Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2021 16:50 Arnar Þór Jónsson hefur tekið þá ákvörðun að hætta sem héraðsdómari. vísir/þþ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. Arnar Þór skrifar stuttan pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá þeirri ákvörðun sinni að láta af störfum sem dómari. „Eftir viðburðaríka vegferð síðustu daga – og mánaða - stend ég á krossgötum. Þótt þær liggi annars staðar en ég hafði vonað eru engin ljón í augsýn. Ég hef legið undir feldi síðustu daga og velt við öllum steinum um nútíð og framtíð,“ segir Arnar en hann skipaði fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. Litlu munaði að hann kæmist inn á þing. Arnar Þór vakti mikla athygli í aðdraganda kosninganna fyrir skoðanaríkar greinar og vildu ýmsir meina að hann væri þar með að tefla hæfi sínu sem dómari í tvísýnu. Það eru þó ekki þær raddir sem ráða för, ef marka má Arnar Þór sjálfan. „Dómaraembættið hefur hentað mér vel að sumu leyti, en umhverfið hefur þrengt að hugsun minni og oft hefur mér liðið eins og fugli í búri. Það besta við að kúpla mig frá þessu hlutverki síðustu mánuði er að mér hefur aftur liðið eins og frjálsum manni með sjálfstæða rödd. Ég hef verið frelsinu feginn og hjartað segir að ég eigi að velja leið frelsis.“ Arnar Þór segir að það sé á þessum forsendum sem hann taki þá ákvörðun að stíga út fyrir skorður dómskerfisins og nýta bæði meðbyr og mótbyr til að taka flugið á nýjum vettvangi. „Ég mun njóta þess að tala, skrifa og vinna að mínum hugðarefnum laus við ytri fjötra með bjartsýni og trú að leiðarljósi.“ Vistaskipti Alþingiskosningar 2021 Dómstólar Tengdar fréttir Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kynntur Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fundi Kjördæmisráðs flokksins sem fór fram í Valhöll í gær. 9. júlí 2021 08:35 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Arnar Þór skrifar stuttan pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá þeirri ákvörðun sinni að láta af störfum sem dómari. „Eftir viðburðaríka vegferð síðustu daga – og mánaða - stend ég á krossgötum. Þótt þær liggi annars staðar en ég hafði vonað eru engin ljón í augsýn. Ég hef legið undir feldi síðustu daga og velt við öllum steinum um nútíð og framtíð,“ segir Arnar en hann skipaði fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. Litlu munaði að hann kæmist inn á þing. Arnar Þór vakti mikla athygli í aðdraganda kosninganna fyrir skoðanaríkar greinar og vildu ýmsir meina að hann væri þar með að tefla hæfi sínu sem dómari í tvísýnu. Það eru þó ekki þær raddir sem ráða för, ef marka má Arnar Þór sjálfan. „Dómaraembættið hefur hentað mér vel að sumu leyti, en umhverfið hefur þrengt að hugsun minni og oft hefur mér liðið eins og fugli í búri. Það besta við að kúpla mig frá þessu hlutverki síðustu mánuði er að mér hefur aftur liðið eins og frjálsum manni með sjálfstæða rödd. Ég hef verið frelsinu feginn og hjartað segir að ég eigi að velja leið frelsis.“ Arnar Þór segir að það sé á þessum forsendum sem hann taki þá ákvörðun að stíga út fyrir skorður dómskerfisins og nýta bæði meðbyr og mótbyr til að taka flugið á nýjum vettvangi. „Ég mun njóta þess að tala, skrifa og vinna að mínum hugðarefnum laus við ytri fjötra með bjartsýni og trú að leiðarljósi.“
Vistaskipti Alþingiskosningar 2021 Dómstólar Tengdar fréttir Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kynntur Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fundi Kjördæmisráðs flokksins sem fór fram í Valhöll í gær. 9. júlí 2021 08:35 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kynntur Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fundi Kjördæmisráðs flokksins sem fór fram í Valhöll í gær. 9. júlí 2021 08:35
Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06