Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 14:29 Talsverðar jarðhræringar hafa verið við Keili undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. Skjálftinn er einn þeirra stærri sem orðið hefur við Keili síðustu daga. Sá stærsti varð í nótt en hann var 3,7 að stærð. Skjálftinn var á um sex kílómetra dýpi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að á milli 1500 og 1800 skjálftar hafi riðið yfir við Keili síðan hrinan hófst. „Það er búið að fara yfir virknina þarna og það var deila hvort þetta væru skjálftar sem eru á sprungu sem liggur þarna við Keili eða hvort þeir væru frá kviku sem er að troða sér upp. Ef það væri að koma kvika upp sæjum við það ekki fyrr en eftir nokkra daga,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Um tíu tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum nú um klukkan tvö, allar af höfuðborgarsvæðinu. Hinn möguleikinn sé að jarðskjálftarnir séu vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. „Já, það er hinn möguleikinn að það sé eitthvað tengt því í rauninni en það er erfitt að segja núna hvað þetta er.“ Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk nú um klukkan þrjú þar sem staðan, bæði við Keili og í Öskju þar sem landris hefur aukist undanfarið, var til umræðu. InSAR-gervitunglamyndir voru til skoðunar á fundinum og segir Lovísa að þær bendi ekki til að landris sé við Keili. „Fólk var ekki alveg sammála um hvað þetta sé. Það er komin InSER-mynd, sem er gervitunglamynd, og hún sýndi ekki neitt ris. Það bendir til þess eins og er að það sé ekki kvikuinnskot en það var nefnt að þessi virkni sé svo nýlega tilkomin að það taki nokkra daga að sjást á þessum myndum. Þannig að það er ekki hægt að útiloka [kvikuinnskot] alveg strax,“ segir Lovísa. „Sumir héldu að þetta væri hreinlega bara skjálftar á sprungu sem er á þessu svæði þannig að tíminn mun leiða í ljós hvað þetta er.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:20 með nýjum upplýsingum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Skjálftinn er einn þeirra stærri sem orðið hefur við Keili síðustu daga. Sá stærsti varð í nótt en hann var 3,7 að stærð. Skjálftinn var á um sex kílómetra dýpi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að á milli 1500 og 1800 skjálftar hafi riðið yfir við Keili síðan hrinan hófst. „Það er búið að fara yfir virknina þarna og það var deila hvort þetta væru skjálftar sem eru á sprungu sem liggur þarna við Keili eða hvort þeir væru frá kviku sem er að troða sér upp. Ef það væri að koma kvika upp sæjum við það ekki fyrr en eftir nokkra daga,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Um tíu tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum nú um klukkan tvö, allar af höfuðborgarsvæðinu. Hinn möguleikinn sé að jarðskjálftarnir séu vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. „Já, það er hinn möguleikinn að það sé eitthvað tengt því í rauninni en það er erfitt að segja núna hvað þetta er.“ Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk nú um klukkan þrjú þar sem staðan, bæði við Keili og í Öskju þar sem landris hefur aukist undanfarið, var til umræðu. InSAR-gervitunglamyndir voru til skoðunar á fundinum og segir Lovísa að þær bendi ekki til að landris sé við Keili. „Fólk var ekki alveg sammála um hvað þetta sé. Það er komin InSER-mynd, sem er gervitunglamynd, og hún sýndi ekki neitt ris. Það bendir til þess eins og er að það sé ekki kvikuinnskot en það var nefnt að þessi virkni sé svo nýlega tilkomin að það taki nokkra daga að sjást á þessum myndum. Þannig að það er ekki hægt að útiloka [kvikuinnskot] alveg strax,“ segir Lovísa. „Sumir héldu að þetta væri hreinlega bara skjálftar á sprungu sem er á þessu svæði þannig að tíminn mun leiða í ljós hvað þetta er.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:20 með nýjum upplýsingum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56
Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17
Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31