Ýmislegt hafi gerst dagana fyrir kosningar sem gæti útskýrt mun á könnunum og kosningum Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2021 19:00 Framkvæmdastjóri Maskínu segir að það sé eðlilegt að munur sé á könnunum og kosningum. Ýmislegt gerðist dagana fyrir kjördag sem gæti útskýrt muninn. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Maskínu segir kannanir ekki hafa gefið ranga mynd af stöðu stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar, líkt og formenn flokka vildu meina daginn eftir kjördag. „Ég held að greiningarfyrirtækin þurfi að fara að greina sig svolítið sjálf,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í léttum dúr í Sprengisandi á sunnudag, daginn eftir kjördag. Heyra mátti á leiðtogum flokkanna í Sprengisandi að þeir væru hugsi yfir því að það sem kom upp úr kössunum væri ekki alveg í takt við þær fylgiskannanir sem birtustu dagana fyrir kosningar. Framkvæmdastjóri Maskínu, eitt þeirra fyrirtækja sem framkvæmir slíkar kannanir, segir muninn eðlilegan. „Það var náttúrlega alls ekki langt á milli. Það var í mörgum tilfellum innan við eitt prósentustig sem munar á niðurstöðum kannanna og kosninga og upp í þrjú prósentustig. Fólk verður að hafa í huga að það er ýmislegt sem getur gerst nokkrum dögum fyrir kosningar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Kannanir sem birtar eru daginn fyrir kjördag eru unnan nokkrum dögum áður. Í milli tíðinni geti ýmislegt gerst, sem gæti til dæmis útskýrt muninn á fylgi Viðreisnar og Sósíalista í könnunum og kosningunum. Þóra nefnir þar orð Seðlabankastjóra sem beindust að stefnu Viðreisnar um að binda gengi krónunnar við Evru og birtust daginn fyrir kjördag. „Svo kannski líka, Sósíalistaflokkurinn talaði kannski með aðeins öðrum hætti síðustu dögunum fyrir kosningar sem gæti hafa haft það í för með sér að eitthvað af fylgi þeirra fór yfir á Flokk fólksins.“ Fólk eigi það einfaldlega til að skipta um skoðun í kjörklefanum að mati Þóru. „Það hefur komið í ljós í kosningarannsóknum að það eru fleiri og fleiri sem taka ákvörðun í kjörklefanum þannig að það er alveg eðlilegt að það sé einhver munur á kosningum og könnunum, nokkrum dögum fyrir kosningar.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
„Ég held að greiningarfyrirtækin þurfi að fara að greina sig svolítið sjálf,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í léttum dúr í Sprengisandi á sunnudag, daginn eftir kjördag. Heyra mátti á leiðtogum flokkanna í Sprengisandi að þeir væru hugsi yfir því að það sem kom upp úr kössunum væri ekki alveg í takt við þær fylgiskannanir sem birtustu dagana fyrir kosningar. Framkvæmdastjóri Maskínu, eitt þeirra fyrirtækja sem framkvæmir slíkar kannanir, segir muninn eðlilegan. „Það var náttúrlega alls ekki langt á milli. Það var í mörgum tilfellum innan við eitt prósentustig sem munar á niðurstöðum kannanna og kosninga og upp í þrjú prósentustig. Fólk verður að hafa í huga að það er ýmislegt sem getur gerst nokkrum dögum fyrir kosningar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Kannanir sem birtar eru daginn fyrir kjördag eru unnan nokkrum dögum áður. Í milli tíðinni geti ýmislegt gerst, sem gæti til dæmis útskýrt muninn á fylgi Viðreisnar og Sósíalista í könnunum og kosningunum. Þóra nefnir þar orð Seðlabankastjóra sem beindust að stefnu Viðreisnar um að binda gengi krónunnar við Evru og birtust daginn fyrir kjördag. „Svo kannski líka, Sósíalistaflokkurinn talaði kannski með aðeins öðrum hætti síðustu dögunum fyrir kosningar sem gæti hafa haft það í för með sér að eitthvað af fylgi þeirra fór yfir á Flokk fólksins.“ Fólk eigi það einfaldlega til að skipta um skoðun í kjörklefanum að mati Þóru. „Það hefur komið í ljós í kosningarannsóknum að það eru fleiri og fleiri sem taka ákvörðun í kjörklefanum þannig að það er alveg eðlilegt að það sé einhver munur á kosningum og könnunum, nokkrum dögum fyrir kosningar.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira