Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 1. október 2021 10:47 Vísir/Einar Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. Hinar óformlegu stjórnarmyndunarviðræður gætu þó brátt orðið formlegar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þau hingað til hafa rætt um það sem hefði reynst flokkunum erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. „Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á það að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagðist ekki þora að segja til um hvað langur tími færi í þessar viðræður. Hann héldi þó að það þyrfti að fara í nánari útfærslu í næstu viku. „Við erum ennþá að vinna í rammanum okkar á milli.“ Aðspurður um hvort þau væru kominn á þann stað að þau væru viss um að þau myndu vilja mynda ríkisstjórn sagði Bjarni að honum liði vel með samtal þeirra. „Það er ekkert sem ég hef áhyggjur af en maður veit ekkert fyrr en við höfum farið ofan í saumana á málum og það er það sem bíður okkar. Í dag og kannski einhverja daga.“ „Þetta tekur bara tíma,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er sömuleiðis jákvæður um viðræðurnar og segir að eftir helgi, eða mögulega í lok þessa dags, væri mögulega hægt að breyta þessum óformlegu viðræðum í formlegar. „Það er alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka þannig að þau mál sem við lögðum áherslu á var það sem fólk kaus. Það hlýtur að endurspeglast í þessari vinnu okkar.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Vísir/Einar „Við vinnum þetta eins vel og við getum,“ sagði Katrín. „Það er það sem skiptir máli í þessu, að vanda sig þegar lagt er af stað.“ Hún sagði ríkisstjórnina hafa fengið nokkuð skýr skilaboð frá þessum kosningum. Hún hefði fengið afgerandi stuðning og það væri leiðarljós þeirra. Varðandi fregnir af því að viðræður um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín ekki hafa verið rætt um hvernig ætti að skipta til verka. Ákveðnar breytingar hefðu þó verið ræddar og þar á meðal um tilflutning verkefna. „Ég hef lagt áherslu á í þessum viðræðum að fyrst þarf að leggja hinn málefnalega grunn og ræða hvaða verkefni við viljum leggja áherslu á og hvernig við ætlum að leysa úr öðrum málum,“ sagði Katrín. „Þegar það liggur fyrir, þá getum við farið að ræða hvernig við skipum fólki til verka.“ Katrín sagði að ef allt gengi upp, gæti sú vinna hafist eftir helgina. Þá sagðist Katrín hafa farið á fund forseta Íslands í morgun og gert honum grein fyrir stöðunni. Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson, forseti. Katrín sagði aftur að ríkisstjórnin hefði gott umboð til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Það breytti því þó ekki að þau vilji fara yfir stöðuna og leggja nýtt mat á hana og horfa til samstarfsins. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Hinar óformlegu stjórnarmyndunarviðræður gætu þó brátt orðið formlegar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þau hingað til hafa rætt um það sem hefði reynst flokkunum erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. „Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á það að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagðist ekki þora að segja til um hvað langur tími færi í þessar viðræður. Hann héldi þó að það þyrfti að fara í nánari útfærslu í næstu viku. „Við erum ennþá að vinna í rammanum okkar á milli.“ Aðspurður um hvort þau væru kominn á þann stað að þau væru viss um að þau myndu vilja mynda ríkisstjórn sagði Bjarni að honum liði vel með samtal þeirra. „Það er ekkert sem ég hef áhyggjur af en maður veit ekkert fyrr en við höfum farið ofan í saumana á málum og það er það sem bíður okkar. Í dag og kannski einhverja daga.“ „Þetta tekur bara tíma,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er sömuleiðis jákvæður um viðræðurnar og segir að eftir helgi, eða mögulega í lok þessa dags, væri mögulega hægt að breyta þessum óformlegu viðræðum í formlegar. „Það er alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka þannig að þau mál sem við lögðum áherslu á var það sem fólk kaus. Það hlýtur að endurspeglast í þessari vinnu okkar.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Vísir/Einar „Við vinnum þetta eins vel og við getum,“ sagði Katrín. „Það er það sem skiptir máli í þessu, að vanda sig þegar lagt er af stað.“ Hún sagði ríkisstjórnina hafa fengið nokkuð skýr skilaboð frá þessum kosningum. Hún hefði fengið afgerandi stuðning og það væri leiðarljós þeirra. Varðandi fregnir af því að viðræður um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín ekki hafa verið rætt um hvernig ætti að skipta til verka. Ákveðnar breytingar hefðu þó verið ræddar og þar á meðal um tilflutning verkefna. „Ég hef lagt áherslu á í þessum viðræðum að fyrst þarf að leggja hinn málefnalega grunn og ræða hvaða verkefni við viljum leggja áherslu á og hvernig við ætlum að leysa úr öðrum málum,“ sagði Katrín. „Þegar það liggur fyrir, þá getum við farið að ræða hvernig við skipum fólki til verka.“ Katrín sagði að ef allt gengi upp, gæti sú vinna hafist eftir helgina. Þá sagðist Katrín hafa farið á fund forseta Íslands í morgun og gert honum grein fyrir stöðunni. Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson, forseti. Katrín sagði aftur að ríkisstjórnin hefði gott umboð til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Það breytti því þó ekki að þau vilji fara yfir stöðuna og leggja nýtt mat á hana og horfa til samstarfsins.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira