„Dómarinn þekkir ekki okkar leikmenn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 22:25 Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, hrósaði sínu liði og stuðningsmönnum þess í leikslok. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins var Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, sáttur með sitt lið og frammistöðu þess. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga. „Við spiluðum vel og 85 prósent af leiknum vorum við mjög góðar. Við breyttum leikáætluninni aðeins og reyndum að þvinga þær í mistök sem við gerðum en nýttum okkur það ekki. En þegar við gerðum mistök nýttu þær sér það,“ sagði Nik eftir leik. Hann hefði viljað fá aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marks leiksins sem Karítas Tómasdóttir skoraði á 26. mínútu. „Í fyrsta markinu var brotið á Katie [Cousins] á miðjunni, brot sem hún fékk tveimur mínútum á undan. Allt í einu vorum við 1-0 undir því dómarinn var ekki samkvæmur sjálfum sér sem gerist svo oft,“ sagði Nik. Hann sagði að dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, þekki einfaldlega ekki sína leikmenn. „Það getur vel verið að hann sé góður en hann hefur aldrei dæmt hjá okkur í sumar þannig að hann þekkir ekki okkar leikmenn. Katie er lágvaxin, kemur sér í stöðu, það er brotið á henni og það er aukaspyrna. Hann veit það ekki því hann hefur ekki dæmt hjá okkur í sumar. Í framtíðinni þarf að velja dómara sem þekkja leikmennina í báðum liðum svo það sé samræmi.“ Þróttur var 2-0 undir í hálfleik en átti góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks án þess þó að skapa sér mörg afgerandi færi. „Ég bað leikmennina bara að halda áfram. Þetta var í fínu lagi. Þær fengu ekki haug af færum. Við ætluðum bara að gera það sem við höfðum gert og bíða eftir tækifærunum. Fram að þriðja markinu vorum við ofan á í leiknum. En þær nýttu sér mistök okkar. Þú gefur þeim eitt hálffæri og þær nýta sér það til fullnustu,“ sagði Nik. Þrátt fyrir tapið í kvöld gengur Nik sáttur frá tímabilinu enda náði Þróttur sínum besta árangri frá upphafi; endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar og komst í bikarúrslit. „Að sjálfsögðu. Fyrir tveimur árum voru þessir leikmenn í Lengjudeildinni og væntingarnar voru ekki miklar. En við unnum hana auðveldlega og höfum byggt ofan á það. Þetta er örugglega eitt af yngstu liðunum sem hefur komist í bikarúrslit og ég er mjög stoltur af því,“ sagði Nik. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmönnum Þróttar í hástert eftir leikinn en þeir fjölmenntu á leikinn og létu vel í sér heyra. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að við ættum frábæra stuðningsmenn en þetta var á allt öðrum skala. Fyrir Þrótt sem félag er þetta örugglega besti dagurinn sem þeir hafa átt, jafnvel þótt við höfum tapað. Þeir héldu alltaf áfram að syngja. Þetta er stuðningur sem á engan sinn líkan,“ sagði Nik að lokum. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Tengdar fréttir „Ógeðslega stolt af liðinu“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0. 1. október 2021 22:02 „Hún er magnaður leikmaður“ Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur. 1. október 2021 21:16 Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. 1. október 2021 21:38 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
„Við spiluðum vel og 85 prósent af leiknum vorum við mjög góðar. Við breyttum leikáætluninni aðeins og reyndum að þvinga þær í mistök sem við gerðum en nýttum okkur það ekki. En þegar við gerðum mistök nýttu þær sér það,“ sagði Nik eftir leik. Hann hefði viljað fá aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marks leiksins sem Karítas Tómasdóttir skoraði á 26. mínútu. „Í fyrsta markinu var brotið á Katie [Cousins] á miðjunni, brot sem hún fékk tveimur mínútum á undan. Allt í einu vorum við 1-0 undir því dómarinn var ekki samkvæmur sjálfum sér sem gerist svo oft,“ sagði Nik. Hann sagði að dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, þekki einfaldlega ekki sína leikmenn. „Það getur vel verið að hann sé góður en hann hefur aldrei dæmt hjá okkur í sumar þannig að hann þekkir ekki okkar leikmenn. Katie er lágvaxin, kemur sér í stöðu, það er brotið á henni og það er aukaspyrna. Hann veit það ekki því hann hefur ekki dæmt hjá okkur í sumar. Í framtíðinni þarf að velja dómara sem þekkja leikmennina í báðum liðum svo það sé samræmi.“ Þróttur var 2-0 undir í hálfleik en átti góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks án þess þó að skapa sér mörg afgerandi færi. „Ég bað leikmennina bara að halda áfram. Þetta var í fínu lagi. Þær fengu ekki haug af færum. Við ætluðum bara að gera það sem við höfðum gert og bíða eftir tækifærunum. Fram að þriðja markinu vorum við ofan á í leiknum. En þær nýttu sér mistök okkar. Þú gefur þeim eitt hálffæri og þær nýta sér það til fullnustu,“ sagði Nik. Þrátt fyrir tapið í kvöld gengur Nik sáttur frá tímabilinu enda náði Þróttur sínum besta árangri frá upphafi; endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar og komst í bikarúrslit. „Að sjálfsögðu. Fyrir tveimur árum voru þessir leikmenn í Lengjudeildinni og væntingarnar voru ekki miklar. En við unnum hana auðveldlega og höfum byggt ofan á það. Þetta er örugglega eitt af yngstu liðunum sem hefur komist í bikarúrslit og ég er mjög stoltur af því,“ sagði Nik. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmönnum Þróttar í hástert eftir leikinn en þeir fjölmenntu á leikinn og létu vel í sér heyra. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að við ættum frábæra stuðningsmenn en þetta var á allt öðrum skala. Fyrir Þrótt sem félag er þetta örugglega besti dagurinn sem þeir hafa átt, jafnvel þótt við höfum tapað. Þeir héldu alltaf áfram að syngja. Þetta er stuðningur sem á engan sinn líkan,“ sagði Nik að lokum. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Tengdar fréttir „Ógeðslega stolt af liðinu“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0. 1. október 2021 22:02 „Hún er magnaður leikmaður“ Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur. 1. október 2021 21:16 Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. 1. október 2021 21:38 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
„Ógeðslega stolt af liðinu“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0. 1. október 2021 22:02
„Hún er magnaður leikmaður“ Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur. 1. október 2021 21:16
Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. 1. október 2021 21:38