Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2021 08:59 Willum Þór Þórsson er oddviti Framsóknar í suðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. Bjarni áfram fyrstur Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 30,2 prósent atkvæða og Framsókn nærri tvöfaldar fylgi sitt í kjördæminu, fékk 14,5 prósent atkvæða og tvo kjördæmakjörna þingmenn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sem fyrr fyrsti þingmaður kjördæmisins. Aðrir kjördæmakjörnir þingmenn flokksins eru Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason. Viðreisn nær tveimur Vinstri græn er þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu, fær 12,1 prósent atkvæða. Viðreisn fær 11,4 prósent atkvæða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og er eini þingmaður VG í kjördæminu en Viðreisn nær inn tveimur; Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Sigmar Guðmundsson sem nær inn sem jöfnunarþingmaður. Píratar ná sömuleiðis inn tveimur þingmönnum - þeim Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem er kjördæmakjörin og Gísla Rafn Ólafsson sem fær annað jöfnunarþingsætið. Þórunn Sveinbjarnardóttir er eini þingmaður Samfylkingarinnar sem missir töluvert fylgi á milli kosninga í kjördæminu. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Karl Gauti Hjaltason, Miðflokki, annar jöfnunarþingmanna kjördæmisins ásamt Sigmari Guðmundssyni, Viðreisn. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Gísli Rafn Ólafsson fengi annað jöfnunarþingsætið í stað Karls Gauta. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. 26. september 2021 04:41 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Vinstri græn missa sinn kjördæmakjörna þingmann Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Bjarni áfram fyrstur Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 30,2 prósent atkvæða og Framsókn nærri tvöfaldar fylgi sitt í kjördæminu, fékk 14,5 prósent atkvæða og tvo kjördæmakjörna þingmenn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sem fyrr fyrsti þingmaður kjördæmisins. Aðrir kjördæmakjörnir þingmenn flokksins eru Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason. Viðreisn nær tveimur Vinstri græn er þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu, fær 12,1 prósent atkvæða. Viðreisn fær 11,4 prósent atkvæða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og er eini þingmaður VG í kjördæminu en Viðreisn nær inn tveimur; Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Sigmar Guðmundsson sem nær inn sem jöfnunarþingmaður. Píratar ná sömuleiðis inn tveimur þingmönnum - þeim Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem er kjördæmakjörin og Gísla Rafn Ólafsson sem fær annað jöfnunarþingsætið. Þórunn Sveinbjarnardóttir er eini þingmaður Samfylkingarinnar sem missir töluvert fylgi á milli kosninga í kjördæminu. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Karl Gauti Hjaltason, Miðflokki, annar jöfnunarþingmanna kjördæmisins ásamt Sigmari Guðmundssyni, Viðreisn. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Gísli Rafn Ólafsson fengi annað jöfnunarþingsætið í stað Karls Gauta. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Karl Gauti Hjaltason, Miðflokki, annar jöfnunarþingmanna kjördæmisins ásamt Sigmari Guðmundssyni, Viðreisn. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Gísli Rafn Ólafsson fengi annað jöfnunarþingsætið í stað Karls Gauta.
Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. 26. september 2021 04:41 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Vinstri græn missa sinn kjördæmakjörna þingmann Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55
Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. 26. september 2021 04:41
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Vinstri græn missa sinn kjördæmakjörna þingmann Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38
Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25