Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2021 11:01 Elías Rafn Ólafsson í leik með U-17 ára landsliðinu í blaki á móti á Englandi 2015. blaksamband íslands Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. Elías hefur slegið í gegn með Midtjylland á undanförnum vikum og haldið hreinu í fimm af fyrstu sex leikjum sínum fyrir aðallið félagsins. Hann æfði þrjár íþróttir á yngri árum, náði langt í tveimur þeirra en valdi á endanum fótboltann. „Ég æfði bæði blak og handbolta þegar ég var yngri. Blak aðeins lengur en ég svo valdi ég fótbolta sem ég sé alls ekki eftir,“ sagði Elías í samtali við Vísi í gær. Hann æfði blak með HK, lék með yngri landsliðunum og tvo A-landsleiki. Þeir komu báðir gegn Færeyjum í maí 2015 í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikana sem voru haldnir hér á landi. Þá var Elías aðeins fimmtán ára. Þrátt fyrir að vera kominn í A-landsliðið þetta ungur varð blakið ekki fyrir valinu heldur fótboltinn. „Á sínum tíma var erfitt að skilja við blakið en það var engin spurning hvað ég átti að velja. Ég vissi það alveg sjálfur,“ sagði Elías. Hann er þó viss um að hann hefði einnig gert það gott í blakinu. „Ég hefði án efa náð langt í því líka en ég er ánægður með ákvörðunina,“ sagði Elías. Elías ásamt bræðrum sínum, Björgvini Inga (grænklæddur) og Gunnari Heimi (nr. 2). Með þeim á myndinni eru bræðurnir Máni (nr. 18) og Markús Ingi (nr. 4) Matthíassynir.blaksamband íslands Þess má geta að báðir foreldarar Elíasar, Ólafur Heimir Guðmundsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir léku fyrir A-landsliðið í blaki. Ólafur lék 64 landsleiki og Ingibjörg 54. Elías hefur leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landsliðið í fótbolta og var valinn í A-landsliðið fyrir tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í fyrra. Hópur A-landsliðsins fyrir leikina gegn Liechtenstein og Armeníu í undankeppni HM í næsta mánuði verður kynntur á morgun. Danski boltinn Blak Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðinu vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Sjá meira
Elías hefur slegið í gegn með Midtjylland á undanförnum vikum og haldið hreinu í fimm af fyrstu sex leikjum sínum fyrir aðallið félagsins. Hann æfði þrjár íþróttir á yngri árum, náði langt í tveimur þeirra en valdi á endanum fótboltann. „Ég æfði bæði blak og handbolta þegar ég var yngri. Blak aðeins lengur en ég svo valdi ég fótbolta sem ég sé alls ekki eftir,“ sagði Elías í samtali við Vísi í gær. Hann æfði blak með HK, lék með yngri landsliðunum og tvo A-landsleiki. Þeir komu báðir gegn Færeyjum í maí 2015 í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikana sem voru haldnir hér á landi. Þá var Elías aðeins fimmtán ára. Þrátt fyrir að vera kominn í A-landsliðið þetta ungur varð blakið ekki fyrir valinu heldur fótboltinn. „Á sínum tíma var erfitt að skilja við blakið en það var engin spurning hvað ég átti að velja. Ég vissi það alveg sjálfur,“ sagði Elías. Hann er þó viss um að hann hefði einnig gert það gott í blakinu. „Ég hefði án efa náð langt í því líka en ég er ánægður með ákvörðunina,“ sagði Elías. Elías ásamt bræðrum sínum, Björgvini Inga (grænklæddur) og Gunnari Heimi (nr. 2). Með þeim á myndinni eru bræðurnir Máni (nr. 18) og Markús Ingi (nr. 4) Matthíassynir.blaksamband íslands Þess má geta að báðir foreldarar Elíasar, Ólafur Heimir Guðmundsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir léku fyrir A-landsliðið í blaki. Ólafur lék 64 landsleiki og Ingibjörg 54. Elías hefur leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landsliðið í fótbolta og var valinn í A-landsliðið fyrir tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í fyrra. Hópur A-landsliðsins fyrir leikina gegn Liechtenstein og Armeníu í undankeppni HM í næsta mánuði verður kynntur á morgun.
Danski boltinn Blak Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðinu vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti