Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2021 20:35 Það tók meðalhraustan fréttamann í yngri kantinum um fimmtíu sekúndur að ganga rösklega úr nýja kvennaklefanum og upp í innilaugina í Sundhöllinni. Skjáskot/Stöð 2 Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. Styr hefur staðið um Sundhöllina eftir að doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir sendi bréf með umkvörtunum á bæði borgina og Landlækni. Í bréfinu sem Vilborg, fastagestur laugarinnar til margra ára, sendi landlækni lýsir hún því að ófremdarástand ríki í Sundhöllinni vegna ófullnægjandi nýbyggingar kvennaklefa. Núverandi ástand sé heilsuspillandi og hindri það að eldri konur og skólastúlkur geti sótt innilaug Sundhallarinnar að vetrarlagi. Þetta er jafnframt mál sem Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur vakið athygli á á vettvangi borgarstjórnar síðustu misseri. Frá því að nýi kvennaklefinn var opnaður í Sundhöllinni fyrir fáeinum árum hefur leiðin fyrir konur út í innilaug lengst talsvert. Og það er einmitt það sem gagnrýni Vilborgar lýtur helst að, að þessi leið sem fréttamaður sést fara fara í meðfylgjandi myndskeiði; frá nýja kvennaklefanum, fram hjá sundlauginni, heitapottinum og loks upp í innilaugina, sé alltof of löng. Gangan tók meðalhraustan fréttamann í yngri kantinum tæpar fimmtíu sekúndur. Fyrir breytingar gengu konur beint út úr gamla kvennaklefanum og í innilaugina. Bára Grímsdóttir og Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestir.Vísir/Sigurjón Fastagestir sem fréttastofa ræddi við taka að sumu leyti undir gagnrýni Vilborgar og taka litlu skólasundsstúlkurnar sem dæmi. „Þær þurfa að fara hérna í kulda og frosti og svo er ég aftur að hugsa um fullorðnu konurnar, og ég er orðin kannski fullorðin þó ég telji mig unga, þær þurfa líka að fara þessa löngu vegalengd,“ segir Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestur. Þá hefði verið betra að geta notað áfram gamla kvennaklefann, sem þó er verið að gera upp og ráðgert er að taka í notkun í einhverri mynd þegar verkinu er lokið. „Þetta er svo sjarmerandi og líka, ég hef ekki verið ánægð með að þurfa að labba í kuldanum þessa vegalengd,“ segir Bára Grímsdóttir, annar Sundhallargestur. Annars séu þær hæstánægðar með Sundhöllina eftir breytingar. „Arkítektúrinn þarna inni [í nýja kvennaklefanum] er stórkostlegur og það er yndislegt að vera þar. Ég byrjaði að koma hérna nokkurra ára og elska þessa Sundhöll,“ segir Selma. Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Styr hefur staðið um Sundhöllina eftir að doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir sendi bréf með umkvörtunum á bæði borgina og Landlækni. Í bréfinu sem Vilborg, fastagestur laugarinnar til margra ára, sendi landlækni lýsir hún því að ófremdarástand ríki í Sundhöllinni vegna ófullnægjandi nýbyggingar kvennaklefa. Núverandi ástand sé heilsuspillandi og hindri það að eldri konur og skólastúlkur geti sótt innilaug Sundhallarinnar að vetrarlagi. Þetta er jafnframt mál sem Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur vakið athygli á á vettvangi borgarstjórnar síðustu misseri. Frá því að nýi kvennaklefinn var opnaður í Sundhöllinni fyrir fáeinum árum hefur leiðin fyrir konur út í innilaug lengst talsvert. Og það er einmitt það sem gagnrýni Vilborgar lýtur helst að, að þessi leið sem fréttamaður sést fara fara í meðfylgjandi myndskeiði; frá nýja kvennaklefanum, fram hjá sundlauginni, heitapottinum og loks upp í innilaugina, sé alltof of löng. Gangan tók meðalhraustan fréttamann í yngri kantinum tæpar fimmtíu sekúndur. Fyrir breytingar gengu konur beint út úr gamla kvennaklefanum og í innilaugina. Bára Grímsdóttir og Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestir.Vísir/Sigurjón Fastagestir sem fréttastofa ræddi við taka að sumu leyti undir gagnrýni Vilborgar og taka litlu skólasundsstúlkurnar sem dæmi. „Þær þurfa að fara hérna í kulda og frosti og svo er ég aftur að hugsa um fullorðnu konurnar, og ég er orðin kannski fullorðin þó ég telji mig unga, þær þurfa líka að fara þessa löngu vegalengd,“ segir Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestur. Þá hefði verið betra að geta notað áfram gamla kvennaklefann, sem þó er verið að gera upp og ráðgert er að taka í notkun í einhverri mynd þegar verkinu er lokið. „Þetta er svo sjarmerandi og líka, ég hef ekki verið ánægð með að þurfa að labba í kuldanum þessa vegalengd,“ segir Bára Grímsdóttir, annar Sundhallargestur. Annars séu þær hæstánægðar með Sundhöllina eftir breytingar. „Arkítektúrinn þarna inni [í nýja kvennaklefanum] er stórkostlegur og það er yndislegt að vera þar. Ég byrjaði að koma hérna nokkurra ára og elska þessa Sundhöll,“ segir Selma.
Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira