Segir mikilvægt að fella ríkisstjórnina Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2021 12:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Stína Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir kjördaginn hafa byrjað vel. Hún hafi hitt fólk á kosningaskrifstofu Viðreisnar og dagurinn hafi verið góður. Hún vonast til þess að ríkisstjórnin falli og frjálslynd miðjustjórn taki við. Hún mun verja deginum á kosningaskrifstofum Viðreisnar og hringja í kjósendur. „Að fá atkvæðin í hús,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er búið að vera mikið stuð í þessari kosningabaráttu. Mér hefur liðið vel í henni og það er búið að vera nóg að gera. Okkur hefur verið tekið feykilega vel.“ Hún sagði það svolitla áskorun að vera með stefnu sem búi ekki á skyndilausnum, heldur fái fólk til að hugsa lengra. „Það er snúið en ég held það sé eitt af hlutverkum okkar sem eru í pólitík að bjóða upp á heildstæða mynd, langtímalausnir sem byggja upp framtíðina fyrir okkur,“ sagði hún. Þorgerður Katrín sagðist mikil keppnismanneskja og hún vildi fá nægilegt fylgi til að fella núverandi ríkisstjórn. „Mér finnst það skipta miklu máli. Að hún falli. Þrátt fyrir þetta sómafólk sem í henni er, þá er þetta mikil kyrrstöðu-ríkisstjórn og við erum ekki að fara inn í framtíðina. Við erum ekki að fara í umbætur í sjávarútvegi, í heilbrigðismálum og hvað þá gjaldmiðilsmálum eða loftslagsmálum, nema þessi ríkisstjórn fái einhverja viðvörun og við fáum eitthvað nýtt.“ Hún segir að símtölin milli formanna og forsvarsmanna stjórnmálaflokka muni byrja strax í kvöld. Snertingar séu þegar byrjaðar. Annars væri það ótímabært fyrr en búið sé að telja úr kjörkössunum. Þorgerður Katrín sagði Viðreisn vilja frjálslynda miðjustjórn og jaðarpólitík yrði hætt. Það hefði leitt til ákveðnar stöðnunar og kreddupólitíkur. Það þyrfti að hreyfa og ýta við málum fyrir fólkið í landinu. „Á endanum snýst þetta um málefnin og það er það sem mun fá okkur að ríkisstjórnarborðinu, að það verði samið um okkar málefni líka.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
Hún mun verja deginum á kosningaskrifstofum Viðreisnar og hringja í kjósendur. „Að fá atkvæðin í hús,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er búið að vera mikið stuð í þessari kosningabaráttu. Mér hefur liðið vel í henni og það er búið að vera nóg að gera. Okkur hefur verið tekið feykilega vel.“ Hún sagði það svolitla áskorun að vera með stefnu sem búi ekki á skyndilausnum, heldur fái fólk til að hugsa lengra. „Það er snúið en ég held það sé eitt af hlutverkum okkar sem eru í pólitík að bjóða upp á heildstæða mynd, langtímalausnir sem byggja upp framtíðina fyrir okkur,“ sagði hún. Þorgerður Katrín sagðist mikil keppnismanneskja og hún vildi fá nægilegt fylgi til að fella núverandi ríkisstjórn. „Mér finnst það skipta miklu máli. Að hún falli. Þrátt fyrir þetta sómafólk sem í henni er, þá er þetta mikil kyrrstöðu-ríkisstjórn og við erum ekki að fara inn í framtíðina. Við erum ekki að fara í umbætur í sjávarútvegi, í heilbrigðismálum og hvað þá gjaldmiðilsmálum eða loftslagsmálum, nema þessi ríkisstjórn fái einhverja viðvörun og við fáum eitthvað nýtt.“ Hún segir að símtölin milli formanna og forsvarsmanna stjórnmálaflokka muni byrja strax í kvöld. Snertingar séu þegar byrjaðar. Annars væri það ótímabært fyrr en búið sé að telja úr kjörkössunum. Þorgerður Katrín sagði Viðreisn vilja frjálslynda miðjustjórn og jaðarpólitík yrði hætt. Það hefði leitt til ákveðnar stöðnunar og kreddupólitíkur. Það þyrfti að hreyfa og ýta við málum fyrir fólkið í landinu. „Á endanum snýst þetta um málefnin og það er það sem mun fá okkur að ríkisstjórnarborðinu, að það verði samið um okkar málefni líka.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira