Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2021 08:59 Willum Þór Þórsson er oddviti Framsóknar í suðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. Bjarni áfram fyrstur Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 30,2 prósent atkvæða og Framsókn nærri tvöfaldar fylgi sitt í kjördæminu, fékk 14,5 prósent atkvæða og tvo kjördæmakjörna þingmenn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sem fyrr fyrsti þingmaður kjördæmisins. Aðrir kjördæmakjörnir þingmenn flokksins eru Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason. Viðreisn nær tveimur Vinstri græn er þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu, fær 12,1 prósent atkvæða. Viðreisn fær 11,4 prósent atkvæða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og er eini þingmaður VG í kjördæminu en Viðreisn nær inn tveimur; Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Sigmar Guðmundsson sem nær inn sem jöfnunarþingmaður. Píratar ná sömuleiðis inn tveimur þingmönnum - þeim Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem er kjördæmakjörin og Gísla Rafn Ólafsson sem fær annað jöfnunarþingsætið. Þórunn Sveinbjarnardóttir er eini þingmaður Samfylkingarinnar sem missir töluvert fylgi á milli kosninga í kjördæminu. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Karl Gauti Hjaltason, Miðflokki, annar jöfnunarþingmanna kjördæmisins ásamt Sigmari Guðmundssyni, Viðreisn. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Gísli Rafn Ólafsson fengi annað jöfnunarþingsætið í stað Karls Gauta. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. 26. september 2021 04:41 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Vinstri græn missa sinn kjördæmakjörna þingmann Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Bjarni áfram fyrstur Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 30,2 prósent atkvæða og Framsókn nærri tvöfaldar fylgi sitt í kjördæminu, fékk 14,5 prósent atkvæða og tvo kjördæmakjörna þingmenn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sem fyrr fyrsti þingmaður kjördæmisins. Aðrir kjördæmakjörnir þingmenn flokksins eru Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason. Viðreisn nær tveimur Vinstri græn er þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu, fær 12,1 prósent atkvæða. Viðreisn fær 11,4 prósent atkvæða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og er eini þingmaður VG í kjördæminu en Viðreisn nær inn tveimur; Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Sigmar Guðmundsson sem nær inn sem jöfnunarþingmaður. Píratar ná sömuleiðis inn tveimur þingmönnum - þeim Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem er kjördæmakjörin og Gísla Rafn Ólafsson sem fær annað jöfnunarþingsætið. Þórunn Sveinbjarnardóttir er eini þingmaður Samfylkingarinnar sem missir töluvert fylgi á milli kosninga í kjördæminu. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Karl Gauti Hjaltason, Miðflokki, annar jöfnunarþingmanna kjördæmisins ásamt Sigmari Guðmundssyni, Viðreisn. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Gísli Rafn Ólafsson fengi annað jöfnunarþingsætið í stað Karls Gauta. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Karl Gauti Hjaltason, Miðflokki, annar jöfnunarþingmanna kjördæmisins ásamt Sigmari Guðmundssyni, Viðreisn. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Gísli Rafn Ólafsson fengi annað jöfnunarþingsætið í stað Karls Gauta.
Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. 26. september 2021 04:41 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Vinstri græn missa sinn kjördæmakjörna þingmann Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55
Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. 26. september 2021 04:41
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Vinstri græn missa sinn kjördæmakjörna þingmann Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38
Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25