Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 22:01 Formenn allra flokkanna, sem tóku þátt í leiðtogakappræðum RÚV í kvöld, voru sammála um að kynjafræði eigi að vera kennd í framhaldsskólum sem skyldufag. Vísir/Vilhelm Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. Þrátt fyrir að vera sammála um fátt þá var einn hlutur sem allir gátu sammælst um: að kynjafræði skuli kennd í skólum. „Menntamálin voru mikið nefnd hérna, einhverjir komu inn á kynferðisbrotamál og MeToo bylgjan hún einmitt reis upp á þessu kjörtímabili og afhjúpaði mjög alvarlegt kynjamisrétti í flestum kimum samfélagsins. Í framhaldinu hefur komið ákall, meðal annars frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema um að kynjafræði verði skyldufag í öllum framhaldsskólum,“ sögðu þularnir og gengu svo á línuna. Hvað segðu formennirnir: Já, eða nei? Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, byrjaði og sagði það skynsamlegt. „Já, ekki spurning, við lögðum einmitt fram tillögu þess efnis. Jón Steindór Valdimarsson hefur lagt áherslu á þetta í þinginu. Það er ekki spurning,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir og sagðist telja að kynjafræði hlyti að eiga að vera hluti af einhvers konar lífsleikni. „Mér finnst að kynjafræðin hljóti að vera hluti af lífsleikni í einhverju víðara samhengi. Ef sá vinkill er ekki með í lífsleikniáföngum þá skortir mikið upp á.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist hjartanlega sammála og Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins, sagði þetta einmitt hluta af stefnu flokksins sem nefnist „Stöðvum ofbeldisfaraldurinn.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands, þó ég hafi ekki tekið próf í greininni, en hefur þótt áhugavert. En þetta er allt spurning um innihaldið, og ef þetta snýst um að kenna börnum og unglingum mikilvægi jafnréttis þá já, að sjálfsögðu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, tók undir þetta og sagði heiminn vera að breytast ansi hratt. Málið þurfi að taka alvarlega. Sama sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en tók fram að við kynjafræði þyrfti að bæta því við að uppræta ætti fordóma gegn fötluðu fólki, innflytjendum, flóttamönnum og fleiri breytum í samfélaginu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði eins og aðrir játandi. Hann tók það þó fram að þó lög væru uppfærð væri það samfélagið sem þyrfti að breytast. „Það er fyrst og fremst okkar hegðun og menning sem þarf að taka stakkaskiptum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, svaraði síðust og var eins og aðrir fylgjandi þessari fræðslu. Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Þrátt fyrir að vera sammála um fátt þá var einn hlutur sem allir gátu sammælst um: að kynjafræði skuli kennd í skólum. „Menntamálin voru mikið nefnd hérna, einhverjir komu inn á kynferðisbrotamál og MeToo bylgjan hún einmitt reis upp á þessu kjörtímabili og afhjúpaði mjög alvarlegt kynjamisrétti í flestum kimum samfélagsins. Í framhaldinu hefur komið ákall, meðal annars frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema um að kynjafræði verði skyldufag í öllum framhaldsskólum,“ sögðu þularnir og gengu svo á línuna. Hvað segðu formennirnir: Já, eða nei? Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, byrjaði og sagði það skynsamlegt. „Já, ekki spurning, við lögðum einmitt fram tillögu þess efnis. Jón Steindór Valdimarsson hefur lagt áherslu á þetta í þinginu. Það er ekki spurning,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir og sagðist telja að kynjafræði hlyti að eiga að vera hluti af einhvers konar lífsleikni. „Mér finnst að kynjafræðin hljóti að vera hluti af lífsleikni í einhverju víðara samhengi. Ef sá vinkill er ekki með í lífsleikniáföngum þá skortir mikið upp á.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist hjartanlega sammála og Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins, sagði þetta einmitt hluta af stefnu flokksins sem nefnist „Stöðvum ofbeldisfaraldurinn.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands, þó ég hafi ekki tekið próf í greininni, en hefur þótt áhugavert. En þetta er allt spurning um innihaldið, og ef þetta snýst um að kenna börnum og unglingum mikilvægi jafnréttis þá já, að sjálfsögðu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, tók undir þetta og sagði heiminn vera að breytast ansi hratt. Málið þurfi að taka alvarlega. Sama sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en tók fram að við kynjafræði þyrfti að bæta því við að uppræta ætti fordóma gegn fötluðu fólki, innflytjendum, flóttamönnum og fleiri breytum í samfélaginu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði eins og aðrir játandi. Hann tók það þó fram að þó lög væru uppfærð væri það samfélagið sem þyrfti að breytast. „Það er fyrst og fremst okkar hegðun og menning sem þarf að taka stakkaskiptum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, svaraði síðust og var eins og aðrir fylgjandi þessari fræðslu.
Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira