Finnst miður að sjá leiðtogana halda grímulausar kosningavökur Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2021 11:59 pplýsingafundur Almannavarna vegna Covid Foto: Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalækni finnst miður að sjá leiðtoga landsins standa fyrir kosningavökum þar sem sóttvarnareglur voru ekki virtar. Margir hafa fengið skilaboð eftir að einn greindist smitaður sem sótti kosningavöku Framsóknarflokksins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa tölu á hversu margir þurfa að fara í sóttkví eða sýnatöku vegna kosningavöku Framsóknar. Miðast hafi verið við gestalista til að senda út boð, en hann ítrekar að allir sem sóttu vökuna ættu að fara varlega og í sýnatöku, hvort sem þeir voru á gesta lista eða ekki. Fáir voru sjáanlegir með grímur á kosningavökum flokkanna um liðan helgi, en samkvæmt reglum á að nota grímu innandyra ef ekki er hægt að tryggja eins metra nándarreglu. Hvernig finnst þér þá að sjá fólkið sem á að leiða halda kosningavöku þar sem þetta er ekki virt? „Mér finnst það bara alltaf erfitt þegar ekki er farið eftir þessum reglum. Maður sér það víða að fólk er farið að slaka verulega á. Á íþróttaviðburðum til dæmis. Það er greinilega ekkert farið eftir því, jafnvel í miklum þrengslum. Mér finnst bara mjög miður að fólk skuli ekki fara eftir þessum reglum sem eru í gildi. Þetta er í rauninni eina sem við erum með í gangi núna til að hefta útbreiðslu veirunnar og það er mjög mikilvægt að það sé áfram farið eftir því þegar ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu. Í þrengslum innan um ókunnuga aðila eru tilmæli um að nota grímur. Ef þær eru notaðar rétt þá koma þær að gagni og við erum ekkert búin í þessum faraldri og ég hvet fólk til að halda áfram að fara eftir reglum og passa sig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 22 greindust með veiruna í gær en Þórólfur segir að það geti tekið upp undir viku að sjá afleiðingar þessarar kosningahelgar. Átta eru nú á sjúkrahúsi, þar af eitt barn sem áður hefur verið greint frá. Einn er á gjörgæslu, en þeir voru þrír í gær. Núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir rennur út 6. október. Þórólfur er ekki farinn að huga að tillögum þar. Viðræður um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf standa yfir. Þangað til ný ríkisstjórn tekur við mun Þórólfur áfram skila minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28. september 2021 22:09 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa tölu á hversu margir þurfa að fara í sóttkví eða sýnatöku vegna kosningavöku Framsóknar. Miðast hafi verið við gestalista til að senda út boð, en hann ítrekar að allir sem sóttu vökuna ættu að fara varlega og í sýnatöku, hvort sem þeir voru á gesta lista eða ekki. Fáir voru sjáanlegir með grímur á kosningavökum flokkanna um liðan helgi, en samkvæmt reglum á að nota grímu innandyra ef ekki er hægt að tryggja eins metra nándarreglu. Hvernig finnst þér þá að sjá fólkið sem á að leiða halda kosningavöku þar sem þetta er ekki virt? „Mér finnst það bara alltaf erfitt þegar ekki er farið eftir þessum reglum. Maður sér það víða að fólk er farið að slaka verulega á. Á íþróttaviðburðum til dæmis. Það er greinilega ekkert farið eftir því, jafnvel í miklum þrengslum. Mér finnst bara mjög miður að fólk skuli ekki fara eftir þessum reglum sem eru í gildi. Þetta er í rauninni eina sem við erum með í gangi núna til að hefta útbreiðslu veirunnar og það er mjög mikilvægt að það sé áfram farið eftir því þegar ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu. Í þrengslum innan um ókunnuga aðila eru tilmæli um að nota grímur. Ef þær eru notaðar rétt þá koma þær að gagni og við erum ekkert búin í þessum faraldri og ég hvet fólk til að halda áfram að fara eftir reglum og passa sig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 22 greindust með veiruna í gær en Þórólfur segir að það geti tekið upp undir viku að sjá afleiðingar þessarar kosningahelgar. Átta eru nú á sjúkrahúsi, þar af eitt barn sem áður hefur verið greint frá. Einn er á gjörgæslu, en þeir voru þrír í gær. Núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir rennur út 6. október. Þórólfur er ekki farinn að huga að tillögum þar. Viðræður um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf standa yfir. Þangað til ný ríkisstjórn tekur við mun Þórólfur áfram skila minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28. september 2021 22:09 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28. september 2021 22:09