Ekki talin þörf á endurtalningu í Suðurkjördæmi þó mjótt sé á munum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2021 16:14 Nýr miðbær á Selfossi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Formaður kjörstjórnar í Suðurkjördæmi segir ekki ástæðu til að ráðast í endurtalningu á atkvæðum í umdæminu þrátt fyrir að afar mjótt sé á munum. Gerð var úttekt á vinnubrögðum og verkferlum í dag og kom engin villa upp þegar tíu prósent kjörseðla höfðu verið skoðaðir. Fram kom á þriðja tímanum í dag að tekin hefði verið sú ákvörðun í Norðvesturkjördæmi að telja atkvæði aftur. Von er á talningarfólki til starfa og má reikna með niðurstöðu um sexleytið. Ástæðan er sú hve mjótt er á munum í kjördæminu. Tapi Viðreisn tveimur atkvæðum riðlast röðun jöfnunarþingmanna. Guðmundur Gunnarsson er jöfnunarþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Vilja staðfesta rétta talningu „Við ákváðum þegar við sáum að það væri lítill munur að við myndum endurtelja. Við viljum bara útiloka það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Ingi Tryggvason yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Að sama skapi vantar Viðreisn aðeins tvö atkvæði í Suðurkjördæmi til að Guðbrandur Einarsson nái inn sem jöfnunarþingmaður. Það munar því aðeins tveimur atkvæðum hvort Viðreisn fái þingmann í Norðvestri eða Suðurkjördæmi sem hefur þá áhrif á alla halarófuna. Þórir Haraldsson, yfirmaður kjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir alveg ljóst að mjög mjótt sé á munum. Bæði varðandi þessi tvö atkvæði sem Guðbrand Viðreisnarmann vantar en sömuleiðis muni aðeins sjö atkvæðum á greiddum atkvæðum til Vinstri grænna og Miðflokks í kjördæminu. Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, rekur þetta nánar í þræði á Twitter. Eitt atkvæði niður hjá Viðreisn í Norðvesturkjördæmi og upp í Suðurkjördæmi hefur sömu áhrif. Jöfnunarþingmenn raðast upp á nýtt. Stuttur þráður:Ástæðan fyrir endurtalningu er Viðreisn. Þau fá jöfnunarmann nr. 2 en það munar TVEIMUR atkvæðum á því hvort þau taki hann í Norðvestur eða Suðurkjördæmi. Ef hann færist úr NV í SU þá hefur það áhrif á alla halarófuna niður.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) September 26, 2021 Ekki tilefni til 500 vinnustunda „Við tókum þetta sérstaklega fyrir á fundi í dag, fórum yfir okkar verkferla og vinnubrögð,“ segir Þórir. Gerð var úrtakskönnun á vinnubrögðum. Eftir að búið var að fara yfir meira en tíu prósent af kjörseðlum án þess að villa fyndist taldist málið fullreynt. Þórir segir ekki tilefni til að ráðast í 500 vinnustundaverkefni enda bendi ekkert til þess að talningin í kjördæminu sé röng. Það hafi verið sannreynt. Yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi átti von á um þrjúleytið að tvær til þrjár klukkustundir tæki að ljúka endurtalningu í kjördæminu. Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Fram kom á þriðja tímanum í dag að tekin hefði verið sú ákvörðun í Norðvesturkjördæmi að telja atkvæði aftur. Von er á talningarfólki til starfa og má reikna með niðurstöðu um sexleytið. Ástæðan er sú hve mjótt er á munum í kjördæminu. Tapi Viðreisn tveimur atkvæðum riðlast röðun jöfnunarþingmanna. Guðmundur Gunnarsson er jöfnunarþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Vilja staðfesta rétta talningu „Við ákváðum þegar við sáum að það væri lítill munur að við myndum endurtelja. Við viljum bara útiloka það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Ingi Tryggvason yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Að sama skapi vantar Viðreisn aðeins tvö atkvæði í Suðurkjördæmi til að Guðbrandur Einarsson nái inn sem jöfnunarþingmaður. Það munar því aðeins tveimur atkvæðum hvort Viðreisn fái þingmann í Norðvestri eða Suðurkjördæmi sem hefur þá áhrif á alla halarófuna. Þórir Haraldsson, yfirmaður kjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir alveg ljóst að mjög mjótt sé á munum. Bæði varðandi þessi tvö atkvæði sem Guðbrand Viðreisnarmann vantar en sömuleiðis muni aðeins sjö atkvæðum á greiddum atkvæðum til Vinstri grænna og Miðflokks í kjördæminu. Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, rekur þetta nánar í þræði á Twitter. Eitt atkvæði niður hjá Viðreisn í Norðvesturkjördæmi og upp í Suðurkjördæmi hefur sömu áhrif. Jöfnunarþingmenn raðast upp á nýtt. Stuttur þráður:Ástæðan fyrir endurtalningu er Viðreisn. Þau fá jöfnunarmann nr. 2 en það munar TVEIMUR atkvæðum á því hvort þau taki hann í Norðvestur eða Suðurkjördæmi. Ef hann færist úr NV í SU þá hefur það áhrif á alla halarófuna niður.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) September 26, 2021 Ekki tilefni til 500 vinnustunda „Við tókum þetta sérstaklega fyrir á fundi í dag, fórum yfir okkar verkferla og vinnubrögð,“ segir Þórir. Gerð var úrtakskönnun á vinnubrögðum. Eftir að búið var að fara yfir meira en tíu prósent af kjörseðlum án þess að villa fyndist taldist málið fullreynt. Þórir segir ekki tilefni til að ráðast í 500 vinnustundaverkefni enda bendi ekkert til þess að talningin í kjördæminu sé röng. Það hafi verið sannreynt. Yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi átti von á um þrjúleytið að tvær til þrjár klukkustundir tæki að ljúka endurtalningu í kjördæminu.
Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira