Íslendingar ættu ekki von á góðu í Strassbourg Snorri Másson skrifar 29. september 2021 20:30 Eirik Holmøyvik, lögfræðiprófessor við Háskólann í Bergen, varaði við því í grein í fyrra að kosningaákvæði íslensku stjórnarskrárinnar stæðust ekki evrópskan stjórnskipunarrétt. Ágreiningur um kosningar í Norðvesturkjördæmi gæti ratað til Strassbourg. UiB/Kim E. Andreassen. Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir Íslendinga enn geta komið í veg fyrir að kosningin í Norðvesturkjördæmi fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur. Óljóst er hvort ráðist verði í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi að kröfu Pírata. Alþingi mun greiða um það atkvæði bráðlega eftir að kjörbréfanefnd hefur rannsakað málið. Eirik Holmøyvik á sæti í ráðgjafarnefnd Evrópuráðsins um stjórnskipunarmál og hefur verið framsögumaður í málum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, þar sem atkvæðagreiðsla kjörinna fulltrúa um lögmæti eigin kjörs hefur verið dæmd ósamræmanleg evrópskum rétti. Holmøyvik skrifaði grein í fyrra þar sem hann sagði nýlegan slíkan dóm, þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg, eiga að vera víti til varnaðar fyrir meðal annars Íslendinga. Hann varaði með öðrum orðum við þessu. „Þetta er skýr viðvörun og skilaboðin frá Strassbourg eru ákaflega skýr. Þú ert með þessu í grunninn að brjóta grundvallarreglu í evrópskum stjórnskipunarrétti, að enginn geti dæmt um eigin kosningu,“ segir Holmøyvik í samtali við fréttastofu. Píratar þyrftu að sýna fram á að mistök við kosningarnar hefðu haft áhrif á niðurstöðurnar til að geta flutt það fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Síðan sé hægt að kæra það að óháður dómstóll hafi ekki úrskurðað um málið, heldur sjálfir aðilar málsins - þingmennirnir sjálfir. Holmøyvik telur fordæmi hjá Mannréttindadómstólnum þá ekki Íslendingum í hag ef í hart fer. „Með tilliti til skýrrar ákvörðunar í máli Belgíu í fyrra, kæmi það mér mjög á óvart, og það þyrfti raunar sérstakar staðreyndir af öðrum toga í máli Íslands, til þess að niðurstaðan yrði önnur þar,“ segir prófessorinn. Íslendingar þurfi að koma á sérstökum óháðum dómi til að taka málið til meðferðar. „Ég held að það sé mögulegt að forðast kæru til dómstólsins með því að grípa til aðgerða áður en þingið tekur ákvörðun í málinu,“ segir Holmøyvik. Ef nýja stjórnarskráin hefði verið samþykkt óbreytt væri þetta ekki vandamál, enda kveður á um það í henni að það sé landskjörstjórnar að úrskurða endanlega um það hvort þingmaður missi kjörgengi. Þeim úrskurði megi síðan skjóta til dómstóla, en álit Alþingis kemur hvergi við sögu. Holmøyvik skrifaði í grein sinni í Verfassungsblog, sem er eitt helsta tímarit um stjórnskipunarrétt í Evrópu, að ríki sem ætluðu að laga ákvæði sem gæfu þjóðþingum heimild til að dæma um eigin lögmæti, þyrftu í flestum tilvikum óhjákvæmilega að ráðast í stjórnarskrárbreytingar. Gildandi stjórnarskrá: 46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Nýja stjórnarskráin: 43. gr. Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. Landskjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og alþingismanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Úthluta þingsætum á föstudaginn Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar. 29. september 2021 13:01 Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2021 12:34 „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Óljóst er hvort ráðist verði í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi að kröfu Pírata. Alþingi mun greiða um það atkvæði bráðlega eftir að kjörbréfanefnd hefur rannsakað málið. Eirik Holmøyvik á sæti í ráðgjafarnefnd Evrópuráðsins um stjórnskipunarmál og hefur verið framsögumaður í málum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, þar sem atkvæðagreiðsla kjörinna fulltrúa um lögmæti eigin kjörs hefur verið dæmd ósamræmanleg evrópskum rétti. Holmøyvik skrifaði grein í fyrra þar sem hann sagði nýlegan slíkan dóm, þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg, eiga að vera víti til varnaðar fyrir meðal annars Íslendinga. Hann varaði með öðrum orðum við þessu. „Þetta er skýr viðvörun og skilaboðin frá Strassbourg eru ákaflega skýr. Þú ert með þessu í grunninn að brjóta grundvallarreglu í evrópskum stjórnskipunarrétti, að enginn geti dæmt um eigin kosningu,“ segir Holmøyvik í samtali við fréttastofu. Píratar þyrftu að sýna fram á að mistök við kosningarnar hefðu haft áhrif á niðurstöðurnar til að geta flutt það fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Síðan sé hægt að kæra það að óháður dómstóll hafi ekki úrskurðað um málið, heldur sjálfir aðilar málsins - þingmennirnir sjálfir. Holmøyvik telur fordæmi hjá Mannréttindadómstólnum þá ekki Íslendingum í hag ef í hart fer. „Með tilliti til skýrrar ákvörðunar í máli Belgíu í fyrra, kæmi það mér mjög á óvart, og það þyrfti raunar sérstakar staðreyndir af öðrum toga í máli Íslands, til þess að niðurstaðan yrði önnur þar,“ segir prófessorinn. Íslendingar þurfi að koma á sérstökum óháðum dómi til að taka málið til meðferðar. „Ég held að það sé mögulegt að forðast kæru til dómstólsins með því að grípa til aðgerða áður en þingið tekur ákvörðun í málinu,“ segir Holmøyvik. Ef nýja stjórnarskráin hefði verið samþykkt óbreytt væri þetta ekki vandamál, enda kveður á um það í henni að það sé landskjörstjórnar að úrskurða endanlega um það hvort þingmaður missi kjörgengi. Þeim úrskurði megi síðan skjóta til dómstóla, en álit Alþingis kemur hvergi við sögu. Holmøyvik skrifaði í grein sinni í Verfassungsblog, sem er eitt helsta tímarit um stjórnskipunarrétt í Evrópu, að ríki sem ætluðu að laga ákvæði sem gæfu þjóðþingum heimild til að dæma um eigin lögmæti, þyrftu í flestum tilvikum óhjákvæmilega að ráðast í stjórnarskrárbreytingar. Gildandi stjórnarskrá: 46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Nýja stjórnarskráin: 43. gr. Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. Landskjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og alþingismanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla.
Gildandi stjórnarskrá: 46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Nýja stjórnarskráin: 43. gr. Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. Landskjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og alþingismanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Úthluta þingsætum á föstudaginn Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar. 29. september 2021 13:01 Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2021 12:34 „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Úthluta þingsætum á föstudaginn Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar. 29. september 2021 13:01
Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2021 12:34
„Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33