Stjórn KSÍ gangi ósátt frá borði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. október 2021 12:09 Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Fyrrverandi varaformaður KSÍ sagði kröfu um afsögn stjórnar vonbrigði og gengur stjórnin ósátt frá borði. Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. Vanda er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embætti formanns KSÍ. Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd stjórnarinnar. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við undirrituð sem höfum setið í stjórn KSÍ og haft til þess skýrt umboð ársþings sambandsins urðum fyrir vonbrigðum með niðurstöðu formanna og þar með félaga innan ÍTF. En þegar svo stór hluti hreyfingarinnar kallar eftir afsögn stjórnarinnar er að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að verða við því ákalli og það varð að sjálfsögðu niðurstaða okkar.“ Brenna fyrir fótboltann Þá sagði hann jafnframt að stjórnin gangi ósátt frá borði enda brennur hún fyrir fótboltann. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann. En að því sögðu höfum við engu að síðar fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin, því það eru heildarhagsmunir knattspyrnunnar og KSÍ sem eru ofar öllu öðru.“ „Við öxlum því okkar ábyrgð og stígum auðmjúk til hliðar svo friður geti skapast um starfsemi hreyfingarinnar og hægt verði að byggja upp traust að nýju. Við bendum jafnframt stolt á þau framfaraskref sem stigin hafa verið í knattspyrnunni á síðustu árum og misserum m.a. við að bæta stöðu kvenna í knattspyrnu og jöfnun ferðakostnaðar aðildarfélaga.“ Viðurkenna mistök Stjórnin viðurkennir að hafa ekki brugðist við ábendingum um ofbeldi innan hreyfingarinnar með afgerandi hætti og biðst afsökunar á því. Fráfarandi stjórn skorar á ráðamenn að byggja upp nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu. „Þrátt fyrir að það sé ekki aðalefni þessa aukaþings er engu að síður tilefni til að taka upp þráðinn frá síðasta aukaþingi KSÍ fyrir 65 árum og skora á ráðamenn í þessu landi að byggja upp nýjan og glæsilegan þjóðarleikvang í knattspyrnu sem við getum öll verið stolt af.“ Ekki náðist í Vöndu Sigurgeirsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í morgun. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. Vanda er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embætti formanns KSÍ. Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd stjórnarinnar. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við undirrituð sem höfum setið í stjórn KSÍ og haft til þess skýrt umboð ársþings sambandsins urðum fyrir vonbrigðum með niðurstöðu formanna og þar með félaga innan ÍTF. En þegar svo stór hluti hreyfingarinnar kallar eftir afsögn stjórnarinnar er að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að verða við því ákalli og það varð að sjálfsögðu niðurstaða okkar.“ Brenna fyrir fótboltann Þá sagði hann jafnframt að stjórnin gangi ósátt frá borði enda brennur hún fyrir fótboltann. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann. En að því sögðu höfum við engu að síðar fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin, því það eru heildarhagsmunir knattspyrnunnar og KSÍ sem eru ofar öllu öðru.“ „Við öxlum því okkar ábyrgð og stígum auðmjúk til hliðar svo friður geti skapast um starfsemi hreyfingarinnar og hægt verði að byggja upp traust að nýju. Við bendum jafnframt stolt á þau framfaraskref sem stigin hafa verið í knattspyrnunni á síðustu árum og misserum m.a. við að bæta stöðu kvenna í knattspyrnu og jöfnun ferðakostnaðar aðildarfélaga.“ Viðurkenna mistök Stjórnin viðurkennir að hafa ekki brugðist við ábendingum um ofbeldi innan hreyfingarinnar með afgerandi hætti og biðst afsökunar á því. Fráfarandi stjórn skorar á ráðamenn að byggja upp nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu. „Þrátt fyrir að það sé ekki aðalefni þessa aukaþings er engu að síður tilefni til að taka upp þráðinn frá síðasta aukaþingi KSÍ fyrir 65 árum og skora á ráðamenn í þessu landi að byggja upp nýjan og glæsilegan þjóðarleikvang í knattspyrnu sem við getum öll verið stolt af.“ Ekki náðist í Vöndu Sigurgeirsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í morgun.
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent