Jón Dagur svaraði „höturum“ með marki og dýfu Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 09:32 Jón Dagur Þorsteinsson er lykilmaður í liði AGF en gæti yfirgefið félagið næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Getty/Lars Ronbog Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist hafa viljað senda sínum hörðustu gagnrýnendum skilaboð þegar hann fagnaði marki að hætti Jürgen Klinsmann í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Jón Dagur hefur verið talsvert í umræðunni í Danmörku, í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, og í grein í Århus Stiftstidende á sunnudaginn var þeirri spurningu velt upp hvort hann væri „mest pirrandi“ leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Það virðist fara í taugarnar á stuðningsmönnum andstæðinga AGF, og jafnvel sumum af stuðningsmönnum liðsins, hvernig Jón Dagur lætur innan vallar. Hann hefur meðal annars ögrað andstæðingum með látbragði og gerst sekur um leikaraskap, það sem af er tímabili. Go'morn Aarhus Dagur - hvordan var det nu det gik i aftes...? #ksdh pic.twitter.com/H3Yqe6HTRl— AGF (@AGFFodbold) September 21, 2021 Jón Dagur segist sjálfur aðeins sjá eftir leikaraskapnum. Líkt og Klinsmann gerði eftir að hafa verið sakaður um leikaraskap í Englandi á sínum tíma, þá fagnaði Jón Dagur sigurmarki í gær með því að „dýfa“ sér. Hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á SönderjyskE. Jón Dagur Thorsteinsson receives a lot of critique for his behavior on the pitch, and he responded with a "dive" after his goal tonight vs. SønderjyskE. #sldk #agfsje #ultratwitteragf #soenderjyske pic.twitter.com/5tJEhEUp2v— Danish Football (@DANISHF00TBALL) September 27, 2021 „Ég sendi smá skilaboð til þeirra sem að hatast við mig [e. haters] í markinu,“ sagði Jón Dagur brosandi eftir leik. Hann var svo valinn í úrvalslið 10. umferðar hjá Tipsbladet. Jon Dagur Þorsteinsson is in the Team of the Week by @tipsbladet https://t.co/RbwnXp10mK— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) September 28, 2021 Betri eftir því sem athyglin er meiri Jón Dagur er mikilvægur hlekkur í liði AGF og umtalið virðist aðeins styrkja hann, að sögn þjálfarans David Nielsen: „Því meiri sem athyglin er, því fleiri áhorfendur og því stærri sem leikurinn er, þeim mun betur spilar Jón. Hann er með þannig hugarfar og það er mikilvægt að hafa svona týpu í hópnum. Þannig er það. Þegar maður spilar fyrir AGF þá verður maður að vera undir það búinn að vera hataðasti leikmaðurinn yfir tímabilið,“ sagði Nielsen. Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni við Antonio Rüdiger í landsleiknum gegn Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann verður væntanlega í landsliðshópnum sem valinn verður í vikunni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Dagur verður samningslaus næsta sumar en hann kom til AGF frá Fulham árið 2019. Samkvæmt Århus Stiftstidende gerði franska félagið Nimes tilboð í hann síðasta sumar en AGF vildi ekki selja. „Ég er ekki mikið fyrir að hugsa um hvernig samningurinn minn er. Ef þú ferð að hafa áhyggjur af slíku þá bitnar það á spilamennskunni. Ég læt umboðsmanninn minn sjá um þetta,“ sagði Jón Dagur og hafði ekkert að segja um það hver framtíð sín yrði. Danski boltinn Tengdar fréttir Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. 27. september 2021 18:57 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Jón Dagur hefur verið talsvert í umræðunni í Danmörku, í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, og í grein í Århus Stiftstidende á sunnudaginn var þeirri spurningu velt upp hvort hann væri „mest pirrandi“ leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Það virðist fara í taugarnar á stuðningsmönnum andstæðinga AGF, og jafnvel sumum af stuðningsmönnum liðsins, hvernig Jón Dagur lætur innan vallar. Hann hefur meðal annars ögrað andstæðingum með látbragði og gerst sekur um leikaraskap, það sem af er tímabili. Go'morn Aarhus Dagur - hvordan var det nu det gik i aftes...? #ksdh pic.twitter.com/H3Yqe6HTRl— AGF (@AGFFodbold) September 21, 2021 Jón Dagur segist sjálfur aðeins sjá eftir leikaraskapnum. Líkt og Klinsmann gerði eftir að hafa verið sakaður um leikaraskap í Englandi á sínum tíma, þá fagnaði Jón Dagur sigurmarki í gær með því að „dýfa“ sér. Hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á SönderjyskE. Jón Dagur Thorsteinsson receives a lot of critique for his behavior on the pitch, and he responded with a "dive" after his goal tonight vs. SønderjyskE. #sldk #agfsje #ultratwitteragf #soenderjyske pic.twitter.com/5tJEhEUp2v— Danish Football (@DANISHF00TBALL) September 27, 2021 „Ég sendi smá skilaboð til þeirra sem að hatast við mig [e. haters] í markinu,“ sagði Jón Dagur brosandi eftir leik. Hann var svo valinn í úrvalslið 10. umferðar hjá Tipsbladet. Jon Dagur Þorsteinsson is in the Team of the Week by @tipsbladet https://t.co/RbwnXp10mK— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) September 28, 2021 Betri eftir því sem athyglin er meiri Jón Dagur er mikilvægur hlekkur í liði AGF og umtalið virðist aðeins styrkja hann, að sögn þjálfarans David Nielsen: „Því meiri sem athyglin er, því fleiri áhorfendur og því stærri sem leikurinn er, þeim mun betur spilar Jón. Hann er með þannig hugarfar og það er mikilvægt að hafa svona týpu í hópnum. Þannig er það. Þegar maður spilar fyrir AGF þá verður maður að vera undir það búinn að vera hataðasti leikmaðurinn yfir tímabilið,“ sagði Nielsen. Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni við Antonio Rüdiger í landsleiknum gegn Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann verður væntanlega í landsliðshópnum sem valinn verður í vikunni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Dagur verður samningslaus næsta sumar en hann kom til AGF frá Fulham árið 2019. Samkvæmt Århus Stiftstidende gerði franska félagið Nimes tilboð í hann síðasta sumar en AGF vildi ekki selja. „Ég er ekki mikið fyrir að hugsa um hvernig samningurinn minn er. Ef þú ferð að hafa áhyggjur af slíku þá bitnar það á spilamennskunni. Ég læt umboðsmanninn minn sjá um þetta,“ sagði Jón Dagur og hafði ekkert að segja um það hver framtíð sín yrði.
Danski boltinn Tengdar fréttir Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. 27. september 2021 18:57 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. 27. september 2021 18:57