Allir vinnufélagar fyrirliða Þróttar ætla að mæta á stærsta leik í sögu félagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 11:31 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir getur í kvöld orðið fyrsti fyrirliði Þróttar til að lyfta bikarnum. stöð 2 sport Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir að bikarúrslitaleikurinn gegn Breiðabliki sé stærsti leikur í sögu félagsins. Þróttur endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og er komið í bikarúrslit í fyrsta sinn. Andstæðingurinn er öllu reyndari á því sviði en Breiðablik hefur tólf sinnum orðið bikarmeistari. Álfhildur svaraði því játandi er hún var spurð hvort bikarúrslitaleikurinn væri sá stærsti í sögu Þróttar. „Jú, ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er sögulegt afrek hjá okkur í meistaraflokki kvenna,“ sagði fyrirliðinn. Sigur út af fyrir sig að vera komnar í bikarúrslit Álfhildur segir að Þróttarar líti alltaf á sumarið sem jákvætt sama hvernig úrslitaleikurinn fer. En þær ætla sér að sjálfsögðu sigur í honum. „Auðvitað horfum við alltaf á tímabilið sem ótrúlega gott hjá okkur. Þetta er rosalega stór leikur og sigur út af fyrir sig að vera kominn í hann. Við reynum að fagna sama hvernig fer en auðvitað reynum við að ná sigri,“ sagði Álfhildur í samtali við Vísi. Ekki eru nema tvö ár síðan Þróttur var í næstefstu deild og liðið hefur tekið stór skref fram á við. „Svo margt hefur spilað inn í ótrúlegan árangur hjá okkur, þjálfarateymið, kjarninn í liðinu, útlendingarnir sem við höfum fengið og aðdáendurnir líka. Þeir hafa gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Álfhildur. Held að stúkan verði mjög rauð Greinileg tilhlökkun er fyrir bikarúrslitaleiknum í Laugardalnum og Álfhildur á von á að Þróttarar fjölmenni í kvöld. „Það hefur verið ótrúlega mikil stemmning í félaginu og þau styðja svo ótrúlega vel við okkur. Maður hefur náð að draga fullt af fólki að og öll vinnan ætlar að mæta. Ég held að stúkan verði mjög rauð,“ sagði Álfhildur. Breiðablik og Þróttur mættust í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar 12. september. Þar unnu Blikar 6-1 sigur. Álfhildur segir að það skipti litlu þegar út í leik kvöldsins verði komið. „Nei, það er allt annar pakki. Við erum búnar að fá nokkrar stelpur inn sem voru ekki þá. Maður var auðvitað hundfúll eftir þann leik en þetta verður allt annað,“ sagði Álfhildur að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Þróttur endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og er komið í bikarúrslit í fyrsta sinn. Andstæðingurinn er öllu reyndari á því sviði en Breiðablik hefur tólf sinnum orðið bikarmeistari. Álfhildur svaraði því játandi er hún var spurð hvort bikarúrslitaleikurinn væri sá stærsti í sögu Þróttar. „Jú, ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er sögulegt afrek hjá okkur í meistaraflokki kvenna,“ sagði fyrirliðinn. Sigur út af fyrir sig að vera komnar í bikarúrslit Álfhildur segir að Þróttarar líti alltaf á sumarið sem jákvætt sama hvernig úrslitaleikurinn fer. En þær ætla sér að sjálfsögðu sigur í honum. „Auðvitað horfum við alltaf á tímabilið sem ótrúlega gott hjá okkur. Þetta er rosalega stór leikur og sigur út af fyrir sig að vera kominn í hann. Við reynum að fagna sama hvernig fer en auðvitað reynum við að ná sigri,“ sagði Álfhildur í samtali við Vísi. Ekki eru nema tvö ár síðan Þróttur var í næstefstu deild og liðið hefur tekið stór skref fram á við. „Svo margt hefur spilað inn í ótrúlegan árangur hjá okkur, þjálfarateymið, kjarninn í liðinu, útlendingarnir sem við höfum fengið og aðdáendurnir líka. Þeir hafa gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Álfhildur. Held að stúkan verði mjög rauð Greinileg tilhlökkun er fyrir bikarúrslitaleiknum í Laugardalnum og Álfhildur á von á að Þróttarar fjölmenni í kvöld. „Það hefur verið ótrúlega mikil stemmning í félaginu og þau styðja svo ótrúlega vel við okkur. Maður hefur náð að draga fullt af fólki að og öll vinnan ætlar að mæta. Ég held að stúkan verði mjög rauð,“ sagði Álfhildur. Breiðablik og Þróttur mættust í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar 12. september. Þar unnu Blikar 6-1 sigur. Álfhildur segir að það skipti litlu þegar út í leik kvöldsins verði komið. „Nei, það er allt annar pakki. Við erum búnar að fá nokkrar stelpur inn sem voru ekki þá. Maður var auðvitað hundfúll eftir þann leik en þetta verður allt annað,“ sagði Álfhildur að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira