Innlent

Bíll endaði í sjónum á Ísafirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn var í bílnum og komst hann óskaddaður úr honum.
Einn var í bílnum og komst hann óskaddaður úr honum. Vísir

Bíll endaði út í sjó á Ísafirði í morgun vegna slæmrar færðar á vegum. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vestfjörðum var einn í bílnum og sakaði hann ekki. Lögreglan segir leiðindafærð á svæðinu en allt hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir það.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Vestfirði á morgun. Gert er ráð fyrir 18 til 25 m/s og talsverðri snjókomu, með skafrenningi og lélegu skyggni. Þá segir Veðurstofa hættu á foktjóni og um að ræða „alls ekkert ferðaveður“.

Sjá einnig: Spá norðvestan stórhríð á Vestfjörðum og við Breiðafjörð

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir Björgunarsveitin Ernir hafa fengið útkall í morgun vegna þakklæðningar og garðskúra sem hafi fokið í Bolungarvík í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×