Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2021 09:25 Ingibjörg Ólöf Isaksen leiddi Framsókn til stórsigurs í Norðausturkjördæmi. Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. Framsóknarflokkurinn fær 25,6 prósent atkvæða og þrjá kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn hlaut 14,3 prósent atkvæða í kosningunum 2017 og er því ljóst að um gríðarlega fylgisaukningu er að ræða. Kjördæmakjörnir þingmenn Framsóknar í Norðausturkjördæmi eru Ingibjörg Ólöf Isaksen, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson. Ingibjörg Ólöf Isaksen, Líneik Anna Sævarsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson. Tveir Sjálfstæðismenn Sjálfstæðisflokkurinn fær 18,5 prósent atkvæða og tvo þingmenn, þau Njáll Trausta Friðbertsson og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur. Kristján Þór Júlíusson, leiddi lista Sjálfstæðisflokks í síðustu kosningum og var fyrsti þingmaður kjördæmisins, en flokkurinn var einnig með tvo þingmenn í kjördæminu eftir kosningarnar 2017. Þingmennirnir tíu sem sitja fyrir hönd Norðausturkjördæmis á næsta kjörtímabili.Vísir/Helgi Vinstri græn halda sínum tveimur þingmönnum - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þriðji þingmaður kjördæmisins og Jódís Skúladóttir kemur inn sem jöfnunarþingmaður. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Jakob Frímann Magnússon, oddviti Flokks fólksins, eru allir kjördæmakjörnir þingmenn í Norðausturkjördæmi. Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu þremur mönnum inn á þing í kjördæminu, þar af tvo jöfnunarþingmenn. 26. september 2021 04:55 Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Það gerði Samfylkingin líka á meðan Vinstri græn töpuðu öðrum þingmanni sínum. 26. september 2021 04:41 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. Miðflokkur og Samfylkingin missa sína þingmenn í kjördæminu. 26. september 2021 08:02 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna, náði þó að tryggja sér sæti á þingi sem uppbótarþingmaður þegar lokatölur voru komnar úr öllum kjördæmum. 26. september 2021 07:38 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Framsóknarflokkurinn fær 25,6 prósent atkvæða og þrjá kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn hlaut 14,3 prósent atkvæða í kosningunum 2017 og er því ljóst að um gríðarlega fylgisaukningu er að ræða. Kjördæmakjörnir þingmenn Framsóknar í Norðausturkjördæmi eru Ingibjörg Ólöf Isaksen, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson. Ingibjörg Ólöf Isaksen, Líneik Anna Sævarsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson. Tveir Sjálfstæðismenn Sjálfstæðisflokkurinn fær 18,5 prósent atkvæða og tvo þingmenn, þau Njáll Trausta Friðbertsson og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur. Kristján Þór Júlíusson, leiddi lista Sjálfstæðisflokks í síðustu kosningum og var fyrsti þingmaður kjördæmisins, en flokkurinn var einnig með tvo þingmenn í kjördæminu eftir kosningarnar 2017. Þingmennirnir tíu sem sitja fyrir hönd Norðausturkjördæmis á næsta kjörtímabili.Vísir/Helgi Vinstri græn halda sínum tveimur þingmönnum - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þriðji þingmaður kjördæmisins og Jódís Skúladóttir kemur inn sem jöfnunarþingmaður. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Jakob Frímann Magnússon, oddviti Flokks fólksins, eru allir kjördæmakjörnir þingmenn í Norðausturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu þremur mönnum inn á þing í kjördæminu, þar af tvo jöfnunarþingmenn. 26. september 2021 04:55 Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Það gerði Samfylkingin líka á meðan Vinstri græn töpuðu öðrum þingmanni sínum. 26. september 2021 04:41 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. Miðflokkur og Samfylkingin missa sína þingmenn í kjördæminu. 26. september 2021 08:02 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna, náði þó að tryggja sér sæti á þingi sem uppbótarþingmaður þegar lokatölur voru komnar úr öllum kjördæmum. 26. september 2021 07:38 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu þremur mönnum inn á þing í kjördæminu, þar af tvo jöfnunarþingmenn. 26. september 2021 04:55
Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Það gerði Samfylkingin líka á meðan Vinstri græn töpuðu öðrum þingmanni sínum. 26. september 2021 04:41
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59
Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. Miðflokkur og Samfylkingin missa sína þingmenn í kjördæminu. 26. september 2021 08:02
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna, náði þó að tryggja sér sæti á þingi sem uppbótarþingmaður þegar lokatölur voru komnar úr öllum kjördæmum. 26. september 2021 07:38