Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 1. október 2021 17:38 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi mun ráða útgáfu kjörbréfa í kjördæminu. Vísir/Vilhelm Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi Pírata í Norvesturkjördæmi lagði formlega fram kæru vegna þess hvernig staðið var að vörslu kjörgagna og endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi og afhenti dómsmálaráðuneytinu og starfandi forseta Alþingis kæruna í dag. „Við teljum að hver og ein málsástæða sem tilgreind er í kærunni, hvað þá heldur allar saman, eigi að leiða til þess að það beri að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi og kjósa að nýju,“ segir Magnús. Við endurtalningu atkvæða misstu fimm jöfnunarþingmenn sem náð höfðu kjöri eftir fyrri talningu í Norðvesturkjöri sæti sitt og fimm aðrir frá sömu flokkum fóru inn eftir seinni talninguna. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir stöðuna erfiða. „Þetta er bara vont mál en undirbúningskjörbréfanefndin hefur starfað áður og það er ýmislegt sem þarf að fara yfir og við sinnum bara þeirri ábyrgð og skyldu okkar,“ segir Willum. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún harmar þá stöðu sem komin væri upp varðandi störf hennar og biður frambjóðendur og kjósendur afsökunar. Ekki sé við talningarfók og starfsfólk að sakast sem unnið hafi störf sín af alúð. Magnús Davíð segir mikið undir varðandi traust á kosningakerfinu í málinu. „Og það er auðvitað bagalegt að viðskulum vera í þessari stöðu en ég trúi því og treysti að þingmenn muni skoða þetta mál af fullri alvöru og sanngirni og komast að réttri niðurstöðu í málinu,“ segir Magnús. Það eykur enn á flækjustig málsins að kærufrestur vegna kosninganna er fjórar vikur. Guðmundur Gunnarsson, einn þeirra frambjóðenda sem var inni á þingi eftir upphaflega talningu en ekki endurtalningu hyggst kæra framkvæmd kosninganna. Þetta segir hann í samtali við Ríkisútvarpið. Nú er það á borði nýkjörins Alþingis að staðfesta niðurstöðu kosninganna eða skera úr um að þær hafi verið ólögmætar. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Fleiri fréttir Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Sjá meira
Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi Pírata í Norvesturkjördæmi lagði formlega fram kæru vegna þess hvernig staðið var að vörslu kjörgagna og endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi og afhenti dómsmálaráðuneytinu og starfandi forseta Alþingis kæruna í dag. „Við teljum að hver og ein málsástæða sem tilgreind er í kærunni, hvað þá heldur allar saman, eigi að leiða til þess að það beri að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi og kjósa að nýju,“ segir Magnús. Við endurtalningu atkvæða misstu fimm jöfnunarþingmenn sem náð höfðu kjöri eftir fyrri talningu í Norðvesturkjöri sæti sitt og fimm aðrir frá sömu flokkum fóru inn eftir seinni talninguna. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir stöðuna erfiða. „Þetta er bara vont mál en undirbúningskjörbréfanefndin hefur starfað áður og það er ýmislegt sem þarf að fara yfir og við sinnum bara þeirri ábyrgð og skyldu okkar,“ segir Willum. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún harmar þá stöðu sem komin væri upp varðandi störf hennar og biður frambjóðendur og kjósendur afsökunar. Ekki sé við talningarfók og starfsfólk að sakast sem unnið hafi störf sín af alúð. Magnús Davíð segir mikið undir varðandi traust á kosningakerfinu í málinu. „Og það er auðvitað bagalegt að viðskulum vera í þessari stöðu en ég trúi því og treysti að þingmenn muni skoða þetta mál af fullri alvöru og sanngirni og komast að réttri niðurstöðu í málinu,“ segir Magnús. Það eykur enn á flækjustig málsins að kærufrestur vegna kosninganna er fjórar vikur. Guðmundur Gunnarsson, einn þeirra frambjóðenda sem var inni á þingi eftir upphaflega talningu en ekki endurtalningu hyggst kæra framkvæmd kosninganna. Þetta segir hann í samtali við Ríkisútvarpið. Nú er það á borði nýkjörins Alþingis að staðfesta niðurstöðu kosninganna eða skera úr um að þær hafi verið ólögmætar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Fleiri fréttir Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Sjá meira
Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54