Stjórn KSÍ gangi ósátt frá borði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. október 2021 12:09 Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Fyrrverandi varaformaður KSÍ sagði kröfu um afsögn stjórnar vonbrigði og gengur stjórnin ósátt frá borði. Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. Vanda er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embætti formanns KSÍ. Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd stjórnarinnar. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við undirrituð sem höfum setið í stjórn KSÍ og haft til þess skýrt umboð ársþings sambandsins urðum fyrir vonbrigðum með niðurstöðu formanna og þar með félaga innan ÍTF. En þegar svo stór hluti hreyfingarinnar kallar eftir afsögn stjórnarinnar er að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að verða við því ákalli og það varð að sjálfsögðu niðurstaða okkar.“ Brenna fyrir fótboltann Þá sagði hann jafnframt að stjórnin gangi ósátt frá borði enda brennur hún fyrir fótboltann. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann. En að því sögðu höfum við engu að síðar fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin, því það eru heildarhagsmunir knattspyrnunnar og KSÍ sem eru ofar öllu öðru.“ „Við öxlum því okkar ábyrgð og stígum auðmjúk til hliðar svo friður geti skapast um starfsemi hreyfingarinnar og hægt verði að byggja upp traust að nýju. Við bendum jafnframt stolt á þau framfaraskref sem stigin hafa verið í knattspyrnunni á síðustu árum og misserum m.a. við að bæta stöðu kvenna í knattspyrnu og jöfnun ferðakostnaðar aðildarfélaga.“ Viðurkenna mistök Stjórnin viðurkennir að hafa ekki brugðist við ábendingum um ofbeldi innan hreyfingarinnar með afgerandi hætti og biðst afsökunar á því. Fráfarandi stjórn skorar á ráðamenn að byggja upp nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu. „Þrátt fyrir að það sé ekki aðalefni þessa aukaþings er engu að síður tilefni til að taka upp þráðinn frá síðasta aukaþingi KSÍ fyrir 65 árum og skora á ráðamenn í þessu landi að byggja upp nýjan og glæsilegan þjóðarleikvang í knattspyrnu sem við getum öll verið stolt af.“ Ekki náðist í Vöndu Sigurgeirsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í morgun. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. Vanda er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embætti formanns KSÍ. Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd stjórnarinnar. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við undirrituð sem höfum setið í stjórn KSÍ og haft til þess skýrt umboð ársþings sambandsins urðum fyrir vonbrigðum með niðurstöðu formanna og þar með félaga innan ÍTF. En þegar svo stór hluti hreyfingarinnar kallar eftir afsögn stjórnarinnar er að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að verða við því ákalli og það varð að sjálfsögðu niðurstaða okkar.“ Brenna fyrir fótboltann Þá sagði hann jafnframt að stjórnin gangi ósátt frá borði enda brennur hún fyrir fótboltann. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann. En að því sögðu höfum við engu að síðar fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin, því það eru heildarhagsmunir knattspyrnunnar og KSÍ sem eru ofar öllu öðru.“ „Við öxlum því okkar ábyrgð og stígum auðmjúk til hliðar svo friður geti skapast um starfsemi hreyfingarinnar og hægt verði að byggja upp traust að nýju. Við bendum jafnframt stolt á þau framfaraskref sem stigin hafa verið í knattspyrnunni á síðustu árum og misserum m.a. við að bæta stöðu kvenna í knattspyrnu og jöfnun ferðakostnaðar aðildarfélaga.“ Viðurkenna mistök Stjórnin viðurkennir að hafa ekki brugðist við ábendingum um ofbeldi innan hreyfingarinnar með afgerandi hætti og biðst afsökunar á því. Fráfarandi stjórn skorar á ráðamenn að byggja upp nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu. „Þrátt fyrir að það sé ekki aðalefni þessa aukaþings er engu að síður tilefni til að taka upp þráðinn frá síðasta aukaþingi KSÍ fyrir 65 árum og skora á ráðamenn í þessu landi að byggja upp nýjan og glæsilegan þjóðarleikvang í knattspyrnu sem við getum öll verið stolt af.“ Ekki náðist í Vöndu Sigurgeirsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í morgun.
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent