Ekki talin þörf á endurtalningu í Suðurkjördæmi þó mjótt sé á munum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2021 16:14 Nýr miðbær á Selfossi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Formaður kjörstjórnar í Suðurkjördæmi segir ekki ástæðu til að ráðast í endurtalningu á atkvæðum í umdæminu þrátt fyrir að afar mjótt sé á munum. Gerð var úttekt á vinnubrögðum og verkferlum í dag og kom engin villa upp þegar tíu prósent kjörseðla höfðu verið skoðaðir. Fram kom á þriðja tímanum í dag að tekin hefði verið sú ákvörðun í Norðvesturkjördæmi að telja atkvæði aftur. Von er á talningarfólki til starfa og má reikna með niðurstöðu um sexleytið. Ástæðan er sú hve mjótt er á munum í kjördæminu. Tapi Viðreisn tveimur atkvæðum riðlast röðun jöfnunarþingmanna. Guðmundur Gunnarsson er jöfnunarþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Vilja staðfesta rétta talningu „Við ákváðum þegar við sáum að það væri lítill munur að við myndum endurtelja. Við viljum bara útiloka það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Ingi Tryggvason yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Að sama skapi vantar Viðreisn aðeins tvö atkvæði í Suðurkjördæmi til að Guðbrandur Einarsson nái inn sem jöfnunarþingmaður. Það munar því aðeins tveimur atkvæðum hvort Viðreisn fái þingmann í Norðvestri eða Suðurkjördæmi sem hefur þá áhrif á alla halarófuna. Þórir Haraldsson, yfirmaður kjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir alveg ljóst að mjög mjótt sé á munum. Bæði varðandi þessi tvö atkvæði sem Guðbrand Viðreisnarmann vantar en sömuleiðis muni aðeins sjö atkvæðum á greiddum atkvæðum til Vinstri grænna og Miðflokks í kjördæminu. Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, rekur þetta nánar í þræði á Twitter. Eitt atkvæði niður hjá Viðreisn í Norðvesturkjördæmi og upp í Suðurkjördæmi hefur sömu áhrif. Jöfnunarþingmenn raðast upp á nýtt. Stuttur þráður:Ástæðan fyrir endurtalningu er Viðreisn. Þau fá jöfnunarmann nr. 2 en það munar TVEIMUR atkvæðum á því hvort þau taki hann í Norðvestur eða Suðurkjördæmi. Ef hann færist úr NV í SU þá hefur það áhrif á alla halarófuna niður.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) September 26, 2021 Ekki tilefni til 500 vinnustunda „Við tókum þetta sérstaklega fyrir á fundi í dag, fórum yfir okkar verkferla og vinnubrögð,“ segir Þórir. Gerð var úrtakskönnun á vinnubrögðum. Eftir að búið var að fara yfir meira en tíu prósent af kjörseðlum án þess að villa fyndist taldist málið fullreynt. Þórir segir ekki tilefni til að ráðast í 500 vinnustundaverkefni enda bendi ekkert til þess að talningin í kjördæminu sé röng. Það hafi verið sannreynt. Yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi átti von á um þrjúleytið að tvær til þrjár klukkustundir tæki að ljúka endurtalningu í kjördæminu. Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Fram kom á þriðja tímanum í dag að tekin hefði verið sú ákvörðun í Norðvesturkjördæmi að telja atkvæði aftur. Von er á talningarfólki til starfa og má reikna með niðurstöðu um sexleytið. Ástæðan er sú hve mjótt er á munum í kjördæminu. Tapi Viðreisn tveimur atkvæðum riðlast röðun jöfnunarþingmanna. Guðmundur Gunnarsson er jöfnunarþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Vilja staðfesta rétta talningu „Við ákváðum þegar við sáum að það væri lítill munur að við myndum endurtelja. Við viljum bara útiloka það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Ingi Tryggvason yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Að sama skapi vantar Viðreisn aðeins tvö atkvæði í Suðurkjördæmi til að Guðbrandur Einarsson nái inn sem jöfnunarþingmaður. Það munar því aðeins tveimur atkvæðum hvort Viðreisn fái þingmann í Norðvestri eða Suðurkjördæmi sem hefur þá áhrif á alla halarófuna. Þórir Haraldsson, yfirmaður kjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir alveg ljóst að mjög mjótt sé á munum. Bæði varðandi þessi tvö atkvæði sem Guðbrand Viðreisnarmann vantar en sömuleiðis muni aðeins sjö atkvæðum á greiddum atkvæðum til Vinstri grænna og Miðflokks í kjördæminu. Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, rekur þetta nánar í þræði á Twitter. Eitt atkvæði niður hjá Viðreisn í Norðvesturkjördæmi og upp í Suðurkjördæmi hefur sömu áhrif. Jöfnunarþingmenn raðast upp á nýtt. Stuttur þráður:Ástæðan fyrir endurtalningu er Viðreisn. Þau fá jöfnunarmann nr. 2 en það munar TVEIMUR atkvæðum á því hvort þau taki hann í Norðvestur eða Suðurkjördæmi. Ef hann færist úr NV í SU þá hefur það áhrif á alla halarófuna niður.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) September 26, 2021 Ekki tilefni til 500 vinnustunda „Við tókum þetta sérstaklega fyrir á fundi í dag, fórum yfir okkar verkferla og vinnubrögð,“ segir Þórir. Gerð var úrtakskönnun á vinnubrögðum. Eftir að búið var að fara yfir meira en tíu prósent af kjörseðlum án þess að villa fyndist taldist málið fullreynt. Þórir segir ekki tilefni til að ráðast í 500 vinnustundaverkefni enda bendi ekkert til þess að talningin í kjördæminu sé röng. Það hafi verið sannreynt. Yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi átti von á um þrjúleytið að tvær til þrjár klukkustundir tæki að ljúka endurtalningu í kjördæminu.
Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira