Kelly, sem hefur setið í varðhaldi í um tvö ár, hefur lengi legið á hálsi að stunda kerfisbundna misnotkun á ungum konum og stúlkum, en var sýknaður af ákærum um framleiðslu barnaníðsefnis fyrir 13 árum síðan.
Dómsmálið þetta var rekið í New York og samanstóð kviðdómurinn af sjö körlum og fimm konum.
Kelly gæti nú átt von á áratugadómi, en hann á þess utan líka eftir að koma fyrir dóm í Illinois og Minnesota vegna svipaðra mála.
Gloria Allred, sem er lögmaður margra kvennanna sem sökuðu Kelly um að brjóta á sér, var ómyrk í máli fyrir utan réttarsalinn í dag. Hún sagði meðal annars að á 47 ára ferli sínum, væri R. Kelly versti brotamaður sem hún hafði þurft að eiga við. Þessi niðurstaða þýddi þó að nú þyrftu níðingar, sem áður hafi farið sínu fram í krafti frægðar sinnar, að fara að gæta sín. Það sé ekki spurning um hvort þeir verði stöðvaðir, heldur hvenær.
Attorney Gloria Allred, who represented several of accusers in the case against R. Kelly, said after his guilty verdict that the R&B singer is the worst predator she has ever pursued https://t.co/nQnma0o5hC pic.twitter.com/eTRSDw5y3P
— Reuters (@Reuters) September 27, 2021