Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2021 18:31 Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Vísir/Egill Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. Hrinan hófst að kvöldi mánudags og fer stækkandi. 8 skjálftar hafa mælst um 2,5 að stærð en sá stærsti, 3,5 reið yfir á tólfta tímanum í morgun. Skjálftavirknin er á milli Litlahrúts, þar sem norðurendu kvikugangsins við Fagradalsfjall er, og Keilis. „Skjálftinn sem við fundum um ellefu leytið, minnir okkur á umbrotatímann áður en eldgosið hófst í Fagradalsfjalli,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Þetta er að valda ykkur ákveðnu hugarangri? „Við erum að skoða þessa atburðarás vel, sérstaklega af því eldgosið í Fagradalsfjalli er stopp í bili. Og þá er kannski sérstakt tímabil aðgæslu þegar við fáum svona jarðskjálftahrinu. Þetta geta líka markað ákveðin endalok, að kvikan nái sér ekki upp á yfirborð. En líka að það verði einhver þáttaskil. Jarðskjálftavirknin núna er klárlega þáttaskil. Hvað gerist næst? Við þurfum að fylgjast vel með því við getum ekki alveg sagt til um það,“ segir Freysteinn. Verði eldsuppkoma við Keili, norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, er líklegra að hraun renni í átt að Reykjanesbraut. Freysteinn telur að gos við Keili myndi verða svipað og í Fagradalsfjalli. „Það er þrýstingur í þessum kvikugeymi neðanjarðar sem stjórnar. En vissulega líka gosrás sem getur opnast. En það er kannski líklegasta atburðarásin. Ég held að næstu dagar skipti miklu máli í þessu. Ef þetta er kvikurás sem væri að opnast, þá gæti það gerst á tímaskalanum nokkrir dagar.“ En vísindamenn sjá ekki hvort kvika sé að streyma undir svæðinu sem um ræðir. Greina þarf breytingar í landslagi með gervitunglamyndum sem berast í kvöld eða í nótt. Fyrir gosið í Fagradalsfjalli var búist við skjálfta að stærð 6,5. Freysteinn býst ekki við því í þetta skiptið því mikil spenna hafi losnað úr kerfinu fyrir gosið í Fagradalsfjalli. „Það kæmi mér frekar á óvart en við skulum tala varlega.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Hrinan hófst að kvöldi mánudags og fer stækkandi. 8 skjálftar hafa mælst um 2,5 að stærð en sá stærsti, 3,5 reið yfir á tólfta tímanum í morgun. Skjálftavirknin er á milli Litlahrúts, þar sem norðurendu kvikugangsins við Fagradalsfjall er, og Keilis. „Skjálftinn sem við fundum um ellefu leytið, minnir okkur á umbrotatímann áður en eldgosið hófst í Fagradalsfjalli,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Þetta er að valda ykkur ákveðnu hugarangri? „Við erum að skoða þessa atburðarás vel, sérstaklega af því eldgosið í Fagradalsfjalli er stopp í bili. Og þá er kannski sérstakt tímabil aðgæslu þegar við fáum svona jarðskjálftahrinu. Þetta geta líka markað ákveðin endalok, að kvikan nái sér ekki upp á yfirborð. En líka að það verði einhver þáttaskil. Jarðskjálftavirknin núna er klárlega þáttaskil. Hvað gerist næst? Við þurfum að fylgjast vel með því við getum ekki alveg sagt til um það,“ segir Freysteinn. Verði eldsuppkoma við Keili, norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, er líklegra að hraun renni í átt að Reykjanesbraut. Freysteinn telur að gos við Keili myndi verða svipað og í Fagradalsfjalli. „Það er þrýstingur í þessum kvikugeymi neðanjarðar sem stjórnar. En vissulega líka gosrás sem getur opnast. En það er kannski líklegasta atburðarásin. Ég held að næstu dagar skipti miklu máli í þessu. Ef þetta er kvikurás sem væri að opnast, þá gæti það gerst á tímaskalanum nokkrir dagar.“ En vísindamenn sjá ekki hvort kvika sé að streyma undir svæðinu sem um ræðir. Greina þarf breytingar í landslagi með gervitunglamyndum sem berast í kvöld eða í nótt. Fyrir gosið í Fagradalsfjalli var búist við skjálfta að stærð 6,5. Freysteinn býst ekki við því í þetta skiptið því mikil spenna hafi losnað úr kerfinu fyrir gosið í Fagradalsfjalli. „Það kæmi mér frekar á óvart en við skulum tala varlega.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira