjóðanda á Alþingi í gær. „Ég kalla formlega eftir tilnefningu í undirbúningskjörbréfanefndina. Þar sem Landskjörstjórn er búin að gefa út kjörbréf þá getur nefndin hafið störf strax eftir helgi,“ segir Willum Þór Þórsson. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Telur að fjöldi muni leita réttar síns sama hvað verður ákveðið Samfylkingin virðist vera eini flokkurinn sem hefur þegar tilnefnt fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða. Hinir flokkarnir gera það síðar í dag. Oddviti Pirata hyggst kæra kosningarnar til Alþingis í dag. Þingmaður Samfylkingarinn segir líkur á að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns. 1. október 2021 12:00 Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38 Útilokar að einhver hafi komist í kjörgögnin Eigendur Hótels Borgarness telja afar ósennilegt að nokkur hafi getað átt við óinnsigluð kjörgögn sem skilin voru eftir í læstum veislusal af yfirkjörstjórn. Myndavélar séu við alla útganga salarins. Formaður yfirkjörstjórnar segir öruggt að enginn hafi farið inn í salinn meðan hann og aðrir í kjörstjórninni brugðu sér frá. 27. september 2021 18:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Allir flokkar sem eiga fulltrúa í undirbúningskjörbréfanefnd hafa tilnefnt sína fulltrúa í nefndina. Viðreisn og Miðflokkur fá ekki sæti í nefndinni heldur aðeins áheyrnarfulltrúa en kjörbréfanefndin er skipuð út frá þingstyrk flokkanna. Fyrir Sjálfstæðisflokk eru tilnefnd þingmennirnir Birgir Ármannsson og Vilhjálmur Árnason auk Diljá Mist Einarsdóttur sem er nýr þingmaður flokksins. Píratar tilnefna þingmanninn Björn Leví Gunnarsson, Flokkur fólksins tilnefna formann flokksins, Ingu Sæland, Samfylking, Þórunni Sveinbjarnardóttur sem tekur sæti á þingi og VG Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þá tilnefnir Framsóknarflokkurinn Líneik Önnu Sævarsdóttur og Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur. Nefndinni býður nú það flókna verkefni að ákveða hvort talning og meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi sé lögmæt. Þrír hafa kært framkvæmdina, einn til lögreglu og tveir til kjörbréfanefndar Alþingis. Willum Þór Þórsson forseti Alþingis býst við að nefndin taki til starfa strax eftir helgi en hann tók við kæru eins frambjóðanda á Alþingi í gær. „Ég kalla formlega eftir tilnefningu í undirbúningskjörbréfanefndina. Þar sem Landskjörstjórn er búin að gefa út kjörbréf þá getur nefndin hafið störf strax eftir helgi,“ segir Willum Þór Þórsson.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Telur að fjöldi muni leita réttar síns sama hvað verður ákveðið Samfylkingin virðist vera eini flokkurinn sem hefur þegar tilnefnt fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða. Hinir flokkarnir gera það síðar í dag. Oddviti Pirata hyggst kæra kosningarnar til Alþingis í dag. Þingmaður Samfylkingarinn segir líkur á að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns. 1. október 2021 12:00 Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38 Útilokar að einhver hafi komist í kjörgögnin Eigendur Hótels Borgarness telja afar ósennilegt að nokkur hafi getað átt við óinnsigluð kjörgögn sem skilin voru eftir í læstum veislusal af yfirkjörstjórn. Myndavélar séu við alla útganga salarins. Formaður yfirkjörstjórnar segir öruggt að enginn hafi farið inn í salinn meðan hann og aðrir í kjörstjórninni brugðu sér frá. 27. september 2021 18:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Telur að fjöldi muni leita réttar síns sama hvað verður ákveðið Samfylkingin virðist vera eini flokkurinn sem hefur þegar tilnefnt fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða. Hinir flokkarnir gera það síðar í dag. Oddviti Pirata hyggst kæra kosningarnar til Alþingis í dag. Þingmaður Samfylkingarinn segir líkur á að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns. 1. október 2021 12:00
Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54
Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38
Útilokar að einhver hafi komist í kjörgögnin Eigendur Hótels Borgarness telja afar ósennilegt að nokkur hafi getað átt við óinnsigluð kjörgögn sem skilin voru eftir í læstum veislusal af yfirkjörstjórn. Myndavélar séu við alla útganga salarins. Formaður yfirkjörstjórnar segir öruggt að enginn hafi farið inn í salinn meðan hann og aðrir í kjörstjórninni brugðu sér frá. 27. september 2021 18:30