„Getum ekki beðið eftir því að spila“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 13:32 Ásta Eir Árnadóttir hefur tvisvar sinnum orðið bikarmeistari með Breiðabliki. stöð 2 sport Ásta Eir Einarsdóttir getur í kvöld lyft fyrsta bikarnum eftir að hún við fyrirliðabandinu hjá Breiðabliki. Blikar mæta þá Þrótturum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Ásta segir að það sé hugur í Blikum fyrir leik kvöldsins og þeir ætli sér að vinna sinn þrettánda bikarmeistaratitil. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur. Þetta hefur verið löng bið eftir leiknum þannig að við getum ekki beðið eftir því að spila,“ sagði Ásta. Blikar hafa ekki spilað síðan 12. september þegar lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar fór fram. Þar vann Breiðablik einmitt Þrótt, 6-1. „Við tókum rólega æfingaviku eftir að deildin kláraðist en höfum núna æft af fullum krafti og spiluðum æfingaleik í síðustu viku. Það hefur verið góður andi á æfingum og undirbúningurinn góður,“ sagði Ásta. Stefna á titil á hverju sumri Blikar enduðu í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og vilja ekki ganga titlalausar frá tímabilinu. „Við stefnum á titil á hverju einasta sumri og að það yrði mjög sterkt fyrir okkur að taka þennan titil. Við viljum vinna bikarmeistaratitilinn og það er stefnan,“ sagði Ásta. Mikill munur er á reynslu Breiðabliks og Þróttar þegar kemur að stórum leikjum. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Þróttara á meðan Blikar eru í sínum nítjánda úrslitaleik. Þrátt fyrir það og úrslitin í síðasta leik Breiðabliks og Þróttar á Ásta von á alvöru leik í kvöld. Þær eru virkilega góðar „Þetta verður bara hörkuleikur. Síðasti leikurinn í deildinni hefur ekkert að segja. Þetta er allt önnur keppni og þær eru virkilega góðar. Fyrri deildarleikurinn í sumar var hörkuleikur þar sem við unnum á síðustu mínútunni. Þetta verður stál í stál. Það er alltaf sjarmi yfir bikarnum og sérstaklega skemmtilegir leikir þannig að ég held að þetta verði mjög góð skemmtun,“ sagði Ásta. Í síðasta mánuði komst Breiðablik, fyrst íslenskra liða, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hún hefst í næstu viku en þá fær Breiðablik franska stórliðið Paris Saint-Germain í heimsókn. Ásta segir þrátt fyrir að þessi stóri leikur bíði sé öll einbeiting Blika á bikarúrslitaleiknum. „Þetta hefur verið áskorun en við erum ekkert að pæla í þeim leik eins og staðan er núna. Það er full einbeiting á bikarúrslitaleikinn og svo tekur spennandi verkefni við eftir helgi,“ sagði Ásta að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Ásta segir að það sé hugur í Blikum fyrir leik kvöldsins og þeir ætli sér að vinna sinn þrettánda bikarmeistaratitil. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur. Þetta hefur verið löng bið eftir leiknum þannig að við getum ekki beðið eftir því að spila,“ sagði Ásta. Blikar hafa ekki spilað síðan 12. september þegar lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar fór fram. Þar vann Breiðablik einmitt Þrótt, 6-1. „Við tókum rólega æfingaviku eftir að deildin kláraðist en höfum núna æft af fullum krafti og spiluðum æfingaleik í síðustu viku. Það hefur verið góður andi á æfingum og undirbúningurinn góður,“ sagði Ásta. Stefna á titil á hverju sumri Blikar enduðu í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og vilja ekki ganga titlalausar frá tímabilinu. „Við stefnum á titil á hverju einasta sumri og að það yrði mjög sterkt fyrir okkur að taka þennan titil. Við viljum vinna bikarmeistaratitilinn og það er stefnan,“ sagði Ásta. Mikill munur er á reynslu Breiðabliks og Þróttar þegar kemur að stórum leikjum. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Þróttara á meðan Blikar eru í sínum nítjánda úrslitaleik. Þrátt fyrir það og úrslitin í síðasta leik Breiðabliks og Þróttar á Ásta von á alvöru leik í kvöld. Þær eru virkilega góðar „Þetta verður bara hörkuleikur. Síðasti leikurinn í deildinni hefur ekkert að segja. Þetta er allt önnur keppni og þær eru virkilega góðar. Fyrri deildarleikurinn í sumar var hörkuleikur þar sem við unnum á síðustu mínútunni. Þetta verður stál í stál. Það er alltaf sjarmi yfir bikarnum og sérstaklega skemmtilegir leikir þannig að ég held að þetta verði mjög góð skemmtun,“ sagði Ásta. Í síðasta mánuði komst Breiðablik, fyrst íslenskra liða, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hún hefst í næstu viku en þá fær Breiðablik franska stórliðið Paris Saint-Germain í heimsókn. Ásta segir þrátt fyrir að þessi stóri leikur bíði sé öll einbeiting Blika á bikarúrslitaleiknum. „Þetta hefur verið áskorun en við erum ekkert að pæla í þeim leik eins og staðan er núna. Það er full einbeiting á bikarúrslitaleikinn og svo tekur spennandi verkefni við eftir helgi,“ sagði Ásta að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira